Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 4
Fiestan er haldin árlega af félagsmiðstöðvunum Verinu í Hval eyrarskóla og Vitanum í Lækj arskóla. Báðar félags mið - stöðv arnar buðu uppá mat að hætti Mexikana og voru ríflega 140 krakkar á hvorum stað. Síðar um kvöldið var svo haldið ball í Hvaleyrarskóla þar sem DJ Plugg’d hélt uppi fjörinu ásamt hljómsveitinni Á móti sól og fór það ekki framhjá neinum þegar Magni og félagar stigu á svið. Stemmningin var rosalega góð og lá við að þakið myndi rifna af húsinu eins og sjá má á með - fylgjandi myndum. Það má því segja að allir hafi fengið sitt og skemmt sér konunglega frá byrjun og allt til enda. Um 400 krakkar mættu á ballið sem stóð yfir frá kl. 19.30 til 23. Að loknu balli voru rútur frá skólanum fyrir þá sem vildu. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. nóvember 2007 Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Fjörug Fiesta unglinganna DJ Plugg’d náði upp góðri stemmningu áður en hljómsveitin Á móti sól steig á svið. Í Setbergsskóla hefur undan - farin 9 ár verið haldið golfmót fyrir nemendur unglingadeildar og mun skólinn vera sá eini á landinu sem fyrir slíku móti stendur. Keppt er bæði í drengja- og stúlknaflokki og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Nú í haust tóku tæplega 30 drengir og stúlk - ur þátt í mótinu. Til veglegra verð launa er að keppa og jafn - framt glæsilegur farandbikar sem golfmeistari skólans varð - veitir í eitt ár í senn. Það er Snæ - lands vídeó sem hefur gefið verð - launin frá upphafi og staðið mjög myndarlega að því. Golfmeistari Setbergsskóla 2007 varð Ísak Jasonarson úr 8. bekk og hefur hann því unnið titilinn 3 ár í röð, en það hefur enginn afrekað áður. Setbergsskóli vill koma á framfæri þakklæti til þeirra hjóna Huldu og Friðþjófs Einarssonar, sem hafa tekið vel á móti skólanum í tengslum við golf - mótið undanfarin ár en nú hefur verið skipt um rekstraraðila á Setbergsvelli. Skólagolfmeistari 3. árið í röð Ísak Jasonarson, golfmeistari Setbergsskóla Sigurvegararnir í stúlknaflokki. Hluti sigurvegara drengjanna. Ísak kampakátur með bikarinn. Nú í haust urðu úrslit sem hér segir: Stúlknaflokkur: 1. Stella Björk Guðmundsdóttir 9. bekk 2. Jenný Lárentsínusdóttir 9. bekk 3. Helga Björg Jóhannsdóttir 8. bekk 4. Fanney Þórsdóttir 8. bekk 5. Helga Benediktsdóttir 9. bekk Drengir m/forgjöf: 1. Árni Björn Höskuldsson 10. bekk 2. Davíð Sigurðsson 10. bekk 3. Ísak Rafnsson 10. bekk Drengir án/forgjafar: 1. Ísak Jasonarson 8. bekk 2. Hákon Pétursson 10. bekk 3. Magnús F. Egilsson 10. bekk Námsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Fræðslusjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja til framhaldsnáms nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi eða öðru lokaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Styrkur úr sjóðnum verður veittur í sextánda sinn við brautskráningu frá Flensborgarskólanum 20. desember 2007 og verður þá úthlutað 250 þúsund krónum úr sjóðnum. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast til Flensborgarskólans, pósthólf 240, 222 Hafnarfirði í síðasta lagi 30. nóvember 2007. Umsókn þarf ekki að skila á sérstöku eyðublaði en henni þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk ásamt öðrum gögnum sem umsækjandi telur að styðji umsóknina. Umsókn má skila rafrænt. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.flensborg.is eða hjá skólameistari í síma 565 0400. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið flensborg@flensborg.is. Stjórn Fræðslusjóðs Jóns Þórarinssonar BYKO opnaði nýja verslun í Kauptúni Garðabæ á föstu - daginn. Verslunin, sem er ný kynslóð byggingavöruverslana er sniðin með þarfir við skipta - vinarins í forgrunni, að sögn forsvarsmanna BYKO, og er stærsta verslun á Íslandi á einni hæð því hún er yfir 13.000 m². Þessi stærsta bygginga vöru - verslun landsins skiptist í raun í tvennt, grófvöru fyrir fagmenn og þá sem eru að byggja og síðan almenna deild fyrir þá sem eru meira að spá í viðhald og leita að skemmtilegum lausnum fyrir heimilið. Allt húsnæðið er undir sama þaki og á einni hæð þar sem allir gangar eru breiðir með góðu aðgengi að öllum deildum. Viðskiptavinurinn getur þannig gengið beint að sinni vöru og verið snöggur að versla. Mjög gott aðgengi er líka að versl - uninni þar sem vel er hlúð að fagmönnum með sér fagmanna - inngangi, afgreiðslukössum og sérstakri kaffiaðstöðu. Margar spennandi nýjungar eru í BYKO Kauptúni og má þar nefna mikið úrval af vönduðum ósamsettum innréttingum sem eru til afhendingar strax og þægi lega gegnumkeyrslu í gegn - um timburdeildina sem staðsett verð ur inni. Aukið úrval verður af ýmsum vörum fyrir heimilið og er þar í raun fáanlegt allt sem þarf til að gera hús íbúðarhæft, fyrir utan steypuna og verður því hægt að fá heildarlausnir fyrir heimilið í einni og sömu ferð inni. BYKO opnar í Kauptúni Lokaði verslun sinni í Hafnarfirði Foreldrar barna í vímuefnavanda stuðningur og ráðgjöf Percy Stefánsson, ráðgjafi starfar á mánudögum kl. 12-15 í Gamla bókasafninu á vegum Foreldrahúss. Hann veitir foreldrum barna í vímuefnaneyslu ráðgjöf og stuðning. Hægt er að panta viðtal í síma 511 6161 og fá þar nánari upplýsingar, einnig í vimulaus@vimulaus.is L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.