Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. maí 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Bjartir dagar hefjast í dag. Þessi 10 daga hátíð býður upp á fjölbreytta listviðburði, málverka - sýningar, söng, leikhús, tónleika og margt fleira. Mér hefur oft fundist hátíðin hafa runnið framhjá mér án þess að ég hafi haft tækifæri til að njóta og jafnvel taka eftir. Kannski ætti hún að standa í lengri tíma svo fleiri næðu að njóta? Hafn firð - ingar halda nú í fyrsta sinn þjóðahátíð eins og algengt er víða úti á landi. Ég leit við á einni slíkri á Ólafsvík fyrir ekki löngu þar sem Hafn - firðingur réð ríkjum. Við þurfum hins vegar að sækja til Reykja vík - ur, til Alþjóðahúss af því að við erum óvanir að umgangast út lend - inga. Hér búa og hafa búið útlendingar frá fyrstu tíð. Hér voru út - lendir skútusjómenn og kaupmenn svo það er í rauninni undarlegt að fjöl menningin hafi ekki rist dýpra hér en raun ber vitni. Vonandi að þessi þjóðahátíð verði fyrsta skrefið af mörgum þó að vissu leyti séu útlendingar settir á bás með slíkri hátíð. Hefðu Akureyringar og Vestmannaeyingar í Hafnarfirði ekki átt að fá bás? Öll erum við mismunandi en öll jöfn. Það er til fleira jafnrétti en jafnrétti karla og kvenna! Sóðaskapur eykst í Hafnarfirði. Foreldrar eru slæmar fyrirmyndir barna sinna, svo einfalt er það að mínu mati. Af hverju þarf bíósalur að líta út eins og eftir loftárás að sýningu lokinni? Hvaða fordæmi gefur það? Sama gildir um íþróttahúsin, hvaða fordæmi er verið að sýna. Maður var um helgina dæmdur til að greiða 10 þús. kr. fyrir að kasta af sér vatni á lögreglubifreið. Þarf virkilega að henda ruslinu í lögreglubifreiðar svo lögreglumenn geri athugasemdir við sóðaskap? Vertu góð fyrirmynd, hentu ekki rusli á jörðina okkar! Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Sjómannadagurinn 3. júní 2007 Guðsþjónusta sjómanndags í Hafnarfirði kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðsson kantór. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Sjómenn lesa ritningarorð. Leikin verða sjómannlög fyrir messu. Æskulýðsstarf - Mánudaga kl. 20 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnamorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. 7. Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum. Lagt fram bréf, dags. 21. maí sl., frá Einari Ágústssyni f.h. BSH bifreiðastöðvar vegna aðgengis að leigubílastæðum í miðbæ Hafn arfjarðar. Guðmundur Bene - diktsson, bæjarlögmaður, mætti til fundarins. Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingaráði að skoða möguleika fyrir fleiri leigu - bílastæði á miðbæjarsvæðinu og bæjarlögmanni falið að svara erindinu. 10. Sundmiðstöð Ásvöllum. Erindi frá íþrótta- og tóm - stundanefnd lagt fram en nefndin lagði til við bæjaryfirvöld, á fundi sínum 15. maí sl., að efnt yrði til lokaðs samkeppnisútboðs um heilsuræktarhlutann í sund mið - stöðinni á Völlum. Bæjarráð tekur undir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar og felur framkvæmdaráði útfærslu samkeppnisútboðsins. 11. Arnarhraun 50, útboð. Bæjarráð samþykkir að lóðin verði boðin út og bæjarstjóra falið að auglýsa útboðið. 32. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, styrkbeiðni. Lögð fram styrkbeiðni, dags. 14. maí sl., frá Stefáni Ómari Ja kobs - syni og Jóni Björgvinssyni f.h. Lúðra sveitar Tónlistarskólans vegna tónleikaferðar til þriggja landa í Evrópu í byrjun júní nk. Bæjar ráð samþykkir 200.000 kr. styrk, takist af lið 21-815. 19. Strandgata 86, lóðarumsókn Lögð fram umsókn Siglinga - klúbbsins Þyts, dags. 5. maí sl., um lóðina að Strandgötu 86. Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar á skipulags- og bygg - ingarsviði. 