Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Page 22

Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Page 22
22 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. apríl 2006 Óska eftir herbergi á leigu, helst miðsvæðis í Hafnarfirði, skilvísum greiðslum heitið. Uppl í síma 849-4423 Róbert S.O.S. Fjögurra manna fjölskyldu vantar íbúð á leigu í Hafnarfirði sem fyrst. Öruggum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar gefur Halldóra í síma 695 9906. Óskum eftir bæði 4ra og 3ja herb. íbúð á Völlum frá 1. júlí nk. Leigutími ca. 18-24 mán. Erum reyklaus og reglusöm. Öruggar greiðslur. Uppl. í s. 692 4106. Sænskur reglusamur rafmagnstæknifræðingur, sem vinnur hjá Ístak, óskar eftir að leigja 1-3ja herb. í búð í Hafnarfirði sem fyrst. Upplýsingar í s. 616 8994 Anders eða 897 0175 Lovísa. Óska eftir að komast í samband við konu sem vill taka að sér ræstingar í heimahúsi. Uppl. í s. 867 7185. Ljós grár og hvítur norskur skógarköttur hvarf að heiman (Tjarnarbraut), um mán.mót. Hann er mjög loðinn með stórt og mikið skott. Ef einhver hefur orðið hennar var, vinsaml. hringið í s. 862 0021 eða 555 0021. Tara er týnd!!! „Ég er hvítgrá (shaded silver)persnesk, mjög loðin læða sem týndist af heimili mínu Blikaási 9 í Hafnarfirði þann 8. apríl sl.“ Tara er ólarlaus en er eyrnamerkt (R3HO44). Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vins. beðnir um að hafa samb. við Elísabetu í s. 863 6679. Þú getur sent Tapað - fundið Þrif Húsnæði óskast Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Hvaða flokk myndir þú kjósa í Hafnarfirði ef kosið væri í dag? Framsóknarflokk og óháða 6% Samfylkinguna 36% Sjálfstæðisflokkinn 47% Vinstrihreyfinguna grænt framboð 11% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Heilsuvörur Erum með mikið úrval af Aloe Vera heilsuvörum frá Forever Living Products; drykkir, næringarviðbót, húðumhirða og snyrtivörur... aloe.verslunin.net sími 869 6448 Vönduð tölvuþjónusta Einstaklingar og fyrirtæki Kem á staðinn og geri við 11 ára reynsla Viðukenndur af Microsoft www.tolvudeildin.net Sími 898 0690 Kornið Bakarí óskar eftir starfsfólki Fólk í fullt starf óskast, vinnutími kl. 7-13 aðra vikuna og 13-18 hina vikuna. Upplýsingar á staðnum hjá Matthildi Bakaríið Kornið, Tjarnarvöllum 15 (við hliðina á Bónus) Laun ófaglærðs starfsfólks á Hrafnistu og Sólvangi hér í Hafnarfirði eru allt of lág og verulega lægri en greitt er fyrir skyld störf hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar munar tugum þúsunda króna á mánuði. Þar að auki er vinnuálag á þessum stofnunum langt um- fram það sem eðlilegt getur talist. Algengt er að það vanti fólk í tvö til þrjú störf af hverj- um tíu og vinnu þeirra starfa bætt á starfsfólk- ið. Mjög sjaldan er greitt aukalega fyrir þessa miklu umframvinnu, en þegar það er gert er um óverulegar upphæðir að ræða. Það er því beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir ríkissjóð og viðkomandi stofnanir að undirmönnun sé sem mest. Væri rétt og sanngjarnt staðið að greiðslum fyrir þessa aukavinnu mundu laun hvers ófaglærðs starfs- manns hækka um 20% til 30% fyrir vaktina. Hér er um hundruð þúsunda króna að ræða fyrir hvern starfsmann á ársgrund- velli. Við þessar aðstæður vinnur ófaglært starfsfólk á Hrafnistu og Sólvangi í dag. Heimskulegt Það má vel vera að ráðamenn þessara stofnana ráðgeri ekki þessa undirmönnun, en hún er samt til staðar og á ekki að leysast í sjálfboðaliðsvinnu. Það er því ekkert nema sanngirnis- krafa að fólkið fái hærri laun og sérstaka álagsgreiðslu þegar það tekur á sig vinnu sem aðrir eiga að vinna. Þeir sem þessum málum stjórna eiga að sjá til þess að skipt sé á milli ófaglærða starfs- fólksins launum þeirra stöðugilda sem vantar starfsfólk í. Ef það er ekki gert þá er viðkomandi stofnun og ríkið að hafa laun af starfsfólkinu. Þann- ig framkoma er bæði aðfinnsluverð og heimskuleg, því það góða starfsfólk sem þessar stofnanir hafa haft hingað til íhugar nú að segja upp og fara í önnur störf. Úrbætur Til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun og minna vinnuálag hefur starfs- fólkið farið tvisvar í setuverkfall, í seinna skiptið á fimmtudag og föstudag í síðast liðinni viku og von er á meiri aðgerðum og upp- sögnum ef úrbætur ekki fást. Fólkið vill fá sömu launahækk- anir og ófaglært starfsfólk sveit- arfélaga fékk nú fyrir skömmu síðan. Það vill einnig að metin verði til launa sú mikla umfram vinna sem það tekur á sig vegna undirmönnunar á deildum. Þetta eru sanngjarnar og aðgengilegar kröfur sem stofnanir og stjórn- völd geta strax gengið að. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrv. formaður Vlf. Hlífar. Leiðréttingu strax Sigurður T. Sigurðsson Það hefur verið stefna Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði að styðja við menningu og stuðla að frumkvæði ungs fólks í Hafn- firði. Eftir síðustu kosningar var farið af stað með listahátíðina Bjarta daga, þar sem ungt listafólk fær tækifæri á að koma sköpun sinni á fram- færi. Unglingaráð var sett á laggirnar sem hefur greiðan aðgang að bæjarstjórn og hlustað er á skoðanir og hugmyndir unga fólksins með virðingu og margt af þeirra hugmyndum er þegar komið í framkvæmd. Stór þáttur í því að stuðla að sköpun og frumkvæði ungs fólks í Hafnarfirði er sumartíminn, ÍTH og Vinnuskóli Hafnarfjarð- ar. Ýmsir hópar af mismunandi stærðum og gerðum hafa látið til sín taka í bæjarlífinu. Tónlistar- hópurinn hefur glatt bæjarbúa á góðviðrisdögum með frábærri spilamennsku sinni í miðbænum og hefur glatt unga sem aldna með heimsóknum á stofnanir bæjarins. Leiklistarhópurinn er orðinn þekkt stærð í skapandi sumarstarfi. Þar leggur ungt fólk allt sitt í að gleðja okkur hin með leikritum og uppákomum. Án efa eru leikarar framtíðarinnar að stíga þar sín fyrstu skref. Ungur fræðir ungan Fjölmiðlahópurinn leiðir unga fólkið í allan sannleika um allt það sem er á döfinni á vegum bæjarins, auk þess að vera að taka á samfélagslegum málefn- um. Í vor verður frumsýnd heim- ildarmynd um fordóma sem Fjöl- miðlahópurinn vann að ásamt Competo, jafningjafræðslu Hafn- arfjarðar sem mun án efa gleðja og fræða bæjarbúa, en síðarnefndi hópurinn hefur vakið athygli á landsvísu með ötulli baráttu sinni gegn for- dómum með hug- myndafræðinni „ung- ur fræðir ungan“. Sá hópur öðlaðist þann heiður að vera tilnefndur til Sam- f é l a g s v e r ð l a u n a Fréttablaðsins þetta árið. Competo mun vinna áfram að vi tundarvakningu meðal unga fólksins í Hafn- arfirði þetta sumarið og á eftir að setja sinn svip á bæjarbrag Hafnarfjarðar ásamt öllum hin- um hópunum. Fleiri hópar af ýmsu tagi hafa starfað yfir sumartímann og ég vil nota tæki- færið til að hvetja allt það unga fólk sem lumar á hugmyndum að viðra þær við starfsmenn ÍTH. Ég veit af eigin reynslu að vel verður tekið á móti ykkur því þetta er jú stefna bæjarins, að styðja við sköpun og frumkvæði ungs fólks í Hafnarfirði. Skapandi starf með ungu fólki Margrét Gauja Magnúsdóttir Eldsneytisverð 11. apríl 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía 117,8 114,1 Esso, Rvk.vegi. 119,3 115,5 Esso, Lækjargötu 117,4 114,5 Orkan, Óseyrarbraut 117,7 114,0 ÓB, Fjarðarkaup 117,7 114,7 ÓB, Melabraut 117,8 114,8 Skeljungur, Rvk.vegi 119,3 115,5 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.