Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 31. maí 2007 Jóhanna Vala Jónsdóttir, Ungfrú Reykjavík og síðan á föstu dag, Ungfrú Ísland er pínulítið hafnfirsk. Hún fagnaði sigrinum hjá afa sínum og ömmu á Hólabrautinni á þriðjudaginn og þar hitti blaðamaður Fjarðar - póstins hana. Jóhanna Vala sagðist hafa búið í Hafnar firði þegar hún var í 8., 9., og 10. bekk. Hún hefur síðustu tvö ár starf að í Víðistaðakirkju, með skólanum, og séð þar um ungl - ingastarf sem hún segir gríðar - lega gefandi og gaman að vinna þar. Hún hefur starfað með 8-12 ára börn og við sunnu daga skól - ann en segist því miður vart geta starfað með í vetur vegna anna, þó hana langi mikið. Jóhanna Vala á rétt ólokið námi í Versló sem hún ætlar að ljúka í fjarnámi en hún hefur verið í flugfreyjuskólanum sem hafi tafið fyrir auk tímans sem hún hefur varið í keppnirnar. Aðspurð um gagnrýnisraddir á slíka keppni segir Jóhanna Vala: „Fólk má hafa sínar skoðanir og ég virði þær og ég er heldur ekkert að velta þeim fyrir mér. Þetta hefur verið ótrúlega góð upplifun fyrir mig og ofboðslega gaman. Þetta hefur gefið mér gleði, það er spennandi að takast á við þetta verkefni, mér finnst alltaf gaman að taka fyrir ný verkefni.“ Jóhanna Vala var spurð um tímann sem hefur farið í keppn - ina og hvort þetta hafi ekki verið erfitt. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma, mikill undir - búningur en ég var mjög heppin að hafa verið með í Hag kaups - bæklingnum í tvö ár og fengið góða reynslu á sýningar pöll - unum. Jóhanna er greinilega vel að sigrinum komin, geislandi fas hennar og framkoma er heillandi og því ekki nema furða að við viljum eiga pínulítið í henni. „Eigum pínulítið í henni“ Ungfrú Ísland fagnaði í Hafnarfirði Jóhanna Vala Jónsdóttir á Hólabrautinni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Í faðmi fjölskyldunnar: Tryggvi Agnarsson, stjúpi Jóhönnu Völu, Ísak Máni, Jóhanna Magnúsdóttir, móðir Jóhönnu Völu, Jóhanna Vala, Jón Þórarinsson, faðir, Birna María Antonsdóttir, stjúpa Jóhönnu, Þorbjörg Jónsdóttir amman og Þórarinn Þorkell Jónsson afinn. Limbó hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar kynn ir sýninguna Limbó í leik - stjórn Jóns Inga Hákonarsonar. Þetta er fjölbreytt og skemmti leg stuttverkadagskrá sem sýnd verður í húsakynnum leik félagsins í Gamla Lækjar - skóla. Frumsýning er á laugar - daginn kl. 21 og sýnt verður alla daga fram til fimmtu dags - ins 7. júní en þá er lokasýning. Allar sýningar hefjast kl 21. Miðapantanir og fyrirspurnir í síma 551 1850 eða 848 0475 og á netfanginu leik felagid@ - simnet.is. Íbúi á Holtinu kvartar yfir að Fréttablaðið og fylgiblöð séu skilin eftir á götunni .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.