Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 23

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 23
www.fjardarposturinn.is 23Fimmtudagur 21. desember 2006 Handbolti Úrvalsdeild karla: Haukar - Fylkir: 33-29 Bikarkeppni karla: FH - Haukar: 38-33 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Keflavík - Haukar: 92-85 Úrvalsdeild karla: Haukar - UMFN: 99-104 Evrópukeppni kvenna: Haukar - Parma: 58-117 Næstu leikir: Körfubolti 17. des. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - UMFN (Eúrvalsdeild karla) 17. des. kl. 17, Keflavík Keflavík - Haukar (úrvalsdeils kvenna) 21. des. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