Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 22. febrúar 2007 Hvað heitir þú fullu nafni og hvað ertu gamall? Pétur Freyr Erlendsson og er 36 ára. Hvaðan ertu? Ég er úr Vestmannaeyjum. Hvernig tónlist spilar þú? Það kemur lítið annað til greina heldur en gospel tónlist eða bara kristin tónlist. Hver er uppáhalds gítarleik - arinn þinn? Jason Back. Hver er uppáhalds tónlist þín? Rock er alltaf rosalega skemmti legt og þessi ameríska country tónlist er alltaf i uppáhaldi. Hvenær byrjaðir þú fyrst að hafa áhuga á gítar? Ætli það hafi ekki verið 12-14 ára. Hver var fyrsti gítarinn þinn? Mig minnir að það hafi verið eldgamall Yamaha. Ég man ekki hvaða týpa það var en hann end - aði örugglega bara i einhverju rústi. He, he. Hvað hefur þú átt marga gítara í gegnum tíðina? Ég hef ekki hugmynd, ætli það hafi ekki verið svona 15-20 gítarar. Hvað ertu búinn að spila lengi á gítar? Bara 14 ára til 36. He! svarar það ekki spurningunni? Hvað æfir þú lengi á dag? Ég æfi mig ekkert núna en á þessum tíma þegar eg var á gítar þá æfði ég alltaf svona 4 til 5 tíma. Hvenær byrjaðir þú í hljóm - sveit? Ég byrjaði bara um leið og ég byrjaði á gítar. He! Spilar þú á einhver önnur hljóðfæri? Ég spila stundum á bassa og get reddað mér svona á tromm - um og svo syng ég líka. Hvað ráðleggur þú byrjendum til þess að verða góðir gítar - leikarar? Æfa sig og aftur æfa sig 100% mikið. Finnst þér það vera létt starf eða erfitt að vera gítarleikari? Það er erfitt fyrst en svo þegar maður er aðeins farinn að kunna á gítarinn þá er þetta farið að verða létt og skemmtilegt. Hefur þú einhvern tíma hugs - að um að hætta að spila á gítar? Nei, það er ekki hægt. Fórstu einhvern tíma í gítar - skóla? Ég fór, þegar ég bjó í Vestm - annaeyjum, þegar ég var 12-14 ára. Þá tók ég 2 vetur. Þar lærði maður svona grunninn svo tók ég á námskeið hjá Friðriki Karls - syni. Þakka þér fyrir. Jóhann Friðrik Karlsson, nem - andi í 10. bekk í Fjöl greina - deild tók viðtalið. Pétur gítarleikari tekinn tali Pétur Freyr Erlendsson og Jóhann Friðrk Karlsson. ATVINNA Matvælafyrirtækið Vogabær ehf. Eyrartröð 2a, Hafnarfirði óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi störf: 1. Starfskraft í framtíðarstarf í framleiðsludeild. 80% starf, mánudaga til fimmtudaga. 2. Starfskrafta í sumarafleysingastörf 2007. Viðtalstími í síma 840 8010 frá kl. 13-15 mánudaga til föstudaga. www.vogabaer.is Á mánudag voru unnin skemmdar verk á björgunarskip - inu Einari Sigur jónssyni. Allir belgir sem hafðir eru milli skips og bryggju voru eyðilagðir og skornir lausir. Þetta veldur því að skipið nuddast við bryggjuna sem getur skemmt bolinn. Einnig var klippt á rafmagns - land tenginguna og byrjað hafði verið að skera á landfestarnar þegar stuggur hefur komið að skemmdar vörgunum. Unnið hafði verið við bátinn um daginn og fóru menn frá skipinu um kl. 16. Þegar komið var að aftur um kl. 19 höfðu skemmd arvargarnir verið á ferðinni. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem skemmdarvargar hafa verið á ferð um borð í báta björg unarsveitarinnar en síðast - liðið haust var stungið gat á létta bát skipsins. Það þarf ekki að taka fram að svona óvita - skapur getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir fólk sem lendir í neyð, ef björg unartækin eru ekki tilbúin þegar á reynir. Björgunarsveit Hafnar fjarðar er ekki með launaða starfsmenn en félagar sveitar innar sinna við - haldi og öðru sem fylgir út gerð - inni í sjálf boða vinnu. Það geta því oft lið ið nokkrir dagar milli viðhalds ferða. Björgunar sveit - ar menn vonast til að bæjar búar aðstoði þá í að uppræta svona hegðun og láti lögreglu vita verði þeir vitni að svona skemmd ar verk um Skemmdar verk á björgunar skipi Grunnskólahátíð var haldin á fimmtudag og tókst vel eins og áður. Um daginn var sýnt örleik - rit og atriði úr söngleikjum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla en um kvöldið var dansleikur fyrir unglinga. Hljómsveitirnar Buff, Lesbiam Drums, Páll Óskar og Í svörtum fötum léku fyrir dansi auk þess sem sigurvegarar úr Hraunrokki og söngvakeppni Hafnarfjarðar komu fram. Að venju skörtuðu ungling - arnir sínu fínasta pússi og skemmtu sér, mörgum eldri til fyrir myndar. Fjör á grunnskólahátíð L j ó s m y n d i r : S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.