Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. september 2006
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Sunnudaginn 1. október
Fjölskylduhátíð kl. 11
Sr. Kjartan Jónsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason
leiða hátíðina ásamt leiðtogun sunnudagaskólannna.
Hljómsveitin Gleðigjafar syngur og leikur.
Góðgæti í boði í Strandbergi.
Sætaferð frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55
Gospelmessa kl. 20
Gospelsveit Fíladelfíu leikur og syngur
Stjórnandi: Óskar Einarsson.
Einsöngvarar: Hrönn Svansdóttir og Edgar Smári.
Óskar Einarson leikur á píanó og Símon
Hjaltason á gítar
Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason
og sr. Kjartan Jónsson.
www.hafnarf jardark i rkja. is
17. Vífilfell hf., bréf.
Lagt fram bréf, dags. 6.
september ´06, frá SAV f.h. Vífil-
fells hf. þar sem óskað er eftir lóð.
Bæjarráð samþykkir að vísa
bréfinu til frekari vinnslu hjá
skipulags- og byggingarsviði.
2. Hlaðbær-Colas/Ris ehf.,
vilyrði.
Lögð fram teikning af iðnaðar-
svæðinu í Kapelluhrauni.
Bæjarráð leggur eftirfarandi til
við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkir að veita
Hlaðbæ-Colas, kt. 420187-1499,
og Ris ehf., kt. 610566-0149,
vilyrði fyrir lóðum, sbr. framlagða
teikningu, á iðnaðarsvæðinu í
Kapelluhrauni með fyrirvara um
samþykkt deiliskipulag.“
2. Vesturgata 32 – Bungalow
Formaður kynnti tillögu að
fyrirhuguðu útboði vegna fram-
kvæmda við ytra birði hússins.
Lögð fram styrkumsókn til
Húsafriðunarsjóðs ríkisins.
Sigurður Haraldsson forstöðu-
maður Fasteignafélags gerði
grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð heimilar
Fasteignafélaginu að fara í forval
vegna ytra birðis hússins og
jafnfram að sækja um styrk til
Húsafriðunarsjóðs ríkisins vegna
endurbótanna.
3. Hraunvallaskóli,
verksamningur 2. og 3. áfanga
Lagður fram verksamningur við
Fjarðarmót ehf vegna byggingar
2. og 3. áfanga skólans. Sigurð-
ur Haraldsson forstöðumaður
Fasteignafélags gerði grein fyrir
samningunum. Einnig lagður fram
framhaldssamningur vegna
umsjónar og eftirlits með fram-
kvæmdunum.
Framkvæmdaráð leggur
eftirfarandi til við bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkir framlagða verksamninga
við Fjarðarmót ehf vegna 2. og 3.
áfanga Hraunvallaskóla. Einnig
framhaldssamning vegna umsjón-
ar og eftirlits við VSB verkfræði-
stofu ehf.“
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða með 5 atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Framkvæmdaráði gera fyrirspurn
um eldhús í 1. áfanga Hraun-
vallaskóla og óska eftir skriflegu
svari.
Hvenær og af hverjum var tekin
ákvörðun um að koma fyrir
eldhúsi til bráðabirgða í 1. áfanga
Hraunvallaskóla þegar fyrir lá að
það var ekki gert ráð fyrir eldhúsi
fyrr en í 2. áfanga. Hversu mikill
kostnaður var af þessu fráviki frá
byggingarlýsingu ?
4. Lækur, athvarf fyrir fólk
með geðraskanir
Lagt fram bréf frá Rauða krossi
Íslands, dags. 22. sept. sl., þar
sem þess er farið á leit við
Hafnarfjarðarbæ að gerður verði
nýr rekstrarsamningur sem taki
gildi frá og með næstu áramótum
og frá sama tíma taki Hafnar-
fjarðarbær á sig stærri hluta
rekstursins.
Vísað til sviðsstjóra og fjár-
hagsáætlunar.
Sýningar í Bæjarbíói
Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik-
myndasafn Íslands myndina 79 af
stöðinni (1962) í leikstjórn Erik Balling.
Þriðjudaginn 26. sept. kl. 20 verður
sýnd myndin Salka Valka (1954) í
leikstjórn Arne Mattson. Myndin, sem er
byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs
Laxness er jafnframt fyrsta myndin sem
Edda Film og þar með Íslendingar
gerðu í samvinnu við erlenda kvik-
myndagerðarmenn. Það var að frum-
kvæði hins nýskipaða formanns Edda
Film, Guðlaugs Rósinkrans sem átti
eftir að ryðja brautina fyrir komandi kyn-
slóðir íslenskra kvikmyndagerðar-
manna og leikara. Leikstjóri og kvik-
myndatökumaður voru Svíarnir Arne
Mattson og hinn þekkti myndasmiður
sem síðar varð: Sven Nykvist. Leikarar
í aðalhlutverkum eru flestir sænskir en
Íslendingar í minni hlutverkum, s.s.
