Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Árið 2002 braut Samfylkingin blað í sögu sveitarstjórnarmála á Íslandi, þegar samþykkt var að stór og þýðingarmikil mál skyldu borin undir bæjarbúa í atkvæða greiðslu eða skoð ana könnun. Jafn - framt var bæjarbúum fært það vald, að 25% atkvæðis bærra íbúa gætu krafist slíkrar atkvæða greiðslu. Þetta var ekki út í blá - inn gert. Kjörtíma bilið 1998-2002 hafði meiri - hluti Sjálfstæðis flokks og Fram - sóknar flokks geng ið fram af bæjarbúum með margvíslegum hætti, þrátt fyrir mikla andstöðu og almenn mót mæli bæjarbúa. Nægir þar að nefna mál eins og þær fram - kvæmd ir sem fyrirhu gaðar voru á Norðurbakkanum og Hörðu valla - svæð inu. Í þessum mál um var ekki hlustað á vilja íbúanna. Sambærileg mál hafa ekki komið upp frá því Samfylkingin vann meirihluta í kosningunum 2002, enda hafa bæjarfulltrúar flokks ins kappkostað að hlusta á raddir íbúanna og ganga fram með skipulag og framkvæmdir í sátt og samráði. Þegar aftur á móti hið stóra mál sem varðar stækkun álversins í Straumsvík komst á dagskrá, þá kom aldrei neitt ann - að til greina af hálfu bæjar fulltrúa Samfylkingarinnar en að láta íbú - ana kveða upp úr. Ef þetta er ekki stórt mál – hvað þá? Mikill áhugi og almenn ánægja Það liggur fyrir að 90% bæj ar - búa eru ánægðir með að fá að kjósa um málið og taka þannig þátt í að móta fram - tíðina. Það er líka ljóst að sú ákvörð un Sam - fylk ing arinnar að taka ekki „flokks lega“ af - stöðu til málsins og bæja rfull trúanna að tjá sig ekki opin berlega um af stöðu sína mælist mjög vel fyrir meðal bæjar búa. Það væri í meira lagi undar leg ráðstöfun að leggja málið í dóm kjósenda, lýsa því yfir að bæjar búar eigi að ráða í öðru orð inu, en gefa þeim síðan leið beiningar í hinu orðinu um hvern ig þeir eiga að greiða atkvæði. Það væri varla mjög trúverðugt. Með kosningunni á laugar - daginn erum við að stíga ný skref í lýðræðismálum. Næsti laugar - dagur mun marka mikilvæg skref í átt til framtíðar á Íslandi. Þá er ég ekki að vísa til þess hver efnisleg niðurstaða kosninganna verður, heldur þess að íbúarnir fái að kveða upp úr um það. Kosn ing - arn ar sjálfar munu hafa miklu meiri áhrif til framtíðar en það hvort álverið í Straumsvík verður stækk að eða ekki. Þess vegna skulum við sameinast um að gera kosninguna sem glæsilegasta. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hafnfirðingar sigra – hvernig sem fer Guðmundur Rúnar Árnason Er það raunhæf hugmynd að gera Reykjanesskagann að eld - fjalla- og auðlindagarði frá Reykja nestá að Þingvallavatni? Hvern ig getur slíkur garður og starf semi tengd honum skap að mörg hundruð, jafn vel þúsundir fjöl - breyttra starfa? Reykjanesskaginn býr yfir einstökum mögu - leikum. Jarð fræði leg sérstaða á heims vísu, frábær tæki færi til útivistar, fræðslu og heilsu eflingar, að ógleymd um fjórum jarðvarma - virkj unum og þekkingu sem af þeim hefur hlotist. Að læra, nýta og njóta væru réttmæt eink unnar - orð Eldfjalla- og auðlindagarðs á Reykja nesskaga. Bestu aðstæður Ísland liggur í alfaraleið, miðja vegu milli Norður Ameríku og Evrópu og stutt að skreppa hingað með hópa námsmanna á öllum skólastigum í flugi. Í aðeins fárra mínútna fjarlægð frá alþjóða - flugvelli er margt sem náttúru unn - endur dreymir að sjá. Hér er gott að gengi og hægt að upplifa undramargt með því einu að stíga út úr bílnum. Umhverfis Eld fjalla - garðinn eru bæir sem bjóða upp á gistingu, afþreyingu og þjónustu fyrir ferðamenn en einnig háþró - aða þekkingarþjónustu. Ein fald - lega allt til alls. Lifandi jörð Jarðsagan er heillandi og á fáum stöðum opnast jarðsögubókin betur en hér á Reykja nes - skaganum í fjölbreyttum jarð - mynd unum. Hér má sjá úthafshrygg koma á land og á „Brúnni milli heimsálfa“ er hægt að ganga milli Ameríku og Evrópu. Sjá hvernig landið hefur gliðnað, sprungur opnast, gígar myndast og hraun runn