Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Qupperneq 3

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Qupperneq 3
Malbiksleifar Svo virðist sem þeim sjá um malbikun í bænum leyfist að skilja eftir hrúgur af malbiki út í vegkanti án þess að nokkuð sé sagt við því. Svona hrúgur má finna víða í bænum og eru þær til lítillar prýði. Það sem ekki líðst í miðbænum á ekki að líða í úthverfum bæjarins. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 5. júlí 2007 Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Þú færð ratleikskortið í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsinu eða á næstu bensínstöð! Í frétt frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eftir s.l. áramót er þess getið að Snorri Magnússon hafi látið af þjálfun og leitum með sporhunda fyrir sveitina. Lokið er ævistarfi sem er ein - stætt í sögu þjóðarinnar og hefir enn ekki verið metið að verð - leikum. Í stuttri grein sem þesari er ekki hægt að rekja starf Snorra , en í frásögn um sögu sporhunda á Íslandi, sem ég ritaði í blað Hjálparsveitarinnar fyrir löngu, er sagt frá því og þyrfti að bæta um betur. Snorri hafði þjálfað sporhunda fyrir Hjálparsveit skáta, áður en sérstök sporhundanefnd tók til starfa árið 1970 og áttu nefndar - menn að aðstoða Snorra við starfið. Að fá leyfi til að flytja inn hunda á þeim tíma var stórmál, sem tók fleiri mánuði og marga fundi með yfirdýralækni. Sóttkví varð sveitin að sjá um sjálf undir eftirliti yfirdýralæknis. Finna varð fjárhagslegan grund völl fyrir starfinu. Í stuttu máli varð árangur Snorra slíkur að eftirtekt vakti út fyrir landsteinana og komu lög - reglumenn frá Norðurlöndum, sem höfðu með hundaþjálfun að gera, hingað til lands m.a. til að kynna sér störf Snorra. Sporhundarnir hafa bjargað nokkr um mannslífum og fundið fjölda líka í þeim hundruðum leita sem Snorri og félagar hafa farið í og oft komið í veg fyrir að kalla þyrfti út fjölmenna leitar - flokka. Ótaldar eru þær leitir sem farn - ar hafa verið fyrir lögregluna í leit að afbrotamönnum. Má minna á að Snorri fór ásamt tveimur aðstoðarmönnum í leit að ógæfumanni sem hafði orðið franskri stúlku að bana í Öræfa sveit. Sem betur fór fundu þeir ekki manninn fyrr en hann hafði legið úti í tvo sólarhringa og æðið var runnið af honum. Í vígi, sem hann hafði útbúið sér og ætlað að verjast í, var hlað inn riffill, haglabyssa og tugir skota við hliðina á honum. Eng in áfallahjálp hefir verið í sambandi við þessi störf og hefir áreiðanlega oft tekið á Snorra að þurfa að fara inn á heimili týndra manna að tala við vandamenn og fá flík af manninum fyrir hund - inn að þefa af. Að sjálfsögðu hafa tugir manna aðstoðað Snorra við þessa þjálfun og leitarstörf og má þá ekki láta hjá líða að minnast eigin konu hans Elísabetar Jóns - dótt ur, sem staðið hefir sem klett ur við hlið hans. Á aðalfundi Björgunar sveit - arinnar sam haldinn var þ. 17. mars s.l. var Snorri heiðraður með málverkagjöf og fram kom á fund inum að sveitin vinni að því að forseti Íslands veiti Snorra verð skuldaða viðurkenningu. Sigurður Garðar Gunnarsson Merkilegt ævistarf Snorri Magnússon og sporhundarnir Snorri með Kol Á hlaupum á æfingu. Snorri með hundana sína fyrir utan heimili sitt. Fv.: Snorri Magnússon. með Bangsa, Bjarmundur Albertsson, Jón Kr. Gunnarsson, Guðlaugur Þórðarson og Garðar Gíslason Fyrirtæki – einstaklingar Erum með sólarfilmur, sandblástursfilmur, bílamerkingar, gluggamerkingar og margt fleira. SM-VERK Hofsprent Steinhellu 8 • sími 534 8700 www.smverk.is smverk@smverk.is Íbúar Hafnarfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á rykinu á útivistarvegum Hafnar - fjarðar enda hefur rykið legið víða yfir í þurrkatíðinni undan - farið. Skv. upplýsingum Fjarðar - póstins verður stór hluti af Kaldár selsveginum malbikaður í lok sumars eða haust og ætti það að vera fagnaðarefni fyrir allt það fjölmarga útivistarfólk sem á þar leið um. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Útivistarvegur malbikaður Helgafell Valahnúkar Ljótur frágangur á mótum Krýsuvíkurvegar og Hval - eyrar vatnsvegar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.