Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Side 2

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar vilja stækk - un álversins í Straumsvík. Mér er alveg sama þó þeir vilji ekki gefa upp afstöðu sína þá sam - þykktu þeir í bæjarstjórn að senda deili skipu - lagstillöguna í auglýsingu. Hún var sam þykkt með fyrirvara um samþykki í íbúa kosn ingu. Þeir túlka kosninguna um hvort auglýsa eigi deili - skipulagstillöguna, kosningu um hvort byggja eigi álver og því hafa bæjarfulltrúar Sam fylk ing - ar innar samþykkt stækkun álversins í Straums - vík. Það er ekki flóknara en svo. Það er ótrúlegt hvað sparisjóðsmálið kemur oft upp í huga manns. Góðverk stjórnenda Sparisjóðs Svarfdælinga fær mann auðvitað til þess að hugsa hvað hefði gerst í Hafnarfirði ef „bankaræningjarnir“, eins og ég hef heyrt stofnfjáreigendurna nefnda, hefðu haft sama hugsunarhátt og þeir fyrir norðan? Nei, henni er misskipt gæsku mannanna. Enn bólar ekkert á lausn fjárhagsvanda Haukanna og engar tillögur hafa enn verið lagðar fram. Meirihluti bæjarstjórnar er sagður ásaka minnihlutann um að draga lappirnar en hvenær fór að þurfa á minnihlutanum að halda? Meirihlutinn væri búinn að leggja fram tillögu í málinu ef þeir hefðu kjark til þess. Kannski á að kjósa um þetta. Kannski á að bjóða þjónustuna við Haukana út skv. útboðsstefnu bæjarins? Ekkert hefur heldur heyrst um kröfur um að bærinn borgi 80% í boltatínsluvél fyrir golfklúbbinn eftir að læða átti málinu í gegnum kerfið en var stoppað af oddvita Sjálf - stæðisflokksins sem ku vera illa liðinn af golfforystunni fyrir vikið. Það er líklega erfitt að vera í pólitík og vera vinsæll á sama tíma. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 4. mars Fjölskylduhátíð kl. 11.00 Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Unglingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur Samvera með fermingarbörnum og foreldrum Í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Æskulýðshelgi Hafnarfjarðarkirkju 1.-4. mars Laugardagur 3. mars kl. 16: Kaffihúsaguðsþjónustu í safnaðarheimilinu. Kaffimessukór frá Vestmannaeyjum annast kaffihúsaguðs þjón - ust una, sr.Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum leiðir samtalspredikun með prestum Hafnarfjarðarkirkju. Til sölu kaffi og vöfflur í umsjón foreldrafélags barna og unglingakórsins. Sunnudagurinn 4. mars, Æskulýðsdagurinn Kl. 11: Fjölskylduhátíð. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur, barnakórinn syngur, glærusaga, góðgæti í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kl. 20: Æskulýðsmessa í umsjá Æskó, Æskulýðsfélags Hafnarfjarðarkirkju. Hinn landsþekkti Friðrik Ómar syngur, hljómsveitin Gleðigjafar leikur. Eftir æskulýðsmessuna bjóða fermingarbörn fjölskyldum sínum til veglegrar veislu í Hásölum Strandbergs. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Spegillinn (1975) eftir Andrei Tarkovsky. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Professione: reporter eftir ítalska kvikmyndaskáldið Michel - angelo Antonioni. Sjónvarps frétta - maður kemur á hótel í Norður Afríku til þess að gera fréttamynd um skæru - liða. Þegar hann uppgötvar að mað - urinn í næsta herbergi er látinn og auk þess nauðalíkur honum sjálfum tekur hann ákvörðun um að skipta á skil - ríkjum við líkið og breiða þar með yfir vissa hluti í eigin fortíð. Hann tekur að sinna stefnumótum og áætlunum hins látna, í þeirri von að þetta nýja líf verði áhugaverðara en hans eigið. