Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 19
Ágætu Hafnfirðingar. Ábyrgð okkar er mikil nú þegar við eigum að kjósa um nýtt deiliskipulag og þar með hvort við séum fylgjandi eða andvíg stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirliggjandi val - kost ir eru aðeins tveir, stækk un eða ekki stækk un. Stækkað álver þýðir áfram haldandi stóriðju - uppbyggingu með þenslu á vinnumarkaði, háu vaxtastigi, háu gengi, frekari skulda - söfn un og miklum við skiptahalla. Stækkað álver þýðir frekari virkjanaframkvæmdir og ráð - stöfun á dýrmætri auðlind þjóð - arinnar, raforkunni, gegn allt of lágu gjaldi til handa alþjóðlegu stórfyrirtæki. Stækkað álver þýðir að vinnumarkaðurinn verður áfram þaninn til hins ýtrasta, með löng um vinnudögum og miklu álagi á fjölskyldur þessa lands.Veraldlegur auður verður áfram drifkrafturinn, peningarnir munu ráða. Ekki stækkun þýðir óbreytt staða um stund, sem gefur okkur tækifæri til að hugsa málin í stærra samhengi og skoða hvaða mögu - leikar eru í spilunum til framtíðar. Raun veru - legt tækifæri til þess að sætta Hafn firðinga á ný, sem nú skiptast nánast í tvær fylkingar, með og á móti, og vinna sam eiginlega að framtíð kom andi kyn - slóða. Ekki stækkun gefur okk ur tækifæri sem þjóð að marka stefnu um frekari virkjanir, ráð stöfun raforkunnar, þessarar dýr mætu auðlindar, sem okkur ber að nýta rétt. Ekki stækkun gefur okk ur tækifæri til að byggja upp fjöl - breyttari vinnumarkað þar sem hug vit og frekari þróunarvinna er grunn urinn. Ekki stækkun gefur einnig tækifæri til að endurskoða skipulagsmál og sjá nýja fram - tíðarmöguleika opnast með meiri og betri nýtni en áður á landsvæði okkar Hafnfirðinga. Hverra er framtíðin? Við get - um öll verið sammála um að verði af stækkun álversins í Straumsvík, þá er búið að leggja línurnar til næstu 60 ára og jafnvel miklu lengur. Hverjir eiga því að kjósa? Er það rétt að þeir sem komnir eru af létt asta skeiði eigi að ákvarða hvað býð ur ungra eða ófæddra Hafn firðinga? Getur það verið rétt að aðeins Hafnfirðingar, eigi að ákvarða um hvort virkjað verði í neðri hluta Þjórsár og að gríðarleg línumannvirki, 36 metra há, verði lögð gegnum átta sveitarfélög frá Suðurlandi að Straumsvík. Getur það verið rétt að aðeins Hafn firð - ingar hafi með það að gera hvort hér verði orka á lausu fyrir aðra at - vinnustarfsemi á landinu í nánustu framtíð? Undirritaður hefur kynnt sér málavöxtu vel, rök með og á móti stækkuðu álveri, en telur í ljósi stöðunnar að best væri að fresta kosningum svo hægt væri að fara yfir málin af meiri skynsemi og framsýni en hingað til. Næst besti kost urinn er að stækkun verði hafnað og versti kosturinn er að samþykkja nýtt deiliskipulag og þannig stækkun álversins í Straums vík. Undirritaður hefur skiln ing á sjónarmiðum Alcan um hagkvæmni stækkunar, en metur hag Hafnfirðinga af stækkuninni of lítinn samanborið við aðra valkosti sem standa okkur opnir. Jafnframt að ábyrgð okkar gagn - vart komandi kynslóðum og nátt - úrunni vegur þyngra en ábyrgð okk ar gagnvart alþjóðlegu stór - fyrirtæki sem á marga valkosti um allan heim og er ekkert á förum. Því skora ég á Hafnfirðinga að segja nei við nýju deiliskipulagi þann 31. mars nk. Höfundur er framleiðslu tækni - fræðingur B.Sc, og rekstar verk - fræðingur M.Sc., fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. www.fjardarposturinn.is 19Fimmtudagur 29. mars 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - ÍS: 78-61 ÍS - Haukar: 84-74 Haukar -ÍS: 76-61 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH - Fram: 23-31 Haukar - Stjarnan: 26-32 Úrvalsdeild karla: Haukar - Akureyri: 27-28 1. deild karla: FH - ÍBV: 24-29 Haukar 2 - Höttur: 26-18 Næstu leikir: Körfubolti 29. mars kl. 19.15, Kenn.hásk. ÍS - Haukar (úrslitakeppni kvenna) 31. mars kl. 16, Ásvellir Haukar - ÍS (úrslitakeppni kvenna) Handbolti 31. mars kl. 14.15, Digranes HK - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 31. mars kl. 16, Vestm.eyjar ÍBV - FH (úrvalsdeild kvenna) 1. apríl kl. 18, Fylkishöll Fylkir - Haukar (úrvalsdeild karla) Íþróttir Fullt hús af verslunum Þú færð fermingargjafirnar í Firði leikverk byggt á metssölubók Andra Snæs Magnasonar Miðasala í síma 555 2222 Kæru Hafnfi rðingar, munið 2 fyrir 1 á Draumalandið um helgina Fimmtudag kl. 20, föstudag kl. 20. og laugardag kl. 16. Athugið breyttan sýningartíma. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Þorsteinn Gunnlaugsson www.hagurhafnarfjardar.is Stækkun eða ekki stækkun í Straumsvík? Viktor úr Hraun - valla skóla Viktor Ingi Guðmundsson sem náði 2. sæti í Stóru upp lestrar - keppninni er úr Hrauvallaskóla en ekki úr Hvaleyrarskóla eins og misritaðist í síðasta blaði. Línumannvirki við Vallar - hverf ið í Hafnarfirði verða fjar - lægð ásamt stórum hluta spennu - stöðvarinnar við Hamranes sam - kvæmt nýju samkomulagi milli Lands nets og Alcan. Aðrar loft línur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörð við Kaldárselsveg að spennu stöðinni en stöðin mun að lokn um breytingum eingöngu þjón usta íbúabyggð á svæðinu. Hafnarfjarðarbær mun ekki bera kostnaðinn af breytingunum en þær eru háðar því að stækkun álvers ins verði að veruleika, enda eru aukin raforkukaup ál - vers ins forsenda þess að breyt - ingin verði. Þær raflínur sem liggja munu að álverinu eftir breytingu verða mun fjær byggðinni en nú er. Byggð verður ný spennistöð við Hrauntungur, á landsvæði sem ráð gert er að verði framtíðar - iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar, en að hinni nýju spennustöð verður ein loftlína frá Hamranesi. Vegna aukinna raforkuflutninga til álversins þarf að bæta við einni raflínu í flutningskerfi Landsnets (Kolviðarhólslínu 2) sem liggja mun ofan af Hellisheiði samhliða Búrfellslínu 3 að nýrri spenni - stöð við Hrauntungur. Flutnings - geta Búrfellslínu 3 verður einnig aukin og umhverfisrask þannig lág markað. Háspennulínur fara í jörð Án kostnaðar fyrir Hafnarfjarðarbæ stækki álverið Bæjarstjóri með sendinefnd frá Baoding, vinabæ Hafnarfjarðar í Kína sem hér er til að kynna sér nýtingu háhitasvæða. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.