Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Í ljósi þess að það er talað mikið um Breiðavíkurmálið og fleiri staði, þá má líka koma fram að það voru staðir eins og Krýsuvíkurskólinn sem var farið vel með okkur og mig langar til að minnast hvað gerðist þar. Þetta er það sem ég man og kemur kannski ekki í röð hjá mér en það er allt í lagi. Þar var Haukur Helga son í broddi fylg - ingar ásamt Rúnari Brynj ólfssyni sem er ný látinn blessuð sé minning hans. Og þar var maður sem hét Þorvaldur en man ekki eftirnafn hans. En að vera þarna í Krýsuvík var virkilega uppbyggjandi. Þeir sáu til þess að efla í okkur eldmóðinn eða að efla í okkur keppnis and - ann, þannig að við vorum alltaf að keppa við hvorn annan hver væri bestur í hinu og þessu. Við keppt - um í maraþoni um hver væri best - ur í því. Þeir földu sem við köll - uðum fjársjóð og vorum látinn fá vísbendingamiða sem við rökt - um. Okkur var skipt í nokkra flokka. Og við fórum um stórt lands svæði í leit að fjársjóðnum. Það lið sem fann fjársjóðinn vann að sjálfsögðu. Á sunnudögum fengum við frí til að gera eitthvað sem við réðum og flestir fóru í sundlaugina í Krýsu vík (já það er heit hvera - sundlaug í Krýsuvík). Stundum var farið í fótbolta og reynt að vinna í því eins og annað. Nú þetta hét vinnuskóli og þar vorum við t.d að moka út úr fjósinu og tók marga daga því fjósið var svo stórt og tveir og tveir með börur á milli sín að hlaupa upp fyrir ofan Gesta - staðavatn og sturta því á jörðina og þeir sem voru fljótastir fengu heið urinn og fleiri krónur borg - aðar eftir dvölina þar. Svo var bíókvöld einu sinni í viku, mig minnir á sunnudögum og það voru sérstök kvöld. Nú á morgn ana þá komu við út úr her - bergjunum og stilltum okkur í röð og sungum eitthver lög, en á kvöld in þá fór hver í sitt rúm og þegar var búið að loka dyrunum þá mátti ekki heyrast nokkuð hljóð eða tíst þá fékk það herbergi mínus og það herbergi (þau voru 5) sem fékk fæsta mínusa eða eng - an, fengu rjómatertu en hin her bergin fengu súkku laðitertu og þeg - ar var komið aftur í dvöl í Krýsu vík þá sögðu allir núna vinn - um við og svo framvegis. Og vitið það, ég man ekki eftir því að það væru krakkar lagðir í einelti eða að það væru slagsmál svo nokkuð nemi, ef það kom upp þá var það leyst með hjálp Hauks og Rúnars og það tekið í hönd hvors annars og allt var gott aftur. Svo fórum við oft í gönguferðir með nesti, svo var keppt í því hver yrði fyrstur upp fjallið. Svo var farið að synda í köldu vatni sem heitir Augu og kepptum við um hver þyrði fyrstur útí kallt vatnið. En ég get sagt ykkur það að Haukur og Rúnar voru ekki alltaf með okkur þegar við vorum í þessum keppnisleik eins og að synda í köldu vatninu, en þeir voru búnir að virkja þennan eldmóð eða keppnisanda í okkur og við notuðum hann þó svo að þeir væru ekki viðstaddir. Ég man líka eftir því að við komum með það sem var kallað ASIS djús og þegar dvölin var hálfnuð þá var litið mjög upp til þess sem átti mesta djúsinn. Svo fengu sumir að vinna í gróður - húsinu og þeir montuðu sig af því hvað væri gott að vera þarna og hinir öfunduðu þá en allt í góðu. Rafmagnið í Krýsuvík var fram - leitt með ljósavél og heyrðist hátt í henni á nóttinni en maður vand - ist þessu. Stundum fórum við strák arnir undir grindurnar í fjósinu og einn strákur sem mig minnir að