Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. desember 2006
Hvernig undirbýr bæjar-
stjórinn í Hafnarfirði jólin?
Það er oft ekki mikill tími til
undirbúnings þegar helsti álags-
tími ársins er við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar skömmu fyrir jól,
en við Hanna höfum reynt að hefja
jólaundirbúninginn snemma og
það hjálpar líka til þegar börnin
eru heima og taka virkan þátt í
öllum undirbúningi. Eldri strák-
arnir hafa verið í prófum í
Háskólanum og Flensborg en sá
yngsti sem er í Lækjarskóla ýtir
mjög duglega við pabba sínum
og það er besta mál. Það er búið
að skreyta inni og úti og baka
piparkökur, heimsækja jólaþorp-
ið og ganga um bæinn og skoða
jólaskreytingar. Það er mikil-
vægt að fjölskyldan njóti ekki
bara jólanna og áramóta, heldur
líka aðventunnar.
Ert þú mikið jólabarn?
Hugsar þú mikið um tilgang
jólahátíðarinnar?
Já er ekki lítið jólabarn í öllum,
ungum sem öldnum. Mér finnst
skammdegið vera um margt
notalegur tími. Það er meiri ró
yfir hlutnum og ég les mikið á
þessum tíma og það er einn
aðalkostur jólanna að fjölskyldur
og ættingjar gefa sér meiri tíma
en annars til að njóta samvista.
Fólk verður að gefa sér tíma í
öllum asanum til að njóta kyrrð-
arinnar og samverunnar. Núna
þegar skammdegið er mest, þá er
líka komin ákveðin tilhlökkun
eftir björtu og fallegu sumri. Ég
hitti á sl. sumri Kanadamann
sem hefur búið hér sl. 3 ár og
spurði hann hvernig honum lík-
aði hér þegar við hefðum svo
misjafnt veðurfar og margar
árstíðir. Hann sagði að sér líkaði
vel hérna enda væru hér bara
tvær árstíðir. Ég sagði það væri
ekki rétt við hefðum fjórar
árstíðir; vetur, sumar, vor og
haust. - Nei, það eru bara tvær
sagði hann, - birta og myrkur.
Það er margt til í því sem hann
sagði og kannski upplifir hann
þetta mun sterkar en við sem
höfum alið hér manninn alla tíð.
Hvað er þér efst í huga þegar
þú lítur yfir líðandi ár?
Mér þykir ánægjulegt að sjá
hvernig bærinn okkar er að eflast
og styrkjast á allan máta. Það eru
búnir að vera miklir fram-
kvæmda- og framfaratímar í
Hafnarfirði á síðustu árum og nú
á þessu ári er fólksfjölgun meiri
en við höfum séð eða hátt í 1300
nýir íbúar á aðeins einu ári. Þetta
sýnir að bæjarfélagið er í mikilli
sókn og það skiptir miklu fyrir
okkur að nýta öll tækifæri og
treysta alla undirstöðu í byggð-
inni hjá okkur. Mér þótti líka
ánægjulegt að við lukum lang-
þráðu verkefni á þessu ári sem
var stækkun og endurbætur á
Flensborgarskóla. Það var afar
mikilvægt verkefni til að styrkja
og efla okkar helstu mennta- og
menningarstofnun sem er einnig
einn stærsti vinnustaðurinn í öll-
um bænum. Nýja húsnæðið boð-
ar algera breytingu fyrir starf-
semi og þróun skólans og það
var gaman að vera á aðventunni
á glæsilegum tónleikum Flens-
borgarkórsins með þeim Páli
Óskari og Moniku í nýja salnum
í Flensborg.
Úrslitin í bæjarstjórnarkosn-
ingunum sl. vor eru auðvitað
minnisstæð. Þau voru afgerandi
og um leið skýr skilaboð frá
bæjarbúum um að vel hafi til
tekist og við eigum að halda
áfram á sömu braut. Ég er afar
þakklátur fyrir þennan stuðning
við okkur sem höfum unnið vel
saman að stjórn bæjarins og
einnig með það víðtæka samstarf
sem hefur verið um öll megin-
verkefni okkar hér í bænum á
síðustu árum.
