Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. maí 2007 Ungt reglusamt reyklaust par óskar eftir lítilli íbúð á leigu. Uppl. í s. 662 1120. 26 ára viðskiptafræðingur, reyklaus og reglusamur, óskar eftir 1-2ja herbergja íbúð til leigu. Vinsamlegast sendið upplýsingar og fyrirspurnir á netfangið andrimar@andrimar.com eða hringið í farsíma 858 8009. Garðvinna- sumarvinna. Mig vantar einstakling sem getur unnið við að viðhalda hreinsun á beðum og aðra létta garðvinnu. Kannski nokkra tíma á viku. Verður að hafa komið nálægt garðvinnu. Uppl. í síma 899 4507. Til sölu á góðu verði! AEG frystikista 150 l, 80 x 65 x 87 cm. Fólksbílakerra með loki, lítil en rúmgóð. Uppl. í síma 897 2747. Til sölu vel með farið, vínrautt reiðhjól fyrir ca 6-9 ára. Upplýsingar í síma 565 4775 eftir kl. 17. Kisinn minn hann Lubbi er týndur. Lubbi er grár skógarköttur með hvítum blettum, loðinn að upplagi en er nýrakaður fyrir sumarið og virkar því frekar mjór. Lubbi á heima við Austurgötu. Abyssiniu köttur týndist á kosningadag í Fjóluhvammi, rauðbrúnn yrjóttur feldur með svartri rák eftir rófu. Hans er sárt saknað. Fundarlaun í boði. Sími 862 9555. Uppl. hjá Steina í síma 696 4418. Heimilisþrif óskast einu sinnu í viku. Uppl. í s. 696 8236. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Til sölu Þrif Tapað-fundið Húsnæði óskast Atvinna Eldsneytisverð 30. maí 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 121,1 120,8 Atlantsolía, Suðurhö. 121,1 120,8 Orkan, Óseyrarbraut 121,0 120,7 ÓB, Fjarðarkaup 119,1 118,8 ÓB, Melabraut 121,1 120,8 Skeljungur, Rvk.vegi 122,9 122,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Það skal vanda sem lengi skal standa Húsaviðgerðir, múrvið gerðir og málun Múrarameistari Málarameistari sími 896 4900 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson TIL LEIGU 3ja herbergja íbúð Glæsilega 3ja herbergja íbúð til leigu á besta stað í Hafnarfirði í nýlegu lyftuhúsi. Verð 126.000 á mánuði. Laus fljótlega. Upplýsingar á tölvupósti soffia@femin.is Vantar þjóna í sal og dyraverði á veitingahúsinu A.Hansen Upplýsingar gefur Unnur í síma 6911422. Fyrsti dagur skólagarðanna er á morgun föstudag. Opið verður milli kl. 13 og 18 og eru allir sem vilja vera með beðnir um að skrá sig þennan dag. Því fyrr sem grænmetið kemst niður í garðana þeim mun betri verður uppskeran segir starfsfólkið hjá skólagörðum Hafnarfjarða r - bæjar. Þátttökugjald kr. 3.000 greiðist við innritun. Garðarnir eru á Víði stöðum, efst á Öldu - götu, neð an við Lyngbarð og í Mosa hlíð. Í sumar eiga börn á aldrinum 8-12 ára, fædd 1995-1999, kost á að starfa í skólagörðunum. Hvert barn fær úthlutað tveimur reitum, einn fyrir grænmeti og einn fyrir kartöflur. Samhliða starfinu er stefnt að því að efla umhverfisvitund barnanna með fræðslu sem og skoðunarferðum. Þá verður staðið fyrir ýmsum uppákomum. Eldri borgarar geta líka fengið garða Vert er að benda eldri borg - urum bæjarins á að þeim stendur til boða afnot af ræktunarreitum í görðunum eftir því sem aðstæður leyfa. Skólagarðarnir opnaðir á morgun Í öllum hasarnum í kringum álkosninguna gat oft að líta orðið sjónmengun sem á að lýsa því sem hrellir mannsaugað. Arki - tektúr og skipulag bæja er eitt - hvað sem virðist ekki liggja vel við Íslend - ingum. Sárafáir landar hafa náð að hasla sér völl á því sviði sem einhverju nemur. Fæstir þeirra reyna að nýta okkar þjóðlegu einkenni, burstabæinn, í sinni hönnun, en nokkrir virðast hafa hrifist af hermanna - braggastílnum og má m.a. sjá honum bregða fyrir í ráðhúsi Reykja víkur. Mikið er um „blokkir“, stór sambýlishús, í Valla hverfinu og geta flest þeirra flokkast