Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Side 7

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Side 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 28. september 2006 HAUKAR Blað barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Blaðamaður náði tali af Frey og spurði hvernig það legðist í hann að koma til starfa hjá Haukum? Það leggst vel í mig. Hvað leggur þú áherslu á í þinni þjálfun? Að gera einstaklinginn betri í fótbolta en hann er. Hvað skiptir mestu máli í þjálfun ungs knattspyrnufólks að þínu mati? Að fyrstu kynni af íþróttinni séu jákvæð, börnin séu ánægð og líði vel, æfingarnar séu leikrænar og skemmti- legar, að börnin taki framför- um og síðast en ekki síst að æfingarnar veiti gott uppeldi á t.d. góðu sjálfstrausti, aga, virðingu og hvatningu. Hvernig finnst þér aðstaðan til æfinga hjá Haukum? Hún er nokkuð góð en versti óvinurinn okkar verður veðrið þar sem flestar æfingarnar eru úti yfir veturinn. Freyr Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka í fótbolta Unglingalandsliðsþjálfari til Hauka Útgefandi: Knattspyrnudeild Hauka • Ábyrgðarmaður: Rósa Guðbjartsdóttir • Ritnefnd:Guðmundur Jónsson, Kristjan Ómar Björnsson, Rósa Guðbjartsdóttir. Knattspyrnudeild Hauka hefur ráðið til sín Frey Sverrisson í fullt starf við þjálfun yngri flokka félagsins. Freyr er einn reyndasti þjálf- ari landsins og hefur í rúman áratug verið í fullu starfi sem þjálfari yngri flokka Njarðvíkur við mjög góðan orðstír. Jafnframt hefur Freyr unnið í mörg ár við þjálfun yngri landsliða Íslands og sinnt ýmsum verkefnum á vegum KSÍ. Freyr mun áfram starfa sem þjálfari U16 ára landsliðs Íslands samhliða þjálfuninni hjá Haukum. Það er mikil lyftistöng fyrir knattspyrnudeildina og iðkendur hjá Haukum að fá Frey til starfa, enda hefur hann verið eftirsóttur sl. ár af mörgum fjölmennustu liðum landsins. Yngri flokkastarf Hauka hefur verið endurskipulagt og í vetur munu tveir þjálfarar verða í fullu starfi hjá félaginu. Vonir eru bundnar við að það muni skila enn markvissari og betri þjálfun en áður.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.