Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. apríl 2006
Víðistaðakirkja
Fermingarguðsþjónusta
skírdag kl. 10:30
Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Úlriks Ólasonar.
Einsöngur: Sigurður Skagfjörð
Trompet: Eiríkur Örn Pálsson
Guðsþjónusta
föstudaginn langa kl. 11:00
Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Úlriks Ólasonar
Hátíðarguðsþjónusta
páskadagsmorgunn kl. 8:00
Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Úlriks Ólasonar.
Einsöngur: Sigurður Skagfjörð
Boðið verður upp á heitt súkkulaði og
meðlæti í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
BLÓMA- og SKÁTAMESSA
á sumardaginn fyrsta kl. 12:30
Prestur: Bragi J. Ingibergsson
Prédikun: Guðni Gíslason
Einsöngur: Sigurður Skagfjörð
Organisti: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir
www.vidistadakirkja.is
Allir velkomnir
Sóknarprestur
Útgefandi: Keilir ehf.
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: Jakob Guðnason, 565 3066,
auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Í síðustu viku ber hæst líflegt skipulagsþing.
Ekki vegna þess að þarna hafi árangur af
„samráði við íbúana“ verið að blómstra í sinni
bestu mynd, heldur var þetta afrakstur af
ótrúlegum klaufaskap svo ekki sé dýpra í árinni
tekið. Grassandi óánægja vilyrðishafa á Völlum
3 og skyldi engan undra því þeim var kynnt allt
annað skipulag en nú er auglýst, og þá á fölskum
forsendum. Undirrót þessarar óánægju má með
sanni segja vera skort á upplýsingaflæði til
bæjarbúa! Var ekki samráð eitt af kosningaloforðunum í síðustu
kosningum? Einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags er greið leið
upplýsinga til íbúanna. Fundargerðir hinna ýmsu nefnda og ráða
bæjarins ættu að vera einn þáttur að því markmiði en því miður er
það ekki svo. Ég lofaði hér í þessu blaði fyrir all löngu að minnast
ekki á lélegar fundargerðir hjá Hafnarfjarðarbæ fyrr en ég sæi að
bót yrði á. Ég hef gefist upp á biðinni. Nú er kominn tími til að
Hafnarfjarðarbær setji skýrar línur um ritun fundargerða og þá þarf
að hafa að leiðarljósi af hverju fundargerðir eru skrifaðar og fyrir
hverja. Við lestur fundargerða verða lesendur oft einskis nær um
það sem fram fór á viðkomandi fundi. Dýrir embættismenn eru
notaðir til að rita fundargerðir bæjarstjórnar sem að mestu byggist á
að segja hverjir tóku til máls en ekki um hvað.
Fundargerðir um endurskoðun tillagna að deiliskipulags á
Áslandi 3 eru gott dæmi um arfaslaka fundarritun. Þar gat ekki
nokkrum manni dottið í huga að verið væri að stækka skipulags-
svæðið, fjölga húsum og hækka. Ekkert af þessu gat heyrt undir
lagfæringar á gatnakerfi eins og stóð í fundargerðum. Þegar svo
gerðar eru athugasemdir við að bæjarstjórn taki ákvarðanir á
grundvelli slíkra fundargerða er bent á að bæjarfulltrúar hafi fengið
ítarlegri gögn! Af hverju fylgdu þau þá ekki fundargerðinni.
Nei, nú er mál að linni. Lærið að skrifa vandaðar fundargerðir!
Nú er framundan ein helgasta hátíð kristinna manna, páskarnir.
Þó svo sé leggja landsmenn minni áherslu á hana en jólin.
Föstudagurinn langi er þó í hugum margra sá dagur sem menn virða
hvað mest. Vitneskjan um það að Kristur var krossfestur þann dag
og tók á sig allar syndir mannanna er þess valdandi að menn virða
þennan dag þó margir vilji helst sleppa honum sem helgidegi.
Kannski veitir okkur ekki af alheilögum dögum þar sem við erum
skikkuð til að taka okkur algjört frí og kannski fara í kirkju ef það
er ekki til of mikils mælst.
Ég óska þér, lesandi góður, gleðilegrar páskahátíðar og hvet þig
til að taka þátt í helgihaldi páskanna í kirkjum bæjarins.
Guðni Gíslason
Sýningar í Bæjarbíói
Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik-
myndasafn Íslands Sommaren med
Monika frá árinu 1953 í leikstjórn
Ingmar Bergman. Hún fjallar á afar
óvenjulegan hátt um ástarsamband
unglinganna Harry sem er 19 ára og
Moniku 17 ára. Það er allt á móti þeim.
Harry þolir ekki vinnuna, rífst við
yfirmanninn og er rekinn. Monika rífst
við pabba sinn og hleypur að heiman.
Harry hefur lítinn bát til umráða og þau
ákveða að sigla inn í skerjagarðinn og
búa í bátnum í nokkrar vikur.
