Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 11
Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH-HK: 4-0 Fram - FH: 0-2 2. deild karla: Haukar - KS/Leiftur: 1-1 Sindri - ÍH: 1-0 1. deild kvenna: FH - Leiknir R.: 4-2 Afturelding - Haukar: 10-2 Næstu leikir: Knattspyrna 31. maí kl. 20, Kaplakriki ÍH - Ýmir (bikarkeppni karla) 31. maí kl. 20, Ásvellir Haukar - FH (br. tími) (bikarkeppni kvenna) 1. júní kl. 20, Skallagr.völlur Skallagrímur - Haukar (bikarkeppni karla) 4. júní kl. 20, Valbjarnarv. Þróttur Rvk. - FH (1. deild kvenna, a-riðill) Lið UMFÁ keppir í meist ara flokki Á síðasta ári var stofnaður meistaraflokkur í knattspyrnu hjá Ungmennafélagi Álftaness, UMFÁ og hefur öflugur hópur 30-40 stráka stundað æfingar undanfarið. Þann 20. maí urðu svo þau tímamót að spilaður var fyrsti meistaraflokksleikur UMFÁ á Bessastaðavelli en fyrir leikinn var undirritaður samningur við Nettó sem aðal styrktaraðila liðsins. Lið UMFÁ er í þriðju deild og þessi fyrsti leikur var við Tindastól frá Sauðárkróki sem hefur haft góðu liði á að skipa. Nokkur strekkingur var en hvorki knattspyrnumenn né áhorfendur létu það spilla góðum degi. Lið UMFÁ átti góðan leik jafnt í sókn sem vörn og fékk fleiri mark tæki - færi í leiknum en and stæð ing - arnir. Leiknum lauk með jafn - tefli 0-0 og voru áhorf endur ánægðir með árang ur sinna manna í þessum heimaleik. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 31. maí 2007 Íþróttir Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn: 565 3066 Þegar þú vilt ná til Hafnfirðinga... Hei þú…! Viltu verða • Flottur kroppur? • Líða betur? • Fá meira sjálfstraust? • Það er leikur að breytast með okkur 4 vikna frítt aðhaldsnámskeið Vigtun og mæling vikulega Skráning er hafin Vertu með ☺ Dagný og Kalli S: 897-7612 / 866-2220 Herbalife heilsuráðgjafar Heldur fannst mér lítið leggjast fyrir ágætan ritstjóra Fjarðar - póstsins í síðasta blaði. Amaðist í leiðara út í verðskuldaða upp - hefð Þórunnar Svein bjarnar dótt - ur í sæti umhverfis ráðherra og taldi smán arlega farið með Gunn ar Svavars - son. Undir þetta var for síðan einnig lögð. Á öllum Norður lönd un - um nema Íslandi er það orðin regla, að hafa jafnvægi milli karla og kvenna í ráð - herrastólum. Í nýrri ríkis stjórn Finnlands eru konurnar reyndar fleiri (12 og 8). Það var því mjög til sóma fyrir formann Sam - fylkingarinnar að taka jafnrétti milli kynja fram yfir gogg - unarröðina. Ef ég man rétt hefur Þórunn setið 8 ár á Alþingi. Sú reynsla og yfirburðaþekking á um - hverfis málum er nægt veganesti í ráð herrastól. Ekki fékk Guð - bjartur Hannesson ráðherrasæti, þó að hann væri efstur á lista á Norð vesturlandi, enda nýr á þingi eins og Gunnar Svavars - son. Ekki ætla ég að draga í efa hæfni og dug Gunnars til æðstu starfa í stjórn okkar lands. Sá myndi nú aldeilis taka til hend - inni. Það mun okkar ágæta Þór - unn líka gera. Er þetta nú ekki svolítill Hafn - ar fjarðarrembingur og tveir ráðherrar fyrir á stalli. Þegar ég var að alast upp vestur á Snæ - fells nesi, máttu Óls arar og Sandarar ekki hittast. Svo var lagður vegur undir Ennið og nú eru allir undir Jökli í sama sveitarfélaginu. Það eru a.m.k. nægir vegir milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og sumir vita varla í hvoru bæjarfélaginu þeir búa. Svo erum við í sama kjördæminu. Í kosningunum um álverið í vetur tók Þórunn afdráttarlausa afstöðu gegn stækkun. Fátt hefur líklega komið Samfylkingunni betur á lokaspretti kosninga baráttunnar, en úrslitin í Hafn ar firði. Og nú er sá flokkur komin í ríkisstjórn. Kannski réði þetta ein hverju um að Þórunn Svein bjarnardóttir er nú orðin um hverfisráðherra? Höfundur er Hafnfirðingur af Snæfellsnesi. Gunnar, Þórunn og leiðarinn Reynir Ingibjartsson Hátíðartónleikar Í tilefni af 125 ára afmæli Flensborgarskólans Frumfluttar verða þrjár nýjar tónsmíðar Einsöngvari: Eyjólfur Eyjólfsson Píanóleikari: Ástríður Alda Sigurðardóttir Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg Sunnudaginn 3. júní 2007 kl. 16 í Hamarssal Flensborgarskólans Forsala aðgöngumiða er í Flensborgarskólanum, Súfistanum Strandgötu 9 Hafnarfirði, Súfistanum Laugavegi 18 Reykjavík og hjá kórfélögum Frítt kaffi og meðlæti í hléi. Aðgangseyrir kr. 2000, kr. 500 fyrir börn 12 ára og yngri Frítt fyrir nemendur Flensborgarskólans Fatahreinsun JAKKAFÖT .................................... 1.630,- HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.980,- SKYRTUR ........................................ 400,- KÁPUR.......................................... 1.435,- GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 815,- ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 HRAUNBRÚN 40 SÍMI 555 1368 Er FH að stinga af? FH sigraði Fram á þriðju - daginn 2-0 og eru komnir með 4 stiga forystu eftir aðeins 4 umferðir. Liðið hefur unnið alla sína leiki en Valur, sem er í 2. sæti hefur aðeins unnið 2 af 4 leikjum sínum. Matthías Guðmundsson og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörk FH og eru þeir marka - hæstir FH-inga með 4 mörk hvor en Arnar Gunnlaugsson hefur skorað 3 mörk. Hvort FH sé að stinga af skal ósagt enda getur margt gerst enn því Íslandsmótið er rétt byrjað. L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.