Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 12. maí 2005 3ja rétta kvöldverður: – frá kr. 1.990,- 2ja rétta hádegisverður: – frá kr. 990,- Ökukennsla æfingatímar, akstursmat Ný kennslubifreið - Toyota Avensis Finnbogi G. Sigurðsson ökukennari Sími 565 3068 og 661 8324 Dagana 19.-24. maí (fimmtu- dag til þriðjudags) verða haldnir hreinsunardagar í Hafnarfirði. Þetta er árleg vorhreinsun þar sem íbúar eru hvattir til að hreinsa til í görðum sínum og fyrirtæki að snyrta lóðir sínar. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að snyrtilegt og aðlaðandi sé í kringum okkar. Lífrænn úrgangur tekinn Á meðan á hreinsunardög- unum stendur munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarð- ar fara á milli og taka lífrænan garðaúrgang frá íbúum. Úr- gangurinn verður að vera vel frá- genginn í lokaða poka og trjá- greinar bundnar saman í knippi (ekki verða fjarlægðir trjástofn- ar), að öðrum kosti verða íbúar að losa sig við úrganginn sjálfir. Minnt er á að endurvinnslustöð Sorpu við Miðhraun er opin kl. 12.30-19.30 á virkum dögum en kl. 10-18.30 um helgar. Hægt að fá verkfæri lánuð Á meðan á átakinu stendur verður hægt að fá verkfæri frá vinnuskóla Hafnarfjarðar að láni og er áhugasömum bent á að snúa sér til þjónustumiðstöðvar- innar varðandi það, í síma 585 5670. Skorað á fyrirtæki Áríðandi er að eigendur og starfmenn fyrirtækja taki til hendinni á lóðum sínum og í grennd við fyrirtækin þannig að aðkoma að fyrirtækjunum og nærsvæðin í kring verði snyrtileg og aðlaðandi. Góð og snyrtileg aðkoma laðar að viðskiptavini og er því augljós hagur fyrirtækja. Gámar fyrir timbur og málma Í því skyni að auðvelda fyrir- tækjum að losa sig við úrgang verða gámar staðsettir á nokkr- um stöðum fyrir timbur og málma. Mun bærinn bera kostn- að af leigu gámana og förgunar- gjöld af úrganginum. Félög taki virkan þátt Starfsmenn bæjarins munu hreinsa til á opnum svæðum í bænum en jafnframt verður leit- að til félagasamtaka um að þau hreinsi til á opnum svæðum og útivistarsvæðum, taki svæði í fóstur. Höldum bænum snyrtilegum Það er von bæjaryfirvalda að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök bregðist vel við og taki duglega til hendinni þessa daga. Sam- einumst um að gera bæinn okkar aðlaðandi og fallegan ásýndar. „Fallegur og vel hirtur bær ber íbúunum fagurt vitni og gerir okkur enn stoltari af því að vera Hafnfirðingar“, segir í tilkynn- ingu frá Hafnarfjarðarbæ. Götuhátíð og grill? Fjarðarpósturinn birtir gjarnan myndir af dugmiklum hópum og skorar á íbúa við einstakar götur eða hverfi að taka sig saman og hreinsa umhverfi sitt og tilvalið er að íbúarnir safnist saman í lokin og grilli saman. Allar ábendingar um dugmikla hópa og götugrill má senda á ritstjorn@fjardarposturinn.is eða í síma 565 4513. Hreinsunardagar – Skorað á fólk og fyrirtæki að taka virkan þátt Góð stemmning í götugrilli í Traðarbergi Loftur hættir Loftur Magnússon, skólastjóri Setbergsskóla frá upphafi til- kynnti starfsfólki skólans á þriðjudag að hann hyggðist hætta sem skólastjóri í haust. Loftur hefur verið við skólastjórn í 34 ár, var yfirkennari í Víðistaða- skóla en áður kenndi hann í Öldutúnsskóla. Jafnframt hefur Sigríður Ólöf Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri óskað eftir að fara aftur í almenna kennslu. SUMARVINNA Í boði er sumarvinna fyrir hraust fólk, 18 ára og eldra hjá Gasfélaginu ehf. í Straumsvík. Séð er um ferðir til og frá vinnu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá framkvæmda- stjóra í síma 555 4290 á milli kl. 15 og 16.30. Góðir lesendur við sem erum komin á hinn virðulega aldur er telst vera eldri borgarar (heldri borgarar) 67 ára og eldri, skulum