Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Qupperneq 7

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Qupperneq 7
Hafnarfjarðarkirkja 1Fimmtudagur 11. október 2007 HAFNARFJARÐARKIRKJA ÞJÓÐKIRKJA Í ÞÍNA ÞÁGU 2. tbl. 2007, 28. árg. – Útgefandi: Hafnarfjarðarkirkja – Ritstjóri: Anna Ólafsdóttir – Ábm.: Gunnþór Þ. Ingason – Upplag: 5.000 eintök. Með þessu fréttabréfi haustmisseris senda prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju sóknarbörnum hennar og öllum sem það lesa óskir um góðan vetur og Guðs ljós og leiðsögn veginn fram. Hafnarfjarðarkirkja endurnýjuð að innanverðu Þeim sem líta inn í Hafnarfjarðarkirkju bregður óneitanlega við það að sjá hvernig þar er nú umhorfs. Altari, kórgólf prédikunarstóll, bekkir og gólf og Walcker orgelið stóra eru horfin úr kirkjunni og grafið hefur verið niður í steyptan grunn hennar. Jafnframt hefur lágreist bygging verið reist aftan við kirkjuna. Þessar framkvæmdir vísa þó til góðs eins því að þær fela í sér mikla og tímabæra endurnýjun innan dyra í kirkjunni. Þessum framkvæmdum mun ljúka fyrir fermingar á komandi vori. Ný orgel Svo sem kynnt hefur verið eru nú tvö orgel í smíðum fyrir Hafnarfjarðarkirkju í Þýskalandi. 25 radda,,rómantískt” orgel verður á orgellofti, sem heimsþekktur orgelsmiður Christian Scheffler smíðar eftir forskrift höfuðsmiðs 19. aldar orgela W. Sauer og 11 radda Barokk orgel verður norðan megin innst í kirkjuskipinu sem Kristian Wegs­ cheider smíðar sem einnig er heimsþekktur sérfræðingur á sínu sviði. Walcker orgelið sem var í kirkjunni er nú komið til Póllands þar sem það verður endurbyggt og nýtt í pólsk­ um helgidómi. Þess er vænst að stærra hljóðfærið verði komið í Hafnarfjarðarkirkju fyrir lok komandi árs og minna hljóðfærið vorið eftir. Sauer orgel 25 radda í þýskri kirkju. Christian Scheffler sýnir Hirti Howser og Guðmundi Sigurðssyni kantor hljómborð Sauer orgels. Kantor, prestar og pólskur orgelsmiður sem vann að því að taka niður Walcker orgel Hafnarfjarðarkirkju og flytja til Póllands. Orgelsmiðirnir Kristian Wegscheider og Christian Scheffler handsala við Sigurjón Pétursson formann sóknarnefndar samning um smíði tveggja orgela í Hafnarfjarðarkirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.