Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Senn lýkur hefðbundnu starfi í sumarbúðunum í Kaldárseli og í lok þess, á sunnudaginn verður þar opið hús með vöfflukaffi kl. 14-17. Þangað eru allir velkomnir til að njóta staðarins, skoða húsa - kynnin, taka þátt í leikjum og útivist og e.t.v. verður veltibíll á staðnum fyrir þá sem þora! For - eldrar og forráðamenn barnanna sem dvöldu í Kaldárseli í sumar eru sérstaklega boðnir vel komn - ir, Hafnfirðingar sem hafa taugar til staðarins og allir hinir sem vilja bregða sér í bíltúr um fagurt umhverfi. Í sumar hafa nær 300 kátir krakk ar á aldrinum 7-10 ára dval ið í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárselifrá mánudegi til föstudags við ýmsa leiki ásamt göngu- og hellaferðum í ná grenni Kaldársels. Auk þess hafa kassabílarnir, kofasmíðin, andlitsmálunin, leikirnir í hraun - inu og við Kaldána stytt börn - unum stundir í góðum félags - skap í einstaklega fjölbreyttu og skemmtilegu umhverfi – svo nærri höfuðborgarsvæðinu – sem samt er alveg laust við skarkala borgarsamfélagsins. Í Kaldárseli gefst einstakt tæki færi til þess að virkja at - hafna þrá og leikgleði hvers barns. Á kvöldvökunum er sung - ið, farið í leiki og á veislu kvöld - um er gerður dagamunur. Í Kaldárseli er börnunum kennd virðing fyrir náunganum og leið - sögn um góð mannleg samskipti. Þau læra skemmtilega söngva og að biðja bænir, fá leiðsögn um Nýja testamentið, kristna trú og persónu Jesú Krists. Þannig hefur starfið gengið fyrir sig í rúmlega 80 farsæl ár. Í vetur geta hópar fengið húnsnæðið í Kaldárseli til afnota jafnt virka daga sem helgar. Undanfarin ár hafa leikskólar, grunnskólar, tónlistarhópar og fleiri notið staðarins og nátt - úrunnar í kring og átt þar ánægju lega dvöl. Nánari upp lýs - ingar eru á www.kfum.is og í síma 588 8899. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Þú færð ratleikskortið í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsinu eða á næstu bensínstöð! www.ratleikur.blog.is Óskar eftir lítilli íbúð til leigu í Hafnarfirði frá 1. okt., ekki verra ef hún væri í Setbergs hverf inu, meðmæli fylgja. Sími 869 9436. A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Húsnæði óskast Til leigu í Setbergshverfinu einstaklingsíbúð fyrir reyklausan, reglusaman einstakling. Uppl. í s. 897 6833. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Húsnæði í boði Heiður Ósk Eggertsdóttir fer af stað í langstökki. Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði í þrístökki. Myndir frá FH-ingum á bikarmóti í frjálsum í þróttum Fyrirliðarnir, Silja Úlfarsdóttir og Björn Margeirsson með bikarana. Jónas Hlynur tekur á öllu sínu í grindahlaupi og náði 4 stigum fyrir FH og varð í 3. sæti. Óli Tómas Freysson varð annar í 200 m hlaupi. Vöfflukaffi í Kaldárseli L j ó s m y n d i r : M a g n ú s H a r a l d s s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.