33. Flensborgarskóli, styrk - beiðni vegna 125 ára af mæl is. Lagt fram bréf, dags. 7. febrúar sl., frá Flensborgarskólanum þar sem óskað er eftir stuðningi bæj - ar ins vegna 125 ára afmæli skól - ans. Bæjarráð samþykkir styrk - veitingu í söguritun og mun bæjar - stjóri gera grein fyrir því á 125 ára afmæli skólans. Víðistaðakirkja Sunnudagur 3. júní Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 3. júní, kl. 20:00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Bjartir dagar Fimmtudagur 31. maí: Kl. 10: Samsöngur 4. bekkinga á Thorsplani. Kl. 14: Brúðubíllinn við Bókasafn ið. Kl. 17: Setningarhátíð Bjartra daga í Hafnarborg. Kl. 17: Pétur Gautur, listmálari, opnar sýningu í Gallerí Thors. Kl. 18: Opnun myndlistar sýn inga í Gúttó. Bryndís Svavarsdóttir og Edda Svavarsdóttir sýna olíumálverk. Svanur Már Snorrason sýnir ljós myndir. Kl.18: Opnun ljósmynda sýningar Steingerðar Jóhannsdóttur í anddyri Hafnarfjarðarleikhússins. Kl. 18-22: Útitónleikar á Thors plani. Æsir, Magni, Þrumukettir, Sign og Mínus. Kl. 20: Tónleikar: Amherst College Choir í Hásölum. Föstudagur 1. júní: Kl. 17: Opnun sumarsýningar Byggða - safnsins. Saga Egypta lands í máli, myndum og fá gætum fornminjum. Kl. 18: Opnun sýningar Brynju Árnadóttur í Jaðarleikhúsinu. Kl. 20: Ofurhetjan í Jaðarleikhúsinu. Einleikur eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Kl. 20: Íslenski saxófónkvartettinn flytur franska saxófónkvartetta í Hafnarborg. Kl. 21: Tónleikar: Páll Óskar og Monika í Víðistaðakirkju. Laugardagur 2. júní: Kl. 12-18: Þjóðahátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Matur, músík og menning frá öllum heimshornum. Kl. 15: Ólöf Björg Björnsdóttir sýnir í Súfistanum verk með sérstakri angan. Kl. 16: Opnun sýningar Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur í Gallerí Múkka. Kl. 17: Syngjandi Öldutúnsskóli. Tónleikar kórs Öldutúnsskóla og Kvennakórs Öldutúns í Hafnarborg. Kl. 17: Listsýning ungs fólks, tónlist í Gamla bókasafninu, grill og fleira. Kl. 20: Ofurhetjan í Jaðarleikhúsinu. Kl. 20: Söngvakeppni hinna mörgu tungumála Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sjómannadagurinn, 3. júní: Kl. 10: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10.45: Blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaðakirkju. Kl. 11: Sjómannamessa í Hafnar - fjarðar kirkju. Kl. 13: Skemmtisigling fyrir börn, far - ið verður frá Suðurhöfninni. Kl. 14: Hátíðardagskrá á svæðinu fyrir framan Fiskmarkaðinn. Kl. 13: Opið hús hjá Siglinga klúbbn - um Þyti, Strandgötu 88. Kl. 16: Hátíðartónleikar Kórs Flens - borgar skólans í Hamarssal. Kl. 20: Sumaróperan kynnir efnilegustu ungsöngvara landsins í Hafnarborg. Kl. 21: Tónleikar: Bubbi í Bæjarbíó. Mánudagur 4. júní: Kl. 20: Tónleikar Gaflarakórsins í Víðistaðakirkju. Kl. 20: Hverfafundur með bæjarstjóra í Hvaleyrarskóla fyrir íbúa á Holtinu og í Suðurbæ. Kl. 19:30-23: Gamla bókasafnið: Geimverukvöld með Magnúsi Skarp - héðinssyni. Ilmandi kaffi og vöfflur. Þriðjudagur 5. júní: Kl. 20: Lögin hans Friðriks; Kór Öldutúnsskóla, Kvennakór Öldutúns, Karlakórinn Þrestir og Kammerkór Hafnarfjarðar í Hafnarborg. Kl. 20: Ofurhetjan í Jaðarleikhúsinu. Frá kl. 10.30: Gamla bókasafnið: Rokkkvöld. Norska hljómsveitin Quiritatio. Vicky Pollard og Foreign Monkey hita upp. Miðvikudagur 6. júní: Kl. 12: Hádegistónleikar í Hafnarborg. Sönghópurinn Sópranos ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. Kl. 20: Lögin hans Friðriks. Kl. 21: Tónleikar: Stebbi og Eyvi í Bæjarbíó. Kl. 22-23: Camerarctica leikur eitt stórbrotnasta kammerverk allra tíma eftir Oliver Messiaen. Skógræktarferð kvenna Hin árlega skógræktarferð Bandalags kvenna Hafnarfirði verður farin í land félagsins í Sléttuhlíðu fimmtudaginn 7. júní kl. 19. Hverfafundir með bæjarstjóra Á mánudaginn kl. 20: Hverfafundur með bæjarstjóra í Hvaleyrarskóla fyrir íbúa á Holtinu og í Suðurbæ. Á þriðjudaginn kl. 20: Hverfafundur með bæjarstjóra í Íþróttahúsinu Ásvöllum fyrir íbúa á Völlum og í Áslandi. Á miðvikudaginn kl. 20: Hverfafundur með bæjarstjóra í skátaheimilinu Hraunbyrgi við Víðistaðatún fyrir íbúa Norður- og Vesturbæjar. Sjómanna - veður Nýr vefur Veðurstofunnar Veðurstofa Íslands spáir 10 stiga hita á sjómannadaginn, suðaustan 7 m/s og lítils háttar rigningu. Fylgjast má með veðurspánni á nýjum vef Veð - urstofu Íslands, vedur.is. Nýi vefurinn er bylting frá gamla vefnum og allt viðmót aðgengi - legra. Ólíklegt er þó að betra veður fáist með þessum vef en kannski fólk geti verið betur undirbúið veðrinu þó reynslan sýni að hér á landi er best að vera viðbúinn hverju sem er.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.