ávallt minna okkar stjórn- málaflokka á hversu stór hluti við erum af k o s n i n g a b æ r u m mönnum. Miðað við að Íslendingar verði um 300 þúsund árið 2005 þá eru um 46 þúsund 60 ára og eldri eða 15% af þjóðinni og 67 ára og eldri 31 þúsund atkvæði. Við skulum nýta okkur þetta afl sem í þessu atkvæðamagni er. Við skulum stefna að því að skila okkur sem best, já allrabest á kjörstað er kosið verður næst, í sveitarstjórnarkosningum 2006. Sumir hafa talað um að eldri borgarar ættu að bjóða fram sér- staka lista, ég er því algjörlega mótfallinn. Við eigum að láta þá er á miðjum aldri eru skilja það, að við erum lifandi fólk, með okkar sérþarfir á vissum sviðum, vissu- lega. En við eigum einnig að láta landsfeður skilja það að við erum afl sem verður að taka tillit til. Við eigum einnig rétt á því að stjórnmálamenn skilji að við erum með mikla reynslu í gegn- um það líf, er við höfum gengið í gegnum. Flest okkar eiga börn og barnabörn og skynja því hvar skórinn kreppir hjá öllum aldurs- flokkum, ekki einungis okkar ald- urshóp. Við eigum að vera ófeimin að halda kröfum okkar á lofti fyrir bættum hag okkur til handa, já um leið vissulega fyrir bættum hag þeirra er á eftir koma. Stjórnmálamenn verða að skynja að við teljum okkur eiga inni hjá þessari þjóð ýmislegt. Við erum ekki nein olnbogabörn á þessu þjóðfélagi, við erum sá aldurshópur er hefur skilað því nútíma þjóðfélagi er við sjáum hér í dag. Því ber sveitarstjórn- armönnum og ríkis- valdi að taka tillit til réttlátra krafna okkar og þarfa. Við viljum lægri fasteignagjöld á húsnæði er við búum í, við viljum lægri skatta á eftirlaun og ellilíf- eyri, við viljum getað haldið heimili sjálf, sem lengst með reisn. Sem er að mínu mati til hagsbóta fyrir okkar þjóðfélag. En það þýðir aftur á móti að því þyngri verður hjúkrunin er við þurfum að fara á hjúkrunarheim- ili. Þar skortir mikið á að þörfum samfélagsins sé fullnægt. Það þarf ávallt að vera fyrir hendi hentugt húsnæði, af stærð og verði fyrir okkur eldri borgara. Við skulum stefna að því að raddir eldri borgara heyrist, svo eftir verði tekið í næstu sveit- arstjórnarkosningum. Við eigum að hafa það markmið, að vera virkilegt afl á framboðslistum. Við skulum í næstu kosningum setja krossinn á þann flokk er við treystum best til að framfylgja okkar hugmyndum og óskum. Að sjálfsögðu er Samfylkingin á Íslandi, hinn eini sanni flokkur jafnaðarmanna á Íslandi, sem er treystandi fyrir atkvæði okkar. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði. Pólitísk hagsmunamál eldri borgara Jón Kr. Óskarsson varaþingmaður Hann Erling á Lækjargötu 9 hefur ásamt nágranna sínum marg oft veitt heilleg hjól upp úr læknum á móts við Dverg. Svo virðist sem óprúttnir náungar steli hjólum og hendi þeim svo í lækinn. Sagði Erling sum hjól- anna vera í fínu lagi og önnur ver farin. Geta þeir sem saknað hjól- anna sinna kíkt við hjá Erlingi. Hjól úr læknum Veiddu 4 hjól úr læknum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þrátt fyrir fjölmargar ábend- ingar hefur bæjarstjórn Hafnar- fjarðar aldrei sýnt áhuga á að setja bundið slitlag á útivistar- vegi Hafnfirðinga. Ekki fyrr en nú þegar þeir gera kröfur til Vegagerðarinnar í ályktun. Hins vegar eru fjölmargir aðrir vegir sem hlýtur að vera bæjarfélags- ins að setja bundið slitlag á til að losna við gríðarlegt ryk sem leggst yfir allt á þurrum góð- viðrisdögum og hamlar útivist. Er ekki verið að gera kröfur til breiðari eða beinni vega, aðeins ryklausra vega. Rykugir útivistarvegir Loksins vilji hjá bæjaryfirvöldum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Kaldárselsvegur sl. sunnudagsmorgunn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.