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Aðalfundur Félagsráðs Hauka Aðalfundur Félagsráðs Hauka verður haldinn mánudaginn 5. mars kl. 20 í Samkomusalnum. Í tillögum á nýju skipu riti félagsins er gert ráð fyrir auknu vægi Félagsráðs. Dagskrá aðal - fundarins er samkvæmt lögum félags - ins. Kvenfélagið Hringurinn Hafnarfirði 95 ára Stjórn Kvenfélagsins Hringurinn vill minna félagskonur á miðasölu vegna 95 ára afmælisins, verður hún í Versunar miðstöðinni Firði, fyrir fram - an Dalakofann, fimmtudaginn 1. mars kl.16-18. Afmælisveislan í Fjöru garðinum á afmælisdegi félagsins 7. mars og hefst hún kl.19. Aðalfundurinn verður haldinn í Hringshúsi fimmtudaginn 15. mars og hefst hann kl. 20.30, en ekki kl.19.30 eins og fram kom í fréttabréfi. Súpufundur Vorboðans Súpufundur Vorboðans verður í dag kl. 18 í Sjálfstæðishúsinu. Gestir fund - ar ins eru Rósa Guðbjartsdóttir og Kol - brún Jónsdóttir. 6. Víðistaðaskóli og Setbergsskóli, launamál kennara. Lögð fram ályktun kennara í Víðistaðaskóla og Setbergsskóla vegna stöðu mála í viðræðum kennara og launanefndar sveit - arfélaga. Lagt fram minnisblað launanefndar sveitarfélaga, dags. 18. janúar ´07 ásamt samanburði á launum leikskólakennara og grunnskólakennara. Bæjarráð Hafnarfjarðar hvatti Samband ísl. sveitarfélaga, á fundi sínum 7. des. sl. í framhaldi af erindi frá Félagi grunn skóla - kennara í Hafnarfirði og trún aðar - mönnum kennara í Hafnarfirði, að efna til skólamálaráðstefnu þar sem m.a. yrði fjallað um kjaramál grunnskólakennara með við - komandi aðilum. Í grein 16.1. í samningi Félags grunnskólakennara og Launa - nefndar sveitarfélaga segir að ef „almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða“ beri að „ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um“. Ljóst er að samninganefnd grunn skólakennara og launanefnd sveitarfélaga hafa ekki náð fram tillögu að lausn sem aðilar geta orðið sammála um. Að þeim sök - um óskar bæjarráð Hafnarfjarðar eftir því að stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga haldi fund um launa - mál grunnskólakennara, þannig að sveitarstjórnarmenn geti fjallað um launamálin á breiðum grunni og leitað leiða sem gera það að verkum að samninganefndirnar nái samkomulagi um ásættan leg - ar ráðstafanir m.t.t. greinar 16.1. 12. Austurgata 38, kaupsamningur og afsal. Lögð fram drög að kaup samn - ingi og afsali vegna kaupa Hafn - arfjarðarbæjar á hluta úr lóð við húsið nr. 38 við Austurgötu í Hafnarfirði. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti. 19. Flensborgarskóli, styrk - beiðni vegna 125 ára afmælis. Lagt fram bréf, dags. 7. febrúar sl., formanni afmælisnefndar og skólameistara Flens borgar skól - ans þar sem óskað er eftir stuðn - ingi bæjarins vegna 125 ára afmælis hans. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna frekar að tillögum vegna málsins. 3. Nýbúaútvarp. Lagt fram bréf frá félags mála - ráðuneytinu, dags. 15. febrúar sl., þar sem fram kemur að félags - málaráðherra hefur ákveðið að veita styrk til verkefnisins að fjár - hæð 500.000 kr. Fer að snjóa á morgun? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þrestir á góðri stund. L j ó s m . : K r i s t j a n a Þ . Á s g e i r s d ó t t i r

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.