Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Qupperneq 18

Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Qupperneq 18
Fimmtudagur 12. apríl 2006H6 Skuldirnar hækka! Heildar skuldbindingar bæjarfélagsins HÆKKUÐU á síðasta ári, í besta árferði Ís- landssögunnar, fóru úr 15,2 milljörðum í 15,5. Forseti bæj- arstjórnar ritar undarlega grein í Víkurfréttir 30. mars s.l. þar sem hann birtir línurit með fyrirsögninni „Skuldir pr.“ Af línuritinu má ráða að skuldir bæjarfélagsins á hvern íbúa séu rétt um 300.000 kr og hafi lækkað úr 426.000 kr.á síðasta ári. Hér er væntanlega átt við langtíma- skuldir bæjarins, undirritað- ur fór hins vegar í reikninga bæjarsjóðs og fann þar að skuldir á íbúa eru 372.000 kr. og að heildarskuldbindingar bæjarfélagsins eru 682.000 kr á íbúa við síðustu áramót í stað 690.000 kr. áramótin á undan. Þrátt fyrir íbúafjölgun og þrettán prósent hækkun skatttekna milli ára þá lækka skuldir á íbúa aðeins um eitt einasta prósent. Fyrirfram innheimt lóðagjöld bæta stöðuna Í reikningunum kemur fram að skammtímaskuldir vegna gatnagerðar hækkuðu um 1,4 milljarða á árinu, eng- ir veltufjármunir standa á móti þessu. Það er því ljóst að taka þarf langtímalán upp á minnst 1,5 milljarða til að klára gatnagerð upp á sam- tals 2,1 milljarð sem fært er sem skammtímaskuld í reikningum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að gengi krónunnar hefur sigið mikið síðustu vikur, það þýð- ir að erlendar skuldir bæjar- ins hækka í krónum talið. Í byrjun árs skuldaði bæjar- félagið 5,5 milljarða í erlend- um lánum frá þeim tíma hef- ur gengi krónunnar lækkað um 18% sem þýðir að erlend- ar skuldir hafa hækkað um einn milljarð. Langtímaskuldir enn hærri Af þessu sést, þegar öll kurl koma til grafar, að langtíma- skuldir bæjarins eru raun- verulega 2,5 milljörðum hærri en fram kom í reikn- ingum hinn 31. desember s.l. Það eru rúmlega 110.000 krónur á hvern íbúa bæjarins. Þær þrjúhundruð þúsund krónur sem forseti bæjar- stjórnar slær fram eru því fjarri öllu lagi og nær væri að tala um tæpar fimm hundruð þúsundir sem hina raun- verulegu skuld hvers íbúa. Lakur árangur í frábæru árferði Af þessum fáu dæmum sést að árangur fráfarandi meiri- hluta í fjármálum er eins og við er að búast óviðunandi. Hei ldarskuldbindingar hækka, langtímaskuldir eru í raun hækkandi og miklu hærri en annar oddvita meiri- hlutans heldur fram. Það er því enn einu sinni ljóst að vinstrimenn hafa ekki staðið sig í rekstri bæjarins. Enn einu sinni mun þurfa að taka til hendinni og bæta fyrir lé- lega frammistöðu vinstri- manna. Sjálfstæðisflokkinn til forystu Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr tilbúinn til góðra verka og við frambjóðendur flokksins heitum því að gera okkar besta nú sem ávallt fyrr. Ég heiti á Hafnfirðinga að styðja Sjálfstæðisflokkinn til forystu svo ná megi tökum á rekstri bæjarins okkur öllum til heilla. Styrk fjármál eru grundvöllur þess að koma Hafnarfirði í fremstu röð! Oddvitar vinstrimanna í meirihluta bæjarstjórnar hafa á síðustu vikum verið ákaflega ánægðir með eigin frammistöðu við fjármálastjórn bæjarins. Það er rétt að miðað við fyrri tilraunir vinstri- manna til stjórnunar bæjarins er árangurinn góður. En ef rýnt er í tölurnar og tekið tillit til breyttra færslna í bókhaldi og annarra aðstæðna þá kemur í ljós að niðurstaðan er slök í saman- burði við Kópavog og önnur sveitarfélög sem mest líkjast Hafnarfirði. Langtímaskuldir, í dag, eru einnig hærri en fram kemur í ársreikningum. Frábær árangur eða frábært árferði? - vinstri menn ekki staðið sig í rekstrinum Af þessu sést, þegar öll kurl koma til grafar, að langtímaskuldir bæjarins eru raunverulega 2,5 milljörðum hærri en fram kom í reikningum hinn 31. desember s.l. Það eru rúmlega 110.000 krónur á hvern íbúa bæjarins Skarphéðinn Orri Björnsson

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.