Árið hefur vissulega verið
annasamt en þó reynir mest á
þegar á bjátar hjá fjölskyldu og
vinum. Það voru mikil og erfið
veikindi sem faðir minn hefur
gengið í gengum fram eftir öllu
árinu og það var erfiður tími, en
að sama skapi gleðilegt þegar
hann náði sinni heilsu að mestu
aftur.
Prófkjör til alþingis voru
áberandi í haust, veltir þú því
aldrei fyrir þér að bjóða þig
fram til þings?
Ég gaf bæjarbúum skýr svör
um það fyrir kosningarnar á sl.
vori að ég væri að leita eftir
endurnýjuðu umboði til að leiða
stjórn bæjarmála og starfa áfram
sem bæjarstjóri á nýju kjörtíma-
bili. Það kom því aldrei annað til
greina í mínum huga, enda voru
úrslit kosninganna afdráttarlaus.
Það er hins vegar mikilvægt að
rödd okkar Hafnfirðinga heyrist
með skýrum hætti á Alþingi og
okkar hagsmunamálum sé þar
fylgt eftir af röggsemi. Það er
tryggt að svo verður á nýju kjör-
tímabili þar sem Gunnar Svav-
arsson mun leiða framboð Sam-
fylkingarinnar hér í kjördæminu,
en fáir þekkja betur en hann alla
innviði í okkar bæjarmálum og
hvar þarf að taka á málum í
samvinnu og samstarfi við ríkis-
valdið.
Hvað ber árið 2007 í skauti
sér fyrir Hafnfirðinga?
Það er bjart framundan hjá
okkur Hafnfirðingum eins og
öðrum landsmönnum. Við fáum
vonandi nýja og öfluga ríkis-
stjórn undir forystu Samfylk-
ingarinnar á vori komanda og
það eru fjölmörg framfaramál
sem unnið verður að hér í bæn-
um okkar á nýju ári. Við reiknum
með því að íbúafjölgun verði
áfram mikil í bænum eða um og
yfir 4% og ég hef trú á því að
miðbæjarkjarninn okkar muni
eflast til muna með þeim
framkvæmdum sem eru nú á
fullri ferð og fyrirhugaðar á mið-
bæjarsvæðinu. Þá munu bæjar-
búar væntanlega taka af skarið
hvort af stækkun álversins verð-
ur en það er alveg ljóst að þær
kosningar munu marka ákveðin
tímamót í íbúðalýðræði hér-
lendis. Hafnarfjörður og allt
mannlíf hér verður á fleygiferð
og framfarabraut á nýju ári, segir
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri um
leið og hann óskar bæjarbúum
öllum gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs með þökk fyrir
ánægjulegt samstarf á árinu sem
er að líða.
Viðtal við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði
Það eru bara tvær árstíðir
– birta og myrkur
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
SKÖTUVEISLA
Nú er komið að því, hin
árlega skötuveisla Íshesta
verður haldin í Jósölum,
Sörlaskeiði 26 þann
23. desember frá 11.30-13.
Á boðstólum verður ilmandi skata með
tilheyrandi meðlæti. Fyrir þá sem treysta sér
ekki í skötuna, en vilja taka þátt í stemmn-
ingunni, verður jafnframt saltfiskur á
boðstólum.
Allt saman þjóðlegt, hollt og gott
Munið að panta tímanlega,
í fyrra komust færri að en vildu!!
www.ishestar.is • sími 555 7000
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
e
hf
. 0
61
2
Fyrirtæki og einstaklingar
Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur,
vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl,
skattakærur, fjármálaráðgjöf.
Magnús Waage, viðurkenndur bókari
Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275
Nú í byrjun desember færðu
Flúrlampar ehf. öllum leikskól-
um bæjarins gjafapakka með
jólaseríum til nota í skólunum.
Allar 67 deildir og kjarnar
leikskólanna 16 í bænum fengu
afhentar samtals 201 jólaseríu til
að skreyta með í skólunum og
var gjöfunum ætlað að gleðja
börnin á aðventunni að sögn
Jóhanns Harðarsonar, eiganda
fyrirtækisins.
Flúrlampar gáfu jóla-
seríur í 16 leikskóla
Ásta Ármannsdóttir, t.h. afhendir jólaseríur á leikskólanum Smáralundi.