Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 12. apríl 2006
Föstudaginn langa 14. apríl
Guðsþjónusta kl. 14
Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson.
Organisti og píanóleikari: Antonía Hevesi.
Gréta Jónsdóttir og Hrönn Hafliðadóttir,
mezzosópranar syngja tvísöng.
Páskadag 16. apríl
Árdegis- og hátíðarguðsþjónusta
kl. 08. Ath. tímann
Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason.
Guðrún Árný Karlsdóttir syngur einsöng
og leikur undir á flygil.
Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng.
Páskamorgunverður eftir guðsþjónustuna í Hásölum
Strandbergs.
Annan dag páska
Opin kirkja. Kl. 11-12
Kveikt á bænakertum
www.hafnarf jardark i rkja. is
Opið fyrir matar-
gesti alla páskana.
Sumardagurinn fyrsti:
Fiskisúpa Fjörugarðsins með
blönduðu sjávarfangi framreidd
í brauðkollu á 950 kr.
Opið hús frá kl. 12 -17
sími 565 1213
Barna- og
unglingaföt
Úrval af vönduðum
og ódýrum barna-
og unglingafötum.
Föt & Skart
Öldugötu 17
Opið kl. 11-18
sími 868 0418
Vinsamlegast hringið á undan
www.fjorukrain.is
Ástjarnarsókn
í samkomusal Hauka, Ásvöllum
Guðsþjónusta páskadag kl. 11
Fríkirkjan
Föstudaginn langa:
Kvöldvaka við krossinn kl. 20
Flutt verður dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum
föstudagsins langa
Páskadag:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08 árd.
Glæsilegur morgunverður í safnaðarheimilinu að lokinni
guðsþjónustu.
Tónlistarstjóri er Örn Arnarson
www.frikirkja.is
Föstudagurinn langi
Föstudagurinn langi eða langa-
frjádagur er föstudagurinn fyrir
páska. Þá er minnst pínu Krists á
krossinum. Norræna heitið virð-
ist upphaflega komið úr forn-
ensku, en myndir þess tvær eru
nokkuð jafngamlar í norrænu og
voru notaðar hérlendis jöfnum
höndum fram á 19. öld þegar
„föstudagurinn langi“ verður nær
einráður. Dagurinn var mesti
sorgardagur ársins, með strangri
föstu í katólskum sið. Ýmsar
heimildir geta um að börn og
jafnvel vinnuhjú hafi verið hýdd
þennan dag til afbötunar drýgð-
um syndum. Má jafnvel telja
staðfest að þetta hafi sumstaðar
verið tíðkað á 18. og 19. öld.
Kynni í slíkri venju að eima eftir
af yfirbótahýðingum úr katólsku.
Sú þjóðtrú var meðal annars á
föstudeginum langa að hann
hentaði vel til að verða sér úti um
hulinhjálmstein eða sögustein. Á
föstudaginn langa skal draga
fána í hálfa stöng.
Heimild: Saga daganna eftir Árna
Björnsson, 1996
Naglarnir burt
eftir 15. apríl
Á laugardaginn, 15. apríl eiga
allir bifreiðaeigendur að vera
búnir skipta nagladekkjum út
fyrir sumardekk.
Í seinasta Fjarðarpósti skrifa
maður að nafni Guðmundur
Jónsson sem er stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði. Þar leggur
hann út af grein Eddu
Björgvinsdóttur sem
skrifuð var í Morgun-
blaðið í seinasta mán-
uði. Þó svo að ég í ein-
feldni minni átti mig
ekki alveg á öllu því
sem Guðmundur er að
fara er rétt að fara yfir
nokkur atriði.
Framsóknarflokkurinn =
sjálfstæðismenn
Í greininni er eitthvað um yfir-
borðskenndar, og einkennilegar
fullyrðingar sem dæma sig alveg
sjálfar. Til dæmis má tiltaka
gamalkunnugt jarm sem Guð-
mundur Jónsson, ásamt Valgerði
álráðherra Sverrisdóttir eru sjálf-
sagt ein um, en það er þessi
skondna hugmynd að pólitískar
hreyfingar séu sérstaklega að
óska eftir því að hreindýramosi
og hundasúrur séu ræktuð í ein-
hverjum undarlegum tilgangi.
Við Hafnfirðingar vitum svo sem
betur en margir að það er reyndar
ýmislegt fleira misgott sem
framsóknarmenn eiga sameigin-
legt með framsóknarmönnum.
Við kjósum um hægri og
vinstri
Af því málefnalega sem eftir
stendur í greininni stendur eitt
upp úr. Það er hin klassíska sýn
að kjósendur séu annað hvort að
kjósa um hægri eða vinstri
stjórn. Guðmundur bendir á að
vinstri stjórnin muni aldrei koma
stækkun álvers í gegn. Þetta er
auðvitað hárrétt hjá
Guðmundi. Svo
framarlega sem aðild
að þessari stjórn eigi
vinstri græn. Þó ekki
væri nema andstaðan
við það að Hafnar-
fjörður, bærinn okkar
og annað stærsta
sveitarfélag landsins,
verði í þvílíkum helj-
argreipum erlends
stórfyrirtækis, að meginþorri
tekna bæjarins komi frá einu
fyrirtæki sem með geðþótta-
ákvörðun sinni geti ákveðið að
leggja niður hundruð starfa hér í
Hafnarfirði. Þetta gildir burtséð
frá því hvort við viljum sjá
stóriðju hér í bænum eða ekki!
Hitt er annað mál að það er
deginum ljósara að Sjálfstæðis-
flokkurinn styður stækkun ál-
vers. Það er hins vegar engan
veginn ljóst hvaða afstöðu Sam-
fylkingin hefur til málsins.
Þeir sem hafna stækkun álvers
kjósa vinstri græna
Ég vil svo gjarna fá að vita
hvaða afstöðu núverandi meiri-
hluti hefur í málinu. Það má svo
sem merkja af lóðasölunni undir
álverið og af langtímafjárhags-
áætlun bæjarins sem er undir-
rituð af bæjarstjóra að Samfylk-
ingin tekur stækkun álversins
fagnandi. Því hefur ekki verið
neitað. Þeir sem hafna stækkun
álvers kjósa því vinstri græna.
Þeir sem hafna stækkun
álvers kjósa vinstri græn
Gestur
Svavarsson
Soðin egg merkt X-D verða
falin í Hellisgerði á laugar-
daginn og börnum boðið að fara
um garðinn í einskonar ratleik
til að finna þau. Þeir sem finna
egg, fá í skiptum páskaegg frá
Góu. Að sögn sjálfstæðismanna
er fyrirmynd að leiknum sótt til
sjálfstæðisfólks í Reykjavík þar
sem leikurinn hefur þótt takast
vel og liður í að gefa fjölskyld-
um tækifæri á að vera saman í
skemmtilegum leik.
Leikurinn hefst í Hellisgerði
kl. 13 og stendur yfir í allt að
tvo tíma.
Páskaeggjaleit í Hellisgerði
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til páskaeggjaleitar fyrir
börn á laugardaginn fyrir páska
Krafist er dugnaðar, árverkni,
stundvísi og samviskusemi.
Lágmarksaldur 18 ár eða fædd 1988 eða fyrr.
Viljum ráða bæði stráka og stelpur.
Vinsamlega sendið allar nauðsynlegar
upplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang,
skóla, fyrri störf og nafn og
símanúmer meðmælanda á
gasfelagid@simnet.is eða
Gasfélagið ehf, Straumsvík,
220 Hafnarfjörður
Gasfélagið ehf., Straumsvík
vantar sumarstarfsfólk sem fyrst