Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 13

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 13
Fjölskylduráð staðfesti ný - lega nýja gjaldkrá sundstaða í Hafnarfirði. Athyglisverðasta breytingin er að nú er greitt barnagjald til 17 ára aldurs og lækkar það úr 110 í 100 kr. Að sögn Almars Grímssonar sem lagði þessa breytingu til í fjölskylduráði var þetta gert m.a. í því augnamiði að hvetja ung menni innan 18 ára ald urs og námsmanna til aukinnar sund iðkunar. Hins vegar hækka einstök skipti fullorðinna um heil 36%, verður 300 kr. og gjald í bað stofu hækkar um 14%. Sex mánaða kort fullorðinna hækka hins vegar aðeins um 4% og kosta nú 8.300 og verð á 6 mánaða fjölskyldukortum er óbreytt, 13.000 kr. www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 1. mars 2007 Úrvinnslusjóður hefur hrint af stað kynningarátaki vegna söfn - unar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í átakinu ásamt Úr vinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás. Samkvæmt könnun sem Capa - cent gerði fyrir Úrvinnslusjóð safna 22% landsmanna raf hlöð - um til úrvinnslu. Nýleg rafh - löðu tilskipun Evrópusam bands - ins sem verður innleidd á Íslandi innan tíðar kveður á um að skilahlutfall rafhlaðna skuli vera komið í 25% á árinu 2012 og 45% árið 2016. Af þeim 161,5 tonnum raf - hlaðna sem flutt voru inn til lands ins á árinu 2005 var aðeins rúmlega 37 tonnum skilað. Þetta eru ekki nema 21% af öllum seld um rafhlöðum hér á landi. Þetta þýðir að hvorki meira né minna en rúm 124 tonn af raf - hlöðum hafa farið beint í ruslið og því verið urðuð með öðru sorpi. Rafhlöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum á bensín - stöðvum og söfnunarstöðvum sveitarfélaga um land allt, auk þess sem hægt er að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef Úrvinnslu - sjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningu söfnunarstöðva á landinu öllu. Þar er einnig að finna spurningar og svör um rafhlöður þar sem fróðleiksfúsir geta aflað sér nánari upplýsinga um innihald þeirra, flokkun og áhrif spilliefna á umhverfið. Sameiginleg táknmynd átaksins eru teiknimyndafígúrurnar Raffa og Batti sem prýða allt kynn - ingarefni þess. Vilja miklu fleiri rafhlöður til úrvinnslu Flutt voru inn 161,5 tonn af rafhlöðum árið 2005 Í Vonarhöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju hittast að jafnaði um 10 konur annan hvern mánudag á milli kl. 13.30 og 16. Ekki þarf að mæta á mínútunni enda er félagsskapurinn óform - legur en kalla sig Steinþórurnar. Þessar konur eiga allar sam eigin - legt að hafa barist við krabba - mein og hittast til að gleðjast og gleyma og eiga tækifæri á að skipt ast á skoðunum og vitneskju. Hópurinn myndaðist árið 2004 þegar þeim var útvegað húsnæði í Bókasafninu þar sem þær voru í góðu yfirlæti en þær höfðu þá flestar verið í endurhæfingu í Kópavogi við mjög góðar aðstæður. Einn iðjuþjálfinn hét Steinþórunn og er nafnið henni til heiðurs. Handavinnan á hug þeirra og hver kemur með sitt og miðlar þær svo af þekkingu sinni og dást að verkum hverrar annarrar. Á mánudaginn dáðust þær sérstaklega að hönnuninni henn - ar Birnu sem var búin að gera alls kyns flíkur úr flókaull. Kon - urnar koma með meðlæti og kirkjan býður þeim kaffi og fyrr en varir er tíminn liðinn. Flestar starfa þær í Ljósinu einnig en segja langt að þurfa að fara til Reykjavíkur og því séu þessar stundir kærkomnar. Allir sem hafa farið í gegnum krabbameinsmeðferð eru vel - komnir, karlar sem konur. Steinþórurnar hittast í Vonarhöfn Hittast til að gleyma krabbameininu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nýr grunnskóli í undirbúningi Að tilhlutan fræðsluráðs hefur verið settur á laggirnar vinnu hópur til að undirbúa næsta grunn skóla í Hafnarfirði og hefur vinnuhópurinn hafið störf. Næsti grunnskóli verður fyrir nem endur á Völlum og Hamranesi sem er enn í skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að hefja þurfi starf rækslu nýs skóla eftir 3-4 ár. Þó að enn sé eftir að ákveða margt er að grunnskólanum lýtur eru nokkur atriði sem unnið er út frá í skipulagsferlinu. Í fyrsta lagi er verið að skoða möguleika á stofnun tón - listarskóla í tengslum við grunnskólann. