Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.11.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. nóvember 2007 Íþróttalíf í Hafnarfirði er fjölbreytt og er alltaf sókn í að efla aðstöðuna. Akst urs - íþróttafélag Hafn ar fjarðar (AÍH) er að vinna mikið undir bún ings - starf í sam vinnu við bæjar - yfirvöld fyrir gerð moto cross - brautar í Hafnarfirði og ljóst að hundruðir ef ekki þúsundir manna, kvenna og krakka bíða spennt eftir þeirri íþróttaaðstöðu. Fólk er í auknum mæli farið að hugsa um torfæruhjól sem íþróttatæki - ekki bara tryllitæki - enda motocross ein erfiðasta íþrótt sem fyrirfinnst fyrir líkama og sál. Þó byltur fylgi stundum sportinu eru alvarleg slys afar sjaldgæf enda mikið um að heilu fjölskyldurnar stundi sportið saman. Margir góðir motocross öku menn hafa komið frá Hafnarfirði en þeir hafa þurft að sækja í aðstöðu langt út fyrir bæjarfélagið Það verð ur því mikil lyfti stöng að fá góða braut nærri Hafnarfirði. Þórir Kristinsson Öflugir krakkar í Hafnarfirði Stelpurnar gefa strákunum lítið eftir og eru fljótar að læra nýja aksturstækni. Leó Kristinn og Patrekur eru skólabræður í Setbergsskóla. Hér eru þeir á æfingu á Hellu nýverið. Júdasarauglýsing Símanns hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Sjálfur er ég hneyksl - aður á þessu myndverki Jóns Gnarrs sem segist vera trúaður kaþólikki. Sjálf ur er ég ekki sér - lega góður trúmaður og sæki sjaldan kirkju nema af sérstöku til - efni. Ég hlýði þó oft á messur í útvarpinu á sunnu dögum og tel mig hafa gott af. Ég tel mig þó vera kristinn mann og nýt þar góðs kristilegs uppeldis móð ur - foreldra minna á Ísafirði þegar ég var ungur drengur. Ég lít þó ekki sérstaklega á mig sem mótmælanda, kaþólikka, orþó - doxa eða eitthvað annað; bara kristinn. Mér finnst það ekki skipta máli. Viðbrögð biskups þjóðkirkj - unnar finns mér vera hógvær og er greinilegt að hann vill ekki efna til ófriðar út af þessu máli. En mér sjálfum finnst það hneykslanlegt þegar gert er grín að síðuðstu kvöld máltíðinni og svikum Júdasar við Krist. Ég legg það að jöfnu við þá ósvinnu að teikna grínmyndir af Múhammeð spámanni mús lima. Menn eiga ekki að haga sér svona. Að reyna svo að réttlæta þessa sví - virðingu í skjóli tján - ingarfrelsis er útúr - snúningur. Það eiga að vera lög í land inu sem banna það að svívirða trúar brögð manna hvaða nafni sem þau nefn ast og jafnvel „trú leysingja“ einnig. Reyndar lít ég svo á að trúleysi sé ekki til. Það trúa allir á eitthvað. Ég lít einnig þannig á að öll trúarbrögð séu komin frá Guði. Ef hann væri bara sáttur við eitt þeirra væri hann þá sem almátt ugur ekki löngu búinn að útrýma öllum hinum? Ég skora á Sím ann að taka þessa auglýsingu úr umferð. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Ég er hneykslaður Hermann Þórðarson Eftir að hafa skoðað fundar - gerð ir menningar- og ferðamála sveit arfélaganna á Reykjanes - skag anum virðist fátt um fína drætti. Nefndirnar hafa verið að telja sér það helst til ágæt is að veita ein - staka styrki til tiltek - inna verkefna eða gera menn ingar samninga við einstök félög – um eiginlega ekki neitt. Ágætt dæmi um það er nýgerður samningur Reykja nesbæjar við Leið - sögumenn Reykja ness. Að öðru leyti einkennast störfin af bæði beinum og óbeinum tengslum viðkomandi aðila við þá sem hafa náðusamlega hlotið opin - bera viðurkenningu hverju sinni - og það ekki alltaf með réttu. Tökum menningar- og ferða - málanefnd Hafnarfjarðar sem dæmi. Menninga rmála full trú inn er daglega undir sviðstjóra bygg - inga- og skipulagssviðs. Til - lögur, sem koma inn á borð ferða málafulltrúa, eru færðar á borð sviðsstjóra. Hann ákveður (meira og minna) í hvaða farveg þær eigi að fara. Sumar rata yfir til Byggðasafns Hafnarfjarðar þar sem þegar hefur verið ákveðið hver skuli gera hvað. Þar situr m.a. eiginkona sviðs - stjórans. Það eitt vekur tor - tryggni. Nefna má nýlegt dæmi um til - boð, sem menningarmálafulltrúa var fært upp í hendurnar af áhuga sömum utanaðkomandi að ila um þátttöku í dag