Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 21

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 21
www.fjardarposturinn.is 21Fimmtudagur 21. desember 2006 Við sendum ykkur hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Tökum höndum saman og gerum jólin og áramótin að sannri fjölskylduhátíð. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar Kæru Hafnfirðingar! Ungir FH- ingar gefa langveikum börnum Drengir í 6. flokki FH í knattspyrnu færðu Umhyggju, félagi langveikra barna 125 þús- und kr. en upphæðinni söfnuðu þeir í bíóferð þar sem af hverjum seldum miða runnu 250 kr. til langveikra barna. Það var sunnudaginn 3. des- ember sem FH-sýning knatt- spyrnudeildar var í Smárabíói þar sem um 500 krakkar og for- eldrar komu saman og skemmtu sér konunglega á jóla- og grínmyndinni Deck the Halls. Sýningin var hugsuð sem skemmtileg samverustund fót- boltaforeldra og fótboltabarna í FH og einnig var tilgangurinn að láta gott af sér leiða. Vonast forsvarsmenn FH til að þett geti orðið árviss viðburður og kunna öllum foreldrum, knattspyrnufólki og Smárabíói bestu þakkir fyrir. Fjölgun í Firði Jólaverslun síðar af stað Um 120 þúsund gestir komu í verslunarmiðstöðina Fjörð í nóvember sl. sem er mikil aukn- ing frá síðasta ári. Að mati rektraraðila hefur jólaverslunin hins vegar farið seinna af stað en áður en um 17% fleiri gestir komu í Fjörð fyrstu 17 daga desembermán- aðar. Taekwondo Sjö af 12 úr Björk á NM Af 12 manna hópi Íslands á Norðurlandamótinu í Tae- kwondo sem fram fer 19.-20. janúar nk. eru 7 úr Taekwondo- deild Bjarkar. Það eru þau: Björn Þorleifur Þorleifsson, Gauti Már Guðnason, Haukur Daði Guðmundsson, Auður Anna Jónsdóttir, Sigríður Lilja Skúladóttir, Sólrún Svava Skúla- dóttir og Adrian Rodriquez. Gauti már var jafnfram valinn sem fyrirliði. Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu Kæru foreldrar Tökum höndum saman um að gera gamlárskvöld og áramót að ánægjulegri upplifun sem skilur eftir góðar minningar. Rannsóknir sýna að samvera unglinga með fjölskyldum sínum dregur úr neyslu áfengis og annarra vímuefna. Gerum okkar til að minnka líkur á að börnin okkar lendi í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Verum börnum okkar góðar fyrirmyndir og njótum áramótanna saman.Kátir unglingar á jólaballi í Lækjarskóla á þriðjudaginn. Lj ós m .: S m ár i G uð na so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.