undir sjónmengun. Svo mikið er víst að ekki gleður útlit þeirra augað. Þau eru flest byggð í hinum sovéska skókassastíl, en það hentar víst best fyrir fjár - magnseigendur í þessum „bransa“ sem ekki eru mikið að hugsa um fagurfræðileg sjónar - mið en því meira um að hámarka ágóðann af sínum fjárfestingum á sem hagkvæmastan og ódýr - astan máta. Það sama gildir um hönnun gatna og vega á okkar heimasvæði. Við höfum fengið miklar háðsglósur fyrir hring - torgin enda auðvelt að gagnrýna þau. Í fyrsta lagi eru þau allt of mörg og flest svo þröng að stórir bílar eiga í erfiðleikum með að komast um þau. Það er því algeng sjón við þessi hringtorg, brotnir kantar og steinar og hellur út á akbrautum sem er auðvitað stór hættulegt og getur vald ið skemmdum á farar tækjum og slys um á fólki. Mér finnst einnig undarleg sú ráðstöfun að setja trjágróður í hring torg in. Trén byrgja útsýni, safna að sér rusli og ef hér kemur ein hvern - tíma alvöru vetur aftur þá safnast í þau snjór sem getur lokað ak - brautum. Gangstéttir eru sjald - séðar á Völlum því gang andi fólki er ætlað að fara um mal - bikaða gangstíga sem ekki eru alltaf í tengslum við ak brautirnar. Gott fyrir fölk sem er úti að ganga sér til heilsu - bótar, en vond sam - g ö n g u m a n n v i r k i . Þetta er einna verst á a ð a l s a m g ö n g u æ ð hverfissins Ás braut - inni, einkum á svæð - inu milli Kirkju torgs á móts við Bónus, að Fléttutorgi síðasta hring torgi fyrir Krýsu - vík, enn sem komið er. Eng in öryggissvæði eru við Ás brautina (slétt svæði utan við braut ina báðum megin þar sem hægt er að leggja bílum sem bila), aðeins grjóthrúgur sem venjulegir bílar komast ekki upp á og sumsstaðar eru gjótur utan brautarinnar allt að tveggja metra djúpar, sem eru auðvitað stór - hættulegar ef bílar aka út af. Auk þess eru akbrautirnar svo mjóar að ef stór bíll bilar á þessari braut, þá lokast brautin, því aðrir bílar komast ekki framhjá. Þessar grjóthrúgar beggja vegna brautarinnar eru forljótar auk þess sem þær munu safna í sig alls konar rusli og illgresi er fram líða stundir. Í þessu grjót - hrúgusafni er því enginn sparn - aður, ef það var ætlunin, því það mun kosta sitt að hreinsa þetta drasl upp í framtíðinni. Væri ekki betra að nota grjótið í landfyllingar sem nú eru svo vin - sælar hjá skipulagsyfir völd um, eða þó miklu frekar í varnar - garða, t.d. á Hvaleyrinni, til þess að verjast ágangi sjávar? Ég held að það sé nauðsynlegt að moka þessum grjóthrúgum í burt sem fyrst og útbúa malbikuð öryggis - svæði beggja vegna brautarinnar ef tryggja á öruggar samgöngur í Vallahverfinu til frambúðar. En hver á að gera það? Hver ber ábyrgðina? Höfundur er íbúi á Völlum. Vond hönnun á Völlum Hermann Þórðarson L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ragnar Ingi Sigurðsson skylm ingamaður úr FH sigraði um helg ina á World Cup satel - litemót í Helsinki. keppendur voru frá sex þjóðum. Eftir tvær umferðir af riðlakeppni var Ragnar í öðru sæti. Ragnar Ingi keppti á móti Svíanum Johan Classon í áttamanna úrslitum og endaði leikurinn 15-3. Í undan - úrslitum keppti Ragnar Ingi við Norðurlandameistarann frá 2006 Mika Roman frá Finnlandi og sigraði 15-4. Í úrslitum áttust svo við Ragnar og Finninn Olli Mahlamaki og vann Ragnar nokkuð sannfærandi 15-7. Eftir sex mót í World Cup satellitemótaröðinni er Ragnar enn með forystu og aðeins tvö mót eru eftir. Næsta mót fer fram á Íslandi 9. júní nk. Ragnar Ingi fékk gull í Helsinki L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Verslum í Hafnarfirði! .. . færðu ekk i bes tu þ jónus tuna þar?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.