Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 1. mars 2007 Allir almennir flutningar og kranavinna, mótahíf, krabbavinna, efniskeyrsla, vatnstankur og mannkarfa 30 m Gjafavörur í miklu úrvali Nonni GULL Strandgötu 37 • sími 565 4040 Opið til kl. 21 í kvöld, fimmtu dag! www.lovedsign.is • www.nonnigull.is F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 2 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Eftir yfirlýsingu Sólar í Straumi um rangfærslur í upp - lýsingum samtakanna Hagur Hafnarfjarðar virðast for svars - menn Alcan hafa endurskoðað upplýsingar sínar því á mánu - daginn stóð þetta á heimasíðu fyrirtækisins: „Um helmingur allrar inn - lendrar þjónustu og rekstrarvöru er keyptur af fyrirtækjum í Hafnarfirði. Árið 2006 námu viðskipti álversins við hafnfirska þjónustuaðila um tveimur milljörðum króna. Ljóst er að þessi viðskipti myndu aukast verulega ef stækkun álversins yrði að veruleika. Hafnfirsk fyrirtæki sem þjónusta álverið eru eins ólík og þau eru mörg. Sum eru mjög sérhæfð og hafa beinlínis orðið til vegna starfsemi Alcan, en önnur eru almennari og starfa á stærri markaði. ... Ef allir hafn firskir birgjar eru taldir með (blómabúðir, ljós - mynda fram köll un og ýmis legt fleira tilf allandi) eru þeir líklega um 50 talsins.“ Á þriðjudaginn stóð hins vegar á sömu heimasíðu: „Á árinu 2006 námu viðskipti Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði tæpum 2 milljörðum króna. Hafnfirsk fyrirtæki sem þjónusta álverið eru eins ólík og þau eru mörg. Sum eru mjög sérhæfð og hafa beinlínis orðið til vegna starfsemi Alcan, en önnur eru almennari og starfa á stærri markaði. ... Ef allir hafnfirskir birgjar eru taldir með (blómabúðir, ljós - myndaframköllun og ýmis legt fleira tilfallandi) var heildarfjöldi þeirra árið 2006 á annað hundrað talsins, eða nákvæmlega 104 virkir birgjar. Upplýsingum um fjölda birgja breytt á heimasíðu Alcan 50 fyrirtæki á mánudegi – 104 fyrirtæki á þriðjudegi Verslum í Hafnarfirði! ... það er dýrt að fara langt eftir hlutunum! Það er oft fróðlegt að fylgjast með umræðunni um hvað má og hvað má ekki. Sérstaklega á þetta við þegar um er að ræða hækkun á kostnaði heimilanna. Nú þegar við erum að fá inn um bréfalúguna „Álagningu fast - eignagjalda 2007“, þá trúi ég að það séu marg ir sem sjá hvað þessi kostnaðarliður hefur hækkað mikið. Í það minnsta á það við hjá okkur í Hafnar - firði. Fróðlegt væri að fá að heyra um þró - unina í fleirri sveitar - félögum. Því miður hef ég ekki haldið því til haga hvað við höfum þurft að greiða til bæjarins í formi fast eigna gjalda árlega í þau 45 ár sem við hjón in höfum búið á sama stað. En við skoðun fasteignaseðla síð ustu ára kom í ljós að þessi kostn - aðarliður hefur næstum tvö - faldast á nokkrum árum. Fast - eignagjöldin sem við þurft um að greiða fyrir árið 2000 voru kr. 109.243, en í ár er þessi upp hæð kr. 216.071. Þarna er um að ræða aukin útgjöld vegna sömu eignar þar sem ekkert hefur breyst, aðeins hækkað fast eigna mat. Þetta gerir tæp 98% hækk un. Er einhver annar kostnaður heimilanna með meiri hækkun? Fasteignagjöld hækka en hiti og rafmagn lækka.. Í þau rúmu 45 ár sem við höfum búið hér á sama stað hef ég haldið til haga upplýsingum um kostnað, ásamt magni af olíu/heitu vatni og kw. raf - magns. Árið 1962, sem var fyrsta heila ár okk ar í húsinu, var kostn aður vegna h + r rúm 8% af brúttó - tekjum okkar. Þar af var olían 85 % og raf - magnið 15%. Þá var raf magnsnotkunin í kwst. aðeins 60% af því sem var á síðasta ári. Á þessu tímabili hef ur kostnaður h + r verið að lækka mikið. Þar var hitaveitan mikil búbót, en þar á móti kemur að húsnæðið hefur stækkað. Það er kominn bílskúr og sólstofa, hvort veggja er með hita og raf - magni og þar fyrir utan er kom - inn hiti í innkeyrslunana. Í dag er þetta 30% stærra húsnæði, en kostnaðurinn aðeins lítill hluti af upphaflegu verði. Ásíðustu árum hafa fast eigna - gjöldin verið á mikilli siglingu uppá við eins og meðfylgjandi samanburður ber með sér. Hér er samanburður þar sem notaðar eru rauntölur hvers árs. Þar rokk - ar h + r aðeins til eftir því hvern ig aflestur er, sem tekinn er einu sinni á ári. Sveitafélögin hafa á undan - förnum árum verið að kvarta og kveina vegna þess að Ríkið hafi hlunnfarið þau með yfirtöku grunnskólans og því sé það réttlætanlegt að hækka fast eigna - gjöldin eins og raunin er. En nú er nóg komið. Ég tala nú ekki um fyrir okkur ellilífeyriþega. Höfundur er formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði. Hverjir mega hækka álögur á almenning? Sigurður Hallgrímsson Dýfingar bannaðar Það liggur í hlutarins eðli að krakkarnir sem stunda æfingar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar þurfa að stinga sér til að ná góðum árangri. Skiltið á mynd - inni hér til vinstri verður nokkuð broslegt þegar horft er til sund - mannsins sem stingur sér af stökkpalli við enda laugarinnar. Sundmenn bíða nú spenntir eftir nýrri sundlaug sem verður með tvískiptri flotbrú. Getur laugin því bæði verið 50 m og 25 m á sama tíma. Slíkt kostaði að vísu 16 millj. kr. aukalega en var samþykkt hljóðalaust - næstum. L j ó s m . : G u ð m u n d u r A r i A r a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.