Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Page 17
Fimmtudagur 12. apríl 2006 H5
Fasteignagjöldin
hækkað mest í
Hafnarfirði
En snúum okkur að grein
Gunnars, þar nefnir hann að
samanburður sé mikilvægur
og er ég honum alveg hjart-
anlega sammála í þeim efn-
um en það er ekki sama
hvernig samanburður er
framreiddur fyrir lesendur.
Það virðist sem Gunnar sé
vísvitandi að blekkja lesend-
ur með framsetningu töflu
um samanburð á tekjum af
fasteignasköttum á íbúa.
Þessi samanburður segir ekki
til um hver raunhækkun
hefur orðið á fasteignaskatti í
Hafnarfirði. Ég er þess full-
viss að íbúðareigendur í
Hafnarfirði hafa fundið fyrir
verulega meiri hækkun en
7% eins og Gunnar og félagar
hans í Samfylkingunni eru að
fullyrða. Það var ASÍ sem
framkvæmdi þennan saman-
burð á fasteignagjöldum á
íbúðarhúsnæði áranna 2003-
2006 en þar kemur fram m.a.
að fasteignamat hefur hækk-
að minnst í Hafnarfirði og
Akureyri sem ætti að leiða til
lægri fasteignagjalda í krón-
um talið. Þessi samanburður
tekur til allra stóru sveitar-
félaganna á suðvesturhorni
landsins auk Akureyrar. Þar
kemur fram að fasteignagjöld
á sérbýli og fjölbýli eru tölu-
vert hærri í Hafnarfirði en í
flestum nágrannasveitarfé-
lögum okkar en fasteignagjöld
af fjölbýli (90m² íbúð) hafa hækk-
að um 38% og af sérbýli um
44% (170m² íbúð) frá árinu
2003. En á stærri eignum hefur
fasteignaskatturinn hækkað allt
að 60%.
En það sem skiptir mestu
máli fyrir okkur sem þurfum
að greiða þessi gjöld þá hafa
fasteignagjöld hækkað mest í
Hafnarfirði ef talið er í krón-
um og aurum eins og með-
fylgjandi myndir sýna.
Leyna óþægilegum
staðreyndum
Hafnfirðingar ættu að
kynna sér skýrslu ASÍ (asi.is)
þar sem sést hvernig bæjar-
fulltrúar Samfylkingarinnar
reyna að blekkja kjósendur í
Hafnarfirði með samanburði
sem þeim hentar. Við Sjálf-
stæðismenn í Hafnarfirði
ásamt öllum bæjarbúum ger-
um þá kröfu til frambjóðenda
Samfylkingarinnar að þeir
fjalli um fjármál bæjarinns á
ábyrgan og faglegan hátt sem
er þó að skiljanlegum ástæð-
um erfitt fyrir þá þar sem
margar óþægilegar stað-
reyndir sem fulltrúar Sam-
fylkingarinnar hafa reynt að
leyna, koma þá fram í dags-
ljósið eins og t.d. fasteigna-
gjöldin eru.
Í komandi sveitarstjórnar-
kosningum hafa Hafnfirðing-
ar skýran valkost, en hann er
Sjálfstæðisflokkurinn sem
hefur og mun áfram reka
ábyrga fjármálastefnu og
hefur það á stefnu skrá sinni
að lækka fasteignaskatta í
Hafnarfirði til jafns við ná-
grannasveitarfélögin.
Haraldur Ólafsson
Í Fjarðarpóstinum þann 30. mars sl. skrifar
Gunnar Svarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjar-
stjórnar undir fyrirsögninni „ábyrga fjármála-
umræðu“. Það er ljóst samkvæmt þessari grein að
hvorki Gunnar Svavarsson né Samfylkingin í
Hafnarfirði ætla að ræða um fjármál Hafnarfjarð-
ar af ábyrgð. Heldur á núna að fara í skotgryfjurn-
ar og reyna að kasta rýrð á þekkingu frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins í fjármálum sveitarfélag-
anna, með því að eins og segir í umræddri grein
„..að þekkingu og reynslu skorti vegna þess að að
viðkomandi siti ekki í bæjarráði sveitarfélagsins“.
En það sem skiptir
mestu máli fyrir
okkur sem þurfum
að greiða þessi gjöld
þá hafa
fasteignagjöld
hækkað mest hér í
Hafnarfirði ef talið
er í krónum og
aurum ...
Fasteignagjöld í fjölbýli 2003-2006
Fasteignagjöld í sérbýli 2003-2006
Skýrsla ASÍ staðfestir að álagningaprósenta fasteignagjalda er
hæst í Hafnarfirði samanborið við nágrannasveitarfélögin að
Seltjarnanesi (þar er ekki innheimt holræsagjald) og Reykjanesbæ
undanteknum.
Ábyrg fjármálaumræða
- Samfylkingin vísvitandi að blekkja kjósendur