ið. Landið stækkar sígandi, lúshægt mælt í mannsævinni en á ægihraða í saman burði við ævi Jarðar, að meðal tali 2 sentimetra á ári. Hér eru eldgígar af öllum gerð - um og merkileg fjöll mynduð við eldgos undir jökli, bólstraberg og móberg, t.d. við Kleifarvatn þar sem í kaupbæti býr skrímsli. Lit - skrúðugt berg í Trölladyngju gefur Landmannalaugum lítið eftir og út sýnið af Keili er stórbrotið. Dyngjur nefnast flatir hraunskildir og móðir þeirra, Skjaldbreiður, rís við endimörk garðsins í norðri en litlar systur skreyta skagann, sumar úr bergi svo djúpt úr iðrum jarðar að það geymir jafnvel lykilinn að uppruna vatnsins á Jörðinni. Á Reykjanesi brýtur úthafs - aldan bergið af ógnarkröftum, molar í spað og skolar upp í Sand - víkina. Næsta land beint í suður er Suðurskautslandið. Krýsu víkur - berg og Festarfjall full af fugli, súlur og lundar sveima um. Að leggj ast í mjúkan mosa er vand - fundin lífsreynsla í öðrum löndum. Reykjanesskaginn er un - aðs reitur náttúruskoðara og ljós - myndara, hrein upplifun. Hér eru háhitasvæði með litríkum ólgandi leirhverum, öskrandi gufuaugum og hæglátum vatnshverum. Hér gengur sjórinn inn í bergið, mætir orku úr iðrum jarðar, hitnar og breytist í sjóðheitan jarðsjó sem nýttur er í Bláa lóninu og geymir lækningamátt. Jafnvel í fúlasta sjóðandi leirpytti er líf, frum - stæðar lífverur sem una sér við öfga. Geymir Reykjanes lykil að uppruna lífsins eða vísbend ingar um mögulegt líf á öðrum hnött - um? Áhugaverð atvinnutækifæri Tækifæri til nýtingar náttúr - unnar til heilsubótar eru gríðarleg. Ekki síðri möguleikar eru í sérhæfðum þekkingarsetrum sem selja vísindamönnum um víða veröld aðgengi að einstakri náttúru og þekkingu með aðstöðu fyrir líf-, tækni- og jarð varma - rannsóknir. Orkuverið jörð leikur lykil hlutverk í fræðslu. Þá eru ótal in ferðaþjónustan og ýmis störf innan garðsins. Eldfjalla- og auðlindagarður getur skapað fjölmörg störf og milljarðatekjur, ef við virðum náttúruna og sýnum varfærni í nýtingu hennar. Höfundur er jarðfræðingur. Eldfjalla- og auðlindagarður á Reykjanesskaga Einstakt tækifæri fyrir útivist, fræðslu og atvinnusköpun Ásta Þorleifsdóttir Fái Alcan leyfi til að stækka álbræðsluna í Straumsvík verður það ein stærsta álbræðsla í Evr - ópu. Samkvæmt tölum byggð um á mats - skýrslu Al cans kemur í ljós að heim ilt verður að auka los un á brenni - steins díoxíði um rúm 280%. Heimildin í dag er 6,57 tonn á dag en verð ur 18,9 tonn á dag eft ir stækk un. Heim iluð losun á flú - or eykst um 244% og aukin losun á gróð ur húsa loft - tegundum nem ur 240%. Ef við sam þykkjum stækkunina verður los un kol tví oxíðs (CO2) frá fyrir - tækinu meiri en af allri umferð á Íslandi á ári. Ég er því hjartanlega sammála orð um Vilhjálms Egilssonar, fram kvæmdastjóra Samtaka iðn - að arins, sem hann lét falla um Al - can á kynningarfundi Hafnar - fjarð arbæjar: „Þetta er engin smá græja þessi verksmiðja sem við erum að tala um“. Alcan græðir mikið, Hafn firð - ingar minna og Íslendingar tapa Helstu rök þeirra sem ráða í Hafn arfirði fyrir stækk un ál - bræðsl unnar í Straumsvík er allt það fjármagn sem bærinn fær fyr - ir stækkun. Hver er þá þessi rosa - legi gróði af stækkaðri ál bræðslu? Í skýrslu Hagfræði stofn unar Háskóla Ís lands segir að tekju - auki Hafnfirðinga af stækk un Alcan gæti orðið 6-8 þúsund krón ur á hvern Hafnfirðing á ári. Sam kvæmt hafnarlögum má að - eins nota tekjur hafna til eigin rekst urs og endurbóta á þeim. Þá eru aðeins eftir 4 þús und krónur af tekju auka á hvern Hafn firð ing á ári. Í skýrslu Hagfræði - stofnunar er ekk ert tillit tekið til fórn ar kostn - aðar vegna virkj ana, há spennu lína, há - spennu virkja, þrengsla í mögu legri þróun byggð ar, at vinnu uppbyggingar og meng unar. Samkvæmt greiningardeild Kaup þings 26. mars, segir að „Ef stækk unin verður samþykkt má búast við áframhaldandi verð - bólgu, háum stýrivöxtum og við - varandi viðskiptahalla meðan á framdæmdum stendur.