Lárus Pálsson.
Haustferð Kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju fer í
haustferð á Eyrarbakka n.k. sunnudag
1. október kl 13. Farið verður með rútu
frá Hafnarfjarðarkirkju.
Aðalfundur Foreldrafélags
Setbergsskóla
Aðalfundur Foreldrafélags Setbergs-
skóla verður haldinn þriðjudaginn
3. október nk. kl. 20 í Setbergsskóla.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun
Júlíus Björnsson, sálfræðingur flytja er-
indi um áhrif svefns og svefntruflana á
námsárangur og einbeitingarhæfileika
barna.
Mega vott í Hafnarborg
Sýningin Mega vott í Hafnarborg var
opnuð 2. september sl. Þar er teflt fram
fimm listakonum, fjórum íslenskum og
einni bandarískri, sem allar hafa í
verkum sínum tekið þátt þeirri
umbreytingu sem orðið hefur á
höggmyndlistinni undanfarið, ekki síst í
meðförum listakvenna. Þetta eru þær
Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefáns-
dóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðarsdóttir
og Jessica Stockholder.
Sýningunni lýkur 2. október.
Listamannaspjall
Listamannaspjall verður í kvöld,
fimmtudag kl. 20 í Hafnarborg.
Geirharður hinn æðsti samdi um varnir okkar
við mestu stríðsþjóð heims. Við fáum ekki að
vita hvernig varnir samið var um né síður höfum
fengið að vita fyrir hverju eigi að verja okkur.
Fyrir mestu var þó að byggingarmeisturum var
bjargað frá bráðum bana og tryggt að íbúðirnar á
vellinum verða ekki settar á frjálsan markað. Það
hefði verið skelfilegt ef sauðsvartur almúginn
hefði komist með lúkurnar í ódýrt íbúðarhús-
næði. Nei, gamla góða forræðishyggjan fær að
ráða og byggingarmeisturum tryggð sala á sínum húsum fyrst. Þeir
hugsa vel um sína þarna suðurfrá. Herinn er á förum og því ber að
fagna. Betur hefði verið ef við hefðum losað okkur við tengsl við
bandaríska herinn fyrir fullt og allt. Kannski var ekki við því að bú-
ast með ráðamenn sem hafa alist upp við Bonanza og stríðsmyndir
kanasjónvarpsins. Þeir eru síst betri þessir eldri, leynilögguáhuga-
mennirnir heldur en þeir ungu sem hafa alist upp við drápsleiki í
tölvunni heima í faðmi fjölskyldunnar.
Ekki hefur heyrst hósti né stuna frá hafnfirsku gömlu herstöðvar-
andstæðingunum, þeir kannski skammast sín fyrir baráttuna? Nei,
þeir geta verið hreyknir af því að hafa barist á meðan ég og fleiri
hlógum og sáum ekkert vont við Kanann. En hvað varð um sann-
færinguna þeirra?
Í umræðunni hefur komið fram að efla þurfi löggæslu í landinu.
Er það vitleysa í mér að virðing fyrir lögum og reglum hafi
minnkað? Þjóðfélagið er að verða sýkt af eiginhagsmunagæslu þar
sem hver hugsar um sjálfan sig og skeytir ekki um hvaða
afleiðingar það hefur fyrir aðra eða þjóðfélagið í heild. Kannski eru
það ekki erlendir hryðjuverkamenn sem við eigum að hræðast?
Guðni Gíslason
Víðistaðakirkja
Sunnudagurinn 1. október
Fjölskylduhátíð kl. 11:00
Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan
saman í einni stórri fjölskylduhátíð.
Barnakórinn og Unglingakórinn syngja
undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir.
Fundur með foreldrum fermingarbarna
í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
8-9 ára starf á mánudögum kl. 16:30
10-12 ára starf (TTT) á þriðjudögum kl. 17
Unglingastarf á þriðjudögum kl. 19:30
Kyrrðarstundir
á miðvikudögum kl. 12:00
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Opið hús fyrir eldri borgara
á miðvikudögum kl. 13:00
Spil, spjall og kaffiveitingar.
Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13:00
Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra
www.vidistadakirkja.is
Allir velkomnir
Bragi J. Ingibergsson,
sóknarprestur