Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Side 4

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Side 4
Sjóvá stóð fyrir forvarnardegi á laugardaginn í samstarfi við verslunarmiðstöðina Fjörð. Alls fóru 755 í veltibílinn og grillaðar voru 1300 pylsur að sögn Auðunar Helgasonar hjá Sjóvá. Skv. upplýsingum úr Firði komu um 5600 manns í húsið þann dag. Krakkar gátu spreytt sig í hjólreiðakeppni, prófað öryggis- belti við högg, farið í veltibílinn, prófað „ölvunargleraugu“ og yngstu krakkarnir gátu leikið sér í hoppukastala. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. september 2006                                  !"#$%&'()'#*+(*,+-*,.*,/ Bæjarráð Hafnarfjarðar, í umboði bæjarstjórnarinnar, samþykkti á fundi sínum þann 17. ágúst 2006, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 vegna íbúðabyggðar við Jófríðarstaði í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan felur í sér að hluti stofnanareits S36 við Jófríðarstaði verði breytt í íbúðarreit. Í gildandi aðalskipulagi er svæði S36 um 16.300 m² og skilgreint „Kaþólska kirkjan og leikskóli“. Með breytingunni er svæðinu skipt í þrennt. S36, kaþólska kirkjan, verður um 7.410 m², íbúðarsvæði, 4.450 m² og ný merking, S51, leikskóli, 4.440 m² verði bætt við. Breytingin á að vera til samræmis við tillögu að breyttu deiliskipulagi á kirkjulóð við Jófríðarstaði í Hafnarfirði. Tillaga að breytingu á Aðalskipu- lagi Hafnarfjarðar 1995-2015, íbúðabyggð við Jófríðarstaði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. september 2006, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi á kirkjulóð við Jófríðarstaði í Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því að hluti stofnanareits breytist í íbúðarreit. Gert er ráð fyrir þremur íbúðarbyggingum með 5 íbúðum í hverri byggingu. Einnig er gert ráð fyrir að hver bygging sé 3 hæðir, þar sem efsta hæðin er inndregin á 3 hliðar. Aðalskipulagið og deiliskipulagið verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 26. september til 24. október 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 7. nóvember 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Tillaga að breytingu á samþykktu deiliskipulagi á kirkjulóð við Jófríðarstaði í Hafnarfirði Fríkirkjan Sunnudagur 1. október Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Fríkirkjubandið leiðir létta tónlist og söng og fluttur verður vitnisburður. Guðsþjónustan er tileinkuð kvenfélagi kirkjunnar. Sporin 12 - andlegt ferðalag á fimmtudögum kl. 20. Krakkakirkjan í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 16-18. Allir velkomnir www.frikirkja.is Fjölmenni á forvarnardegi Sjóvá Það var góð reynsla að fara í veltibílinn. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár lét sig ekki vanta. Tíma- og hjólaleiknibrautin var vinsæl. Fyrrum forstjóri, Þorgils Óttar með Albert Má og Auðuni. Höggið var óþægilega mikið þrátt fyrir lítinn hraða. Sumarliði og félagi hans hjá Sjóvá mættu á mótorhjólunum. Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.