“ Hver er það þá sem er að græða? Ekki eru það Íslendingar eða náttúran heldur Alcan því að það verða engir smáaurar sem fyritækið græðir á því að færast yfir í íslenskt skattaumhverfi og lækka skattgreiðslur sínar úr 33% niður í 18%. Hafnfirðingar, það getur ekki verið umhverfisvænt að menga meira. Komum í veg fyrir há - spennuskóga, virkjanakraðak og aukna mengun. Verum andvíg stækk un Alcan í Straumsvík. Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði. „Þetta er engin smá græja þessi verksmiðja“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Landeigendur Óttarsstaða hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarbæ. Farið er fram á að dómurinn viðurkenni að landeigendum beri bætur eða að kaupa skuli af þeim það land sem nemur um 400 til 500 hekturum sem liggur að landi ál vers ins og nýtist ekki sem skyldi þar sem þynningarsvæði álversins nær inn á landið. Landeigendur hafa haft hugmyndir um allt að 16.000 manna byggð á svæðinu. Landeigendur Óttarstaða vilja bætur Hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ Það er gott að vinna í Straums - vík. Launin eru góð og algert jafn - ræði milli kynja. Boðið er upp á ferðir til og frá vinnu og þar er fyrsta flokks mötuneyti. Öll vinnu - föt eru kostuð af fyrir - tækinu og þvegin á staðn um. Allir starfs - menn hafa sér fataskáp til fataskipta og bað að - staða er fín. Ófaglærðum starfs - mönnum gefst kostur á að sækja nám í Stór - iðju skóla fyrirtækisins, sem er þrjár annir og er nám ið algerlega á kostn að Alcan. Ég er með 10 ára starfs aldur hjá Alcan, sem þykir nokkuð langur starfs aldur á sama stað í dag. Það þykir ekki langur starfs aldur í Straums vík. Reglu lega kveðjum við starfs menn sem eru að ljúka þátttöku á vinnu markaði eftir áratuga farsælt starf. Sem segir meira um staðinn en mörg orð. Lög um fæðingarorlof sem eru í gildi og gefa feðrum kost á að taka allt að þriggja mánaða fæðingar - orlof eru mis vel séð hjá atvinnu - rekendum. Ég hef tvisvar á síðustu þremur árum nýtt mér þennan rétt. Ég hef ekki fundið neitt nema vel - vilja og skilning á því í minn garð. Öryggismál eru í for - gangi og slysum hefur stórfækkað á síðustu ár - um. Forvarnastarf er mjög gott og þarf hver nýr starfsmaður að ganga í gegnum nýliða nám - skeið og fær fóstra til að hjálpa sér að fóta sig í um hverfi stóriðjunnar. Haldnir eru öryggisfundir í öll um deildum a.m.k. einu sinni í mánuði. Ágæti Hafnfirðingur 31. mars gefst þér kostur á að kjósa um fram tíð fyrirtækisins. Kynntu þér málið. Láttu ekki glepj ast af fagur - gala um að það sé allt í lagi þótt ekki verði af stækkun í Straums vík, því álverið verði bara áfram í þeirri mynd sem það nú er. Núverandi orku samn ing ur renn - ur út árið 2014, eftir aðeins 7 ár, og það er óljóst hversu lengi álverið starf ar eftir það. Það veit í raun eng inn. Ef ekki verður hægt að fylgja tækniþróun eftir sem hefur átt sér stað síðan álverið í Straumsvík tók til starfa fyrir nær fjörutíu árum liggur leið - in niður á við. Á því er enginn vafi. Nú stönd - um við á tímamótum. Hvort vilj um við horfa á álverið fjara út eins og við höfum séð gerast með mörg fyrirtæki í Hafnarfirði eða vilj um við sjá hátækni álver í fremstu röð á öllum sviðum, sem stenst allar ströngustu kröfur um starfs leyfi til stóriðju og skilar miklu til samfélagsins? Kæri Hafnfirðingur, ef af stækk - un verður munu tekjur bæj ar ins vegna álversins verða a.m.k. 250.000.- kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í bænum á hverju ein asta ári næstu 40-50 árin. Höfum við efni á að hafna því? Ef þú kynnir þér málið er ég sann - færður um að þú verðir „fylgjandi“ stækk un í Straumsvík þann 31. mars næstkomandi. Höfundur er starfsmaður í Straumsvík. Höfum við efni á að hafna stækkun? Þórður Örn Erlingsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.