skrá um kynningu á þjóðleiðum í ná - grenni Hafnarfjarðar. Menn - ingar mála fulltrúinn óskaði vin - sam legast eftir nán ari útfærslu á hug mynd - inni, en eftir að hún barst fullsköpuð var viðkomandi til kynnt að hún yrði færð Byggða safni Hafn ar - fjarðar til útfærslu, nán ar tiltekið til tek - inni manneskju þar, og að ekki yrði að frekari samvinnu við hann. Tölvupóstur er til þessu til stað festingar. Hér er því miður um dæmi - gerða afgreiðslu sambærilegra mála hjá Hafnarfjarðarbæ und - an farin misseri. Ekki er svo langt síðan að umræddur sviðs stjóri gerði samning við einka fyrirtæki um fornleifaskráningu á svæði í Kapellu- og Selja hrauns svæð - inu. Fyrirtækið fól Byggða - safninu að framkvæma skrán - inguna. Hver skyldi þá hafa orðið fyrir valinu við skýrslu - gerðina? Svo virðist sem fámenn klíka ráði orðið hverjir fái til - tekin verkefni hverju sinni - óháð því hvað an hugmyndirnar koma. Ástandinu má líkja við það sem gerð ist hjá kommún ista ríkjunum fyrrum – þó arfa vitlausar séu. Svona er nú ástand ið í ferða- og menn ingarmálum Hafn ar - fjarðarbæjar um þess ar mundir. Eflaust mun einhver verða sendur fram á ritvöllinn af hálfu bæjaryfirvalda til andsvara, en það mun litlu breyta. Dæmin eru svo mörg að í hvert sinn, sem einhver tjáir sig, verður ávallt hægt að svara með nýjum. Mest áberandi almenna breyt - ingin í „menningarviðburðum“ sveitarfélaganna síðustu miss - erin eru „hoppukastalarnir“. Ekki hefur verið haldin menn - ingar hátíð á þeirra vegum að slík fyrir bæri hafi ekki komið við sögu. En hvað eiga hoppu kast - alar svo skylt við menn inguna? Af hverju ekki bara að halda sérstakar afþreyingar hátíð ir eða hreinlega skemmtihátíðir svo hlífa megi eiginlegum „menn - ing ar hátíðum“ við slíkum óþarfa. Segja má að fyrirbærið hafi lýst ákveðnu hugmyndaleysi hlut að eigandi, a. m.k. hvað menn inguna varðar. Hafnarfjörður, sem og önnur sveitarfélög á Reykja ne skag an - um, búa yfir miklum áþreifan - legum og nærtækum menningar - verðmætum. Margir eru að vísu ómeð vitaðir um þá staðreynd, þ.á.m. fulltrúum ferðamála- og menn ingarnefnda bæja rfélag - anna, en þó ekki allra. Á Reykjanesskaga eru fjöl - margar minjar búsetu- og atvinnu sögu frá upphafi land - náms. Minning þeirra, virðing og kynning á ekkert skylt við hoppukastala - eða aðra per sónu - lega hagsmuni. Hún bíður þess að fólk, sem hefur áhuga og vit á men ningararfinum fái tækifæri til að koma honum á framfæri við áhugasama íbúa svæðisins – sem og gesti þeirra. Höfundur er aðstoðaryfir lög - reglu þjónn og heldur úti síðunni www.ferlir.is Eru menningarmál í ólestri? Ómar Smári Ármannsson Síðasta vika var fjöl menn - ingar vika á leikskólanum Smára lundi. Í leikskólanum eru nemendur og starfsfólk frá 11 löndum auk Íslands. Markmiðið okkar er að virða og heiðra menningu og uppruna fólksins okkar með því að kynna heimaland hvers og eins. Börnin unnu að margvíslegum verkefnum þessa vikuna allt eftir þroska hvers og eins. Þau hafa fræðst um fána viðkomandi landa og staðsetningu þeirra, skoðað hvað er líkt með þjóðunum, hlustað á tónlist annarra þjóða og borðað framandi mat frá ýmsum löndum. Starfsfólk skólans sem er af erlendum uppruna hefur farið á milli deilda og kennt börnunum leiki, söngva og orð á sínu tungumáli. Mikla gleði vakti hjá börnum og foreldrum að flaggað var fyrir þjóðunum á hverjum morgni fyrir utan leikskólann. Má með sanni segja að nem - endur, foreldrar og starfsfólk hafi skemmt sér hið besta þessa viku. Eftir áramót verður áframhald af þessari vinnu þar sem farið verður nánar í einstök lönd. Þykir mikilvægt að gera menn - ingu allra nemenda sýnilega í skólastarfinu. Skólinn eigi að vera fyrir alla nemendur hans að sögn Ingu Fríðu Tryggvadóttur, leikskólastjóra. Flaggað var fjölda þjóðfána við leikskólann Fjölmenningarvika í Smáralundi Ný gerð af ryðvörn? Hann vakti undrun þessi innpakkaði bíll á bílastæði hér í bæ. Hvort þetta var hrekkur eða ný gerð af ryðvörn skal ásagt látið um. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.