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 verður
sýnd mynd Vilgot Sjöman Älskerinnan
frá árinu 1962. Vilgot Sjöman gerði
fjölda mynda á ferli sínum þó fæstar hafi
þeirra hafi ratað til Íslands. Älskerinnan
er fyrsta mynd hans í fullri lengd og
studdi Bergman hann nokkuð við hana
og ber myndin þess nokkur merki. Bibi
Andersson leikur unga konu og myndir
fjallar um ástarþríhyrning, konuna og
samband hennar við ungan kærasta og
eldri elskhuga. Með hlutverk unga
mannsins fer Per Myrberg en elsk-
huginn er leikinn af Birger Lensandre.
Galakvöld Óperukórsins í
Gullhömrum
Galakvöld Óperukórs Hafnarfjarðar
verður haldið síðasta vetrardag í Gull-
hömrum Grafarholti.
Veislustjóri er Örn Árnason leikari en
heiðursgestir verða Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra og frú. Tónlistardag-
skrá verður fjölbreytt. Má þar nefna
Elínu Ósk, Jóhann Friðgeir, Peter Máté,
Örn Árnason og fl. Dansarar úr Dans-
íþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans og
Salonhljómsveit Sigurðar Snorrasonar
leikur undir söng og dansi. Sam-
kvæmisklæðnaður áskilinn. Forsala
miða er í Bókasafni Hafnarfjarðar og
víðar en nánari upplýsingar eru á
www.operukor.is
Hraunseli, Flatahrauni 3
og hefst kl. 20.30
Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142
Munið vef félagsins: www.febh.is
Hið vinsæla Capri-tríó leikur
fyrir dansi.
Hver vill missa af þessum dansleik?
Dansleikur eldri borgara
síðasta vetrardag, 19. apríl
Fróðleikur:
Skírdagur
Skírdagur er fimmtudaginn
fyrir páska. Þá er minnst heilagr-
ar kvöldmáltíðar og þess að
Kristur þvoði fætur lærisveina
sinna. Þennan dag var altari
þvegið og olía vígð í katólskum
sið, og varð hann fljótt aflausnar-
dagur syndara. Að slíkri hreinsun
lýtur skírdagsheitið, sem til er í
elstu norrænum textum og á sér
hliðstæðu í gamalli ensku. Á
skírdag eða kvöldið áður var
klukkum hringt til messu á ka-
tólskum tíma í síðasta sinn fram
að páskum, og ljós deyfð í kirkj-
um. Eftir siðaskipti hefur loðað
við að halda til skírdagsins sem
föstuloka í mat, og eru heimildir
frá 18. og 19. öld um sérstakan
grjónagraut þann dag, skírdags-
graut.
Páskar
Páskadagur er fyrsta sunnudag
eftir fullt tungl að loknum vor-
jafndægrum, þó ekki fyrr en 22.
mars og ekki síðar en 25. apríl.
Aðrar hræranlegar kirkjuhátíðir
miðast allar við páska. Páska
héldu Gyðingar í fyrndinni til að
fagna sauðburði og fyrstu korn-
uppskeru, en síðar tengdust
páskarnir flóttanum frá Egypta-
landi. Páskarnir eru aðalhátíð
kristinnar kirkju og er þá minnst
upprisu Krists frá dauðum.
Páska-heitið er komið í nor-
rænu um lágþýsku úr fornensku
en er hebreskt að uppruna. Fjór-
heilagt var á katólskum páskum
hérlendis en við siðaskipti fækk-
aði páskadögum í þrjá og enn í
tvo árið 1770. Til eru frá katólsk-
um sið heimildir um skrúð-
göngur við páskamessu og um
kveiking og vígslu elds í kirkj-
unni, hvorttveggja vel þekkt ytra.
Til eldkveikingar voru notuð
safngler og sennilega líka
„slíkisteinar“ sem taldir eru í
máldögum kirkna. Gamlir ís-
lenskir siðir tengdir páskum eru
fáir að undanskildu páskakjöti og
páskagraut eftir föstuna. Ekki er
mikið um þjóðtrú tengda pásk-
um. Þó þykir gott að leita
óskasteins á páskamorgun, og þá
sofa tröll og óargadýr. Til eru
íslenskar frásagnir af sólardansi á
páskamorgun, allar frá 19. öld.
Kann sá átrúnaður að skýrast af
hillingum á köldum sólar-
morgnum.
Páskaegg þekkjast ekki hér
fyrr en á öðrum áratug 20. aldar.
Sá siður sprettur af því að
leiguliðar í Mið-Evrópu guldu á
miðöldum egg í skatt fyrir páska.
Dreifðu landeigendur hluta hans
meðal fátækra, svo að páskar
urðu mikil eggjahátíð. Síðar voru
eggin myndskreytt, oft með
guðsorði, og enn síðar framleidd
sælgætisegg af ýmsu tagi. Með
þeim voru send ýmis skilaboð og
ekki öll guðrækileg, hérlendis
einkum málshættir. Páskarnir
voru aldrei vorhátíð á Íslandi
eins og sunnar í Evrópu. Til þess
eru þeir of snemma á ferð.
Sumardagurinn fyrsti er hin
eiginlega íslenska vorhátíð.
Heimild: Saga daganna eftir Árna
Björnsson, 1996