heiti Þröstur sagði draugasögur. Ég bý að þessari kennslu ennþá og reyni að miðla því til krakk - anna minna og barnabarna. Fleiri kynslóðir munu njóta þess sem ég lærði hjá þessum mönnum í Krýsuvík og ég ber mikla virðingu fyrir þeim og hafi þeir heiður skilið fyrir þetta. En ég spyr: Af hverju er ekki svona skóli til með svona mönn - um. Það er eflaust hægt að finna svona uppbyggilega menn í þjóð - félaginu. Ég veit að þeir sem voru þarna er u mér örugglega sammála, það er ég viss um. Höfundur var áður til heimilis á Garðavegi í Hafnarfirði en býr nú í Grindavík. Krýsuvíkurstrákarnir Ragnar Rúnar Þorgeirsson Umræðan um stækkun ál vers - ins hefur tekið svo mikið pláss í blöðunum að undanförnu að vart er á það bætandi og Guðni er spar á plássið, svo það var með hálfum huga að ég ákvað að láta í mér heyra. Ég hef búið hér í bæn um í rúm 45 ár og í 38 ár starfaði ég á Kefla víkurflugvelli og ók tíðum framhjá ál - verinu á leið til eða úr vinnu. Aldrei heyrði ég þessu fyrirtæki hall - mælt í öll þessi ár og enginn am aðist við því. Það er ekki fyrr en nú í aðdraganda kosninga um stækk un þess að deilur um það komast á kreik. Það er með ólík indum hvað menn geta gert mikið úr mengun sem á að koma frá álverinu og er lítil sem engin og langt undir hættumörkum á með an hinum megin við Reykjanes brautina eru fyrirtæki starfandi sem valda margfalt meiri mengun og meira að segja sjáandi, a.m.k. fyrir íbúa á Völlum. Nýyrðið sjón mengun er tíðum notað, en þeir sem bregða því fyrir sig ættu bara að fara vestur fyrir Reykja nes - brautina og athuga hvað þaðan er að sjá. Er það eitthvað augna - yndi? Sputnikflokkurinn VG sem nýtur góðs af ætluðum stuðningi sýnum við náttúru- og um - hverfis vernd og gegn óheftri stóriðju (ekkert nema gott um það að segja) er í mínum huga ekki mark tækur í sínum áróðri þar sem hann er á móti stóriðju í Hafnar firði og í Keflavík, en styður hana heilshugar á Húsavík og á Reyð arfirði. Hins vegar efast ég ekki um heillyndi fólks sem stendur að Sól í Straumi og get verið þeim sammála um margt. En þetta ágæta fólk ætti ekki að vera að eyða púðri sínu á álverið okkar því vanda mál sem steðja að umhverfisvernd eru ekki tengd því hér á okkar landssvæði. Þeir hinir ágætu Sól streym ingar ættu frekar að beina spjót - um sínum að þeim aðilum sem þegar eru farnir að að leggja drög að sínum áform - um um að leggja stór - kostleg náttúru verð - mæti á Reykja nes - skaganum allt frá Blá - fjöllum suður á Reykjanestá, undir áform sín um raforku - framleiðslu fyr ir stór - yðju. Þau áform eru nú og hafa þegar verið til umræðu í „reyk - mett uðum bak herbergjum stjórn málanna“ svo notuð séu orð eins þeirra sem þar eiga oft erindi. Næg ir að nefna Brenni - steinsfjöll og Kleifarvatn og hið undur samlega umhvefi þess í þessu sambandi sem ekki er aðeins hags munamál okkar Hafn firð inga, heldur allra Reyknesinga. Að þessum orðum loknum legg ég til að við hættum að eyða orðum í stækkun ál - versins okkar og snúum okkur að því að vernda hina stórkostlegu náttúru sem blas ir við í næsta nágrenni við okkur. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Ál í Straumi Hermann Þórðarson Ég er 12 ára strákur sem býr í Hafnarfirði og finnst það besti staður sem ég get ímyndað mér að eiga heima á og mér finnst að þetta sé al gjört rugl að stækka ál verið. Að stækka svona stóra bygg ingu þeg ar hún er nú þegar mjög stór verður bæði ljótt og mengandi. Mér líð ur vel hér í Hafn ar firði en ef það á að fara að gera svona rugl og eyði leggja andrúms loft ið og um hverfið okkar þá mun ég neyðast til að flytja. Það er það seinasta sem mér myndi detta í hug að gera en það er nauð synlegt ef það á að fara að stækka eitthvað sem er bara al gjör lega ónauð synlegt að stækka. Við verðum að muna hvað við erum stolt af landinu okkar fyrir að hafa svona ómengað and rúms loft og að fá svona mikið af ferða mönnum til að sjá þessa fallegu náttúru hjá okkur og svo allt í einu kemur einhver risa vaxin og meng andi bygg ing í miðj una í nátt úru okkar. Ég er viss um að við vilj um frek ar hafa hreint og ómengað andrúms loft í staðinn fyrir að græða aðeins meiri pen inga. En við verð um að muna að nátt úran er í okkar hönd um, við getum farið vel með hana og passað upp á hana eða við getum eyðilagt hana í staðinn fyrir pening. Höfundur er 12 ára Hafnfirðingur. Hvernig hjálpar mengun okkur? Alexander Parsi Á meðan fyrirtæki mega styrkja stjórnmálaflokka um 300.000 kr. notar Alcan hundruðfalda þá upphæð í kosningabaráttu vegna stækkunar. Við þetta berst hópur Hafnfirðinga í sjálf - boða vinnu og með lítil fjárráð. Ég skora á Hafn firðinga að láta ekki kaupa atkvæði sín og taka afstöðu til framtíðar. Ég segi sjálf - ur nei við stækkun af eftir farandi ástæðum: Umhverfismál Loft mengun eykst um talsvert við stækkun mv. mengun 2005. Mikil sjón - mengun verður af stækkuðu ál veri með 67 metra y.s. háum stromp - um. Allt að 40 metra há spennu - línur skerða útivistarsvæði kring - um Helgafell og af þeim er mik il sjónmengun. Alcan beitir ekki vot - hreinsun, sem myndi draga marg - falt úr losun brenni steins tvíoxíðs, heldur velur ódýrari kost þ.e. þurr - hreinsun og háa strompa. Alcan sýnir ekki ábyrgð í um hverfis - málum, sbr. kæru fé - lags ins frá 2005 um að fá að hafa þynn ing ar - svæði yfir leik skóla og grunn skóla á Völl un - um, þar sem of dýrt væri að minnka það. Efnhagsmál Áframhaldandi stór - iðju stefna er ávísun á verð bólgu og háa vexti. Útflutnings grein ar og sprotafyrirtæki líða fyr ir hátt gengi krón unnar og ójafn vægi. Íbúðar lán og aðr ar skuldir heimi l anna hækka. Ástæðulaust er að selja síðustu raforkuna úr Þjórsá á gjafverði, það er nóg komið af virkjunum í bili. Gleymum því ekki að Landsvirkjun fær virkjana - réttindin gefins. Hver Íslendingur, ungur sem gamall, skrifar uppá yfir 100.000 króna ábyrgð handa Landsvirkjun vegna fram kvæmd - anna í tengslum við stækkun Alcan. Tekju auki bæjarins vegna stækkunar er lítill, 4-8 þúsund á ári á hvern Hafnfirðing. Þróun Hafnarfjarðar Stærsta álver Evrópu á ekki í heima í Hafnarfirði. Hafnarfjörður þarf ekki misskilda byggðastefnu. Við erum hluti af stóru atvinnu - svæði, þar sem er ekkert atvinnu - leysi. Álverið er nýuppgert (1997) og á að fá að starfa áfram í óbreyttri stærð. En álver eru ekki lausn 21. aldarinnar, heldur það að skapa rými fyrir fjölbreytta atvinnu starfsemi, byggða á kraftinum í okkur öllum. Höfundur er verkfræðingur og stuðningsmaður Sólar í Straumi. Betri bær án stækkað álvers Stefán Georgsson L j ó s m . : H a u k u r H e l g a s o n - w w w . m y n d v e r k . i s www.hagurhafnarfjardar.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.