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að þetta verði þriggja hliðstæðna grunn - skóla, þ.e. með þremur bekkjum í árgangi. Samkvæmt því má ætla að nemendur í fullbyggðum skóla verði um 700. Í þriðja lagi er að skólinn verði miðsvæðis í nýju íbúðarhverfi en líka með góða tengingu í Hraunvallaskóla. Þann 7. mars 2007 eru liðin 95 ár frá stofnun Kvenfélagsins Hringurinn í Hafnarfirði, en félag ið er eitt elsta starfandi kvenfélag í bænum, fjórum árum yngra en bæjarfélagið sjálft. Það voru 18 kon - ur sem höfðu þann kjark og framsýni, að stofna Hringinn 7.mars 1912, en neistinn að stofn un félagsins var berklaveiki, sem herj - aði á þeim tíma í Hafn - arfirði, sem og annars staðar á landinu. Markvisst starf Hrings ins varð til þess að berklaveikin varð fyrr yfirbuguð hér í bænum, en víða annars staðar. Á árinu 1931 fékkst leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að nota Ham - arskotstún undir barna leikvöll. Þar var byggður skúr, settar upp tvær rólur, þrír sand kassar og keypt ar voru 50 skóflur. Barna - leik völlurinn var svo opnaður 1. júní 1932, en þetta er fyrsti leik - völlur í Hafnarfirði, sem hafði skipulega barnagæslu. Félagskonur Hringsins, sem eru um eitt hundrað, hafa í þessi tæp 95 ár starfað ötullega að líknar - mál um, aflað fjár til ýmissa góð - gerðamála, bæði innanbæjar sem og utan. Þannig hafa tól og tæki verið gefin á St.Jósefspítala, Sól - vang, Heilsugæslu Hafnarfjarðar, Hrafnistu, Víðistaðaskóla, Bóka - safn Hafnarfjarðar, Dagheimil - anna Hörðuvöllum og Smára - lundi, einnig á Víðivöllum vegna þroska heftra, Sambýlið á Kletta - hrauni 17. Hringurinn hefur einnig verið með í söfnunum til tækjakaupa fyrir Sólvang, St.Jósefsspítala, Kvensjúkdómadeild Lsp, Styrktarfélag lam - aðra og fatlaðra, Gigt - arfélagið, Blindra - félag ið, Krabba meins - félagið, Skátanna og til margra annarra, sem of langt yrði upp að að telja. Í tilefni 95 ár - anna, ætlar Hringurinn að fjárfesta í skimunar - tækja búnaði, til for - varna gegn magasýkingum og krabba meini og gefa St.Jósefs - spítala, og er það mál í farvegi. Það má segja að Hafnarfjörður hafi eiginlega aldrei verið án Hrings ins, þar sem bæjarfélagið var svo ungt, þegar Hringurinn var stofnaður. Í tilefni afmælisins, hafa stjórn og félagskonur Hringsins ákveðið að fara í afmælisferð nú í mars, til Barce lona. Afmælisfagnaður verð ur haldinn í Fjörugarðinum, á af mælisdeginum og hefst hann kl.19. það er okkar von að sem flestar félagskonur fjölmenni og taki með sér gesti. Stjórn Hringsins er skipuð fimm konum: Kristín Gunnbjörnsd formaður, stinag@internet.is, Sigrún H. Jóhannesd. Gjaldk. sigrunhj@internet.is, Ingigerður Sigurðardóttir inga - sig@hotmail.com, Karin Gústavsdóttir og Karó - lína Sif Ísleifsdóttir með stjórn - endur Kvenfélagið Hringurinn 95 ára Kristín Gunnbjörnsdóttir Ódýrara fyrir börn í sund Eru líka börn lengur Fjölmargir lögðu leið sína í Tónlistarskólann á laugardaginn þar sem tónlist hljómaði úr hverju horni. Þá var Tónhvíslin, hús næði blásaradeildarinnar í gamla íþróttahúsinu við Lækjar - skóla var vígt við hátíðlega athöfn. Um 700 manns heim - sóttu skólann þennan dag. Vel heppnaður dagur tónlistarskólanna Mikil gróska í starfi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Spunasveit Gunnars Ben og á efri myndinni er þjóðlagsveit Ármanns Helgasonar. L j ó s m . : H e l g i B r a g a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.