Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Side 23

Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Side 23
Þegar undirritaður fæddist voru varnir Íslands í höndum sam- bandsríkis Íslands og Danmerkur og hvíldu eðlilega samkvæmt því að mestu á herðum Dana. Á dög- um heimsstyrjaldarinnar hinnar síðari (númer tvö) voru það í fyrstu Bretar og síðan Banda- ríkjamenn og Bretar sameigin- lega, sem sáu um varnir landsins. Síðan, eftir stríð og eftir að samn- ingur var gerður við Bandaríkja- menn um varnir landsins, sáu Bandaríkjamenn um varnirnar allt fram á þennan dag. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Nú eru vatnaskil í þessum málum. Heimsmyndin hefur breyst og okkur Íslending- um stafar ekki hætta af neinni þjóð í okkar heimshluta. Það er því mjög eðlilegt að Bandaríkja- menn vilji draga úr starfsemi sinni og kostnaði við varnir lands- ins sem að mestu hefur verið falinn í rekstri Keflavíkurflug- vallar. Það kemur mér því undar- lega fyrir sjónir hve tillögur og kröfur okkar Íslendinga eins og þær lýsa sér í stefnu stjórnvalda gagnvart Bandaríkjamönnum, eru fávísar og algjörlega úr takti við stöðu heimsmála í dag. Sú mikla áhersla sem lögð er á veru fjög- urra herþotna (fighter inter- ceptors) á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að hún skiptir engu máli varðandi varnir landsins, er lýsandi dæmi um þessa fávisku. Hverjir eru ráðgjafar ríkisstjórn- arinnar í varnarmálum? Það kæmi mér ekki á óvart að það væri helst guðinn Mammon sem þar réði ríkjum. Brottför Banda- ríska flotans (US Navy), er miklu alvarlegra mál. Eftirlitsflugsveit Bandaríkjaflota (VP Squadron) hélt uppi eftirlitsflugi umhverfis landið bæði ofansjávar og neðan. Það eftirlit skipti miklu meira máli en fjórar þotur ætlaðar til loftvarna. Það er okkur Íslendingum til vansa hvernig við tölum til vina okkar Bandaríkjamanna um þessi málefni í dag. Oftast nær bæði í ræðu og riti. Þar er því t.d. haldið á lofti að hvatir Bandaríkjamanna í þessum efnum hafi fyrst og fremst verið þær að eiga betri möguleika á því að verja sitt eigið land, og við Íslendingar skiptum þar engu máli. Ágætt íslenskt máltæki segir „hver er sjálfum sér næstur“. Erum við Íslendingar eitthvað öðruvísi en aðrar þjóðir í þessum efnum? Bandaríkjamenn héldu hér uppi vörnum í fyrstu gegn nazistum Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan gegn kommúnistum Stalins og félaga í kalda stríðinu. Þeir sýndu okkur á þessum tím- um mikla vináttu og mikið um- burðarlyndi gagnvart oft á tíðum ósanngjörnum kröfum okkar sjálfra, t.d. á tímum þorskastríð- anna gegn vinum okkar Bretum. Bandamenn gáfu okkur tvo al- þjóðlega flugvelli á stríðstímum. Flugvelli sem við sjálf hefðum ekki haft bolmagn til að byggja. Þeir hafa varið okkur vanmegn- ug, vegna smæðar okkar, gegn of- beldisöflum í okkar heimshluta í næstum sjö áratugi. Á sama tíma hömuðust svokallaðir herstöðva- andstæðingar gegn þessu sam- starfi og fóru í gönguferðir eftir Keflavíkurveginum í mótmæla- skyni gegn herstöðinni. Það er með ólíkindum hve margir af helstu menntamönnum þjóðar- innar, gáfaða fólkið, lét blekkjast af Sovétríkjunum og fagurgala kommúnista. Þetta fólk sem hryllir sig ennþá yfir morðum nasista á 6 milljónum gyðinga ypptir bara öxlum yfir þeim hundruðum milljóna sem þeir félagar Stalín og Maó og fylgi- fiskar þeirra drápu í Sovét- ríkjunum og rauða Kína. Var þetta fólk kannske ekki svo gáfað eftir allt saman og e.tv. alls ekkert vel menntað? En við getum huggað okkur við það að Sovét Ísland, óskalandið þeirra, kemur aldrei, ekki frekar en tími Jóhönnu. Það er kominn tími til að hætta að vera eingöngu þyggjendur í varnarmálunum. Við eigum að hætta þessu væli út af Keflavíkur- flugvelli og taka til í eigin ranni. Ég starfaði hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli í þrjátíu og átta ár, lungan úr kalda stríðinu og átti ágætt samstarf við Banda- ríkjamenn á þessu sviði. Ég tala því af reynslu. Nú er kominn tími til þess að við förum að gefa eitthvað til baka. Það er komið að því að við förum að þakka fyrir okkur. Við getum sjálf séð um rekstur flugvallarins sem er að mestu leiti í dag að þjóna borg- aralegu flugi, öfugt við það sem var þegar ég hóf störf sem ungur maður hjá Flugmálastjórn. Öryggismál okkar í dag eru fyrst og fremst fólgin í því að vera meðlimir í NATO, og það er það sem veitir okkur mesta vernd. Við eigum alfarið að taka að okkur rekstur flugvallarins, allt sem varðar almennt flug, en Banda- ríkjamenn eða NATO að sjá um kostnað við rekstur hernaðar- mannvirkja sem talið er nauð- synlegt að viðhalda vegna al- mennra hagsmuna NATO. Það er mín skoðun að við Íslendingar eigum í því skini að efla varnir og öryggi landsins, að efla fyrst og fremst Landhelgisgæsluna með fleiri og