Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Síða 15
Fimmtudagur 12. apríl 2006 H3
Hamar: Af hverju
þessi mikli áhugi á
skólamálum?
María: Það er erfitt að hafa
ekki áhuga á menntun enda
er menntun ævilöng vegferð.
Foreldrar hafa almennt
mikinn áhuga á menntun
barna sinna og áhuginn hefur
aukist eftir því sem skólinn
hefur orðið stærri hluti af lífi
barnanna. Áhugi minn á
skólamálum vaknaði fyrir
alvöru þegar dóttir mín byrj-
aði í skóla í Bandaríkjunum.
Þar voru foreldrar mjög
virkir þátttakendur í skóla-
starfinu. Við aðstoðuðum
kennara í þemavinnu, kynnt-
um störf okkar og skipu-
lögðum fjáraflanir og fjöl-
skylduskemmtanir í sam-
starfi við kennarana í skólan-
um. Ýmis félagastarfsemi, s.s.
skátastarf, er einnig rekin í
beinum tengslum við skólana
og nemendur stunda tón-
listarnám á skólatíma. Þessi
reynsla vakti áhuga minn á
að verða virkur þátttakandi í
skólastarfi dóttur minnar.
Hamar: Þú talar oft
um að horfa heildstætt
á málefni barna.
Hvernig tengist það
skólamálum?
María: Ég trúi því að ef við
ætlum að gefa öllum börnum
kost á bestu mögulegu skil-
yrðum til vaxtar og þroska
þurfum við að setja börnin
sjálf í brennidepil þegar við
ræðum um skólamál. Ég vil
búa í samfélagi sem lítur á
réttindi og möguleika barna
allt frá fæðingu og horfir
heildstætt á málefni þeirra,
hvort sem um er að ræða
skólamál, fjölskyldumál eða
félagsmál. Samfélagið okkar
þarf að gefa fólki tækifæri til
að fara eigin leiðir og hafa
þannig áhrif á sitt nánasta
umhverfi, eins og t.d. aðstöðu
barna, og frjálst val um skóla.
Hamar: Hvernig eru
skólar í Hafnarfirði?
María: Það eru margir góðir
skólar í Hafnarfirði og mikið
af frábæru fagfólki sem vinn-
ur með börnunum okkar
hvern dag. Þetta skiptir for-
eldra máli því þeir þurfa að
vera öryggir um börnin sín á
meðan þeir stunda vinnu.
Þrátt fyrir góða aðstöðu og
gott starfsfólk skortir hins
vegar enn raunverulega val-
kosti um nám. Til að auka
valkosti þurfa að fara saman
stefna og vilji bæjaryfirvalda
til framkvæmda. Mér finnst
hægt hafa miðast í þessa
áttina hér í Hafnarfirði á
þessu kjörtímabili. Samfylk-
ingin tók sér tæp þrjú ár í að
móta skólastefnu sem er ítar-
leg og tiltekur áherslur nánar
en lög og námsskrár marka.
Slíkar stefnur þrengja svig-
rúm skóla til skólaþróunar.
Hamar: Hver er fram-
tíðarsýn ykkar
Sjálfstæðismanna í
skólamálum í Hafnar-
firði?
María: Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur ávallt sett menntun
á oddinn og skilur vel að það
er hverri þjóð nauðsyn að
eiga öflugt og gott mennta-
kerfi. Markmið okkar er að
hafnfirskir skólar séu ávallt í
hópi þeirra bestu. Við teljum
auðvelt að ná fram þeim
markmiðum með þá aðstöðu
og starfsfólk sem er til staðar.
Okkar sýn er skýr. Stjórn-
málamenn eiga ekki að stýra
skólastarfi, þeir eiga fyrst og
fremst að skapa stjórnendum
og starfsfólki aðstæður, svig-
rúm og skilning til að vinna
starf sitt. Skólaþróun verður
til í grasrótinni - ekki á borð-
um pólitíkusa. Með þetta
hugarfar að leiðarljósi veitum
við skólunum raunveruleg
tækifæri til að þróast í takt við
nýjar þarfir barna og fjöl-
skyldna í Hafnarfirði.
Hamar: Þið leggið
áherslu á aukið sjálf-
stæði skóla og viljið
setja skólastjórnir
fyrir hvern skóla?
Hvað þýðir þetta?
María: Sjálfstæðisflokkur-
inn ætlar að gera Hafnarfjörð
að leiðandi bæ í skólamálum í
landinu. Til þess að svo geti
orðið þurfa stjórnvöld að
veita skólunum viðeigandi
stuðning og hvatningu. Einn
þáttur í því er að veita skól-
unum rekstrarlegt og faglegt
sjálfstæði og auka stjórnunar-
rétt og ábyrgð stjórnenda,.
Með slíku fyrirkomulagi auk-
ast möguleikar til að umbuna
framsæknum og þjónustu-
miðuðum skólum og kenn-
urum. Mér finnst eðlilegt að
árangur kennara verði met-
inn ekki síður en nemenda.
Skólastjórnir eru líka eðlilegt
næsta skref í átt að auknu
sjálfstæði og aukinni vald-
dreifingu innan skólanna.
Með þátttöku hagsmuna-
aðila eins og foreldra í
skólastjórnum fær-
um við starf-
semina nær
neytendum
þjónustunn-
ar.
Þessi hugsun að færa neyt-
andann nær ákvarðanatöku
er mjög stórt skref frá skipu-
lagshyggju í átt að auknu
íbúalýðræði.
Hamar: Hvað þýðir
að fé fylgi hverju
barni?
María: Hverfaskipting
skóla var afnumin í tíð meiri-
hluta Sjálfstæðisflokks en fáir
foreldrar vita af því vegna
þess að núverandi meirihluti
hefur lítið lagt sig fram um að
kynna þetta val. Val um skóla
er mikilvægur liður í að
tryggja að barn fái þjónustu
sem hæfir getu þess og hæfi-
leikum. Opinbert fé til
menntunar á að fylgja nem-
endum til þeirra skóla sem
þeir velja sér, án tilllits til
eignarhalds eða rekstrar-
forms. Við viljum tryggja
hverju barni jafnt framlag
hvort sem það sækir skóla í
sínu hverfi eða öðru, eða
jafnvel í sjálfstæðum skóla.
Slíkt fyrirkomulag skapar
ákveðna neytenda- og sam-
keppnishugsun í skóla-
kerfið og gerir árangur
skóla sýnilegan og
metinn. Skólar
keppast um að
laða til sín
n e m e n d u r
og hafa því
a u k i n n
hvata til
þess að
skapa sér
s é r s t ö ð u
eða skara
framúr á
einhverjum
sviðum.
Ávinningsins njóta nem-
endurnir.
Hamar: Nú er mikið
rætt um samfellu á
milli skólastiga. Er
hægt að koma því við?
María: Sveigjanleg skil
skólastiga er mjög spennandi
verkefni. Hafnarfjörður á að
taka frumkvæði í að efla sam-
fellu og samstarf á milli
skólastiga með nemandann í
forgrunni. Börn sem hafa til
þess getu eiga að fá tækifæri
til að byrja fyrr í grunnskóla.
Börn sem ná góðum árangri
eiga líka að hafa tækifæri til
að fara hraðar í gegnum
grunnskólann og jafnvel taka
áfanga í framhaldsskóla þrátt
fyrir að vera enn á grunn-
skólaaldri. Fyrir þessa áfanga
á bæjarfélagið að greiða svo
að tryggt sé að allir nem-
endur hafi jafnan aðgang.
Sama svigrúm þarf að vera
fyrir hendi fyrir börn sem
hafa meiri áhuga á list- og
verkgreinum.
María Kristín Gylfadóttir stjórnmálafræðingur
er nýtt andlit á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
Hún byrjaði að taka þátt í bæjarmálunum þegar
hún flutti aftur til Hafnarfjarðar árið 2000 eftir 8
ára námsdvöl í Bandaríkjunum. María vakti
verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína sem
formaður Heimilis og skóla - landssamtaka
foreldra, í 8 vikna verkfalli kennara fyrir rúmu ári
síðan. Hún hefur lengi verið virk í foreldrastarfi,
starfar fyrir evrópska áætlun um starfsmenntun
og á sæti í fjölmörgum nefndum hérlendis og
erlendis um menntamál. Nýverið var hún skipuð í
nefnd menntamálaráðherra um endurskoðun
grunnskólalaga.
Frumkvæði í menntamálum
ER-hús ehf.
Reynir Einarsson, húsasmíðam.
Erlendur G. Gunnarsson, húsasm.m.
Símar 893 6346, 861 8100
Endurskoðun
Gísla Torfasonar
Fjarðargötu 11
sími 555 1523