öflugri skipum og flug- vélum, ekki síst fleiri þyrlum, bæði til eftirlits- og björgunar/- sjúkraflugs og með fjölgun starfs- manna hjá þessari stofnun. Einnig eigum við að efla sérsveitir Lög- reglunnar verulega og gera þeim það kleyft að hafa a.m.k. slíkar sveitir starfandi í öllum lands- fjórðungum. Það er útilokað fyrir okkur Íslendinga að stofna almennan her (conventional army) til þess að verja landið, vegna fámennis þjóðarinnar. Nú á tímum frelsis í viðskiptum hefur það komið í ljós að við eigum yfir fjölda hæfra einstaklinga í þessum efnum að ráða. Á sama hátt er ég þess fullvís að við eig- um í okkar röðum fólk sem getur stjórnað varnarmálefnum okkar af skynsemi og ráðdeild. Við get- um lagt okkar af mörkum í sam- starfi vestrænna þjóða með skyn- samlegri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Spurningin er því þessi: „Eru ráðamenn þjóðarinnar tilbúnir að horfast í augu við staðreyndir, eða ætla þeir áfram að berja höfðinu við steininn?“ Eru þeir tilbúnir að axsla ábyrgðina eða vilja þeir áfram vera þyggjendur eingöngu á þessu sviði? Er víkingablóðið orðið útþynnt vatnsgutl eða hvað? Talandi um víkinga þá ættum við að sjálfsögðu að líta til nágranna okkar Dana og Norðmanna um samstarf við eftirlit á hafsvæðun- um umhverfis Ísland. Við höfum nú þegar samstarf við Dani um björgunarstörf og bæði þeir og Norðmenn hafa hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Ég segi við stjórnvöld: „Hættið þessu væli og takið til heima hjá ykkur!“ Hermann Þórðarson. www.fjardarposturinn.is 23Fimmtudagur 12. apríl 2006 Úrslit: Handbolti Úrvalsdeild karla: FH - HK: 30-27 Haukar - Vík./Fjölnir: 33-19 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - Keflavík: 81-77 Íþróttir Auglýsingar: 565 3066 Lokahóf SVH Lokahóf, síðasta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar verður haldið mið- vikudaginn 19. apríl n.k. í sal félagsins að Flatahrauni 29. Hefð er fyrir því hjá SVH að halda lokahófið á síðasta vetrardag og kalla það „kvöldið fyrir sumar- daginn fyrsta“ og fagna þannig komu sumars og nýs veiði- tímabils. Happdrættið verður á sínum stað með mörgum glæsi- legum vinningum, gefnum af fjölmörgum fyrirtækjum. Kynn- ing verður á Fluguveiðiskóla Arkó og Pálma Gunnarssonar og munu þeir Pálmi, stórveiðimaður og hljómlistarmaður og Guð- mundur Guðmundsson hjá Arkó veiðiþjónustunni sjá um kynn- inguna. Húsið verður opnað kl. 20 og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti. Loksins sögðu margir eftir góðan sigur FH á HK í Íslandsmótinu í handknattleik karla. Gengi liðs FH var arfa- slakt í byrjun móts en strákarnir hafa verið að ná betur saman og áttu mjög góðan leik á sunnu- dagskvöld, vel studdir af áhorf- endum sem virðast líka vera að taka við sér eftir rólegan vetur. FH-ingar eru nú í 7. sæti og eiga tvo leiki eftir, gegn Vík- ingi/Fjölni og Haukum í síðustu umferð. Lendi liðið í einu af 8 efstu sætunum leikur það í úrvalsdeild næsta leiktímabil en staðan virðist vera allvænleg þó ekkert sé öruggt. FH-ingar sigruðu HK með 3 marka mun, en Haukar unnu HK með 2ja marka mun í síðustu umferð. Haukar eru hinsvegar jafnir Fram í efsta sæti og verða að treysta á heppni eigi liðið að verða Íslandsmeistarar. FH-ingar líta nú aftur til sólar Sigruðu HK í mikilvægum leik Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fjölbreytt tónlist á páskum Guðrún Árný, Gréta, Hrönn og barnakórar í Hafnarfjarðarkirkju Við árdegis- og hátíðarguðs- þjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á páskadagsmorgun kl. 8 mun Guðrún Árný Karlsdóttir, hin efnilega hafnfirska söngkona, syngja einsöng við eigin undir- leik á flygil og kór Hafnar- fjarðarkirkju leiða safnaðarsöng og Antonía Hevesi organisti leika á orgel. Eftir hátíðarguðs- þjónustuna er boðið til páska- morgunverðar í Hásölum Strand- bergs. Við messu á helgu skírdags- kvöldi kl. 20 mun barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Við guðsþjónustu á föstudaginn langa kl. 14 munu þær Gréta Jónsdóttir og Hrönn Hafliða- dóttir mezzosópranar syngja tvísöng. Segja prestar kirkjunnar að helgihald í kyrruviku sé inn- haldsríkt og gefandi og fagnaðar- ríkt á páskum og vænta góðrar aðsóknar sóknarbarna. Ber er hver að baki ... Hraunsel: Eldri borgarar dansa á síðasta vetrardag Félag eldri borgara í Hafnar- firði kveður veturinn og fagnar sumri með dansleik, síðasta vetr- ardag, miðvikudaginn 19. apríl n.k. Þar leikur Capri-tríó fyrir dansi og eru allir eldri borgarar bæjarins velkomnir. Opnunartími um páskana Skírdagur: opið 13-19 Föstudagurinn langi: opið 13-19 Laugardagur: 12-23 Páskadagur: Lokað Annar í páskum: opið 13-23 Söluturninn Hringbraut (Bryndísarsjoppa) sími 555 3546 Mjólk brauð ís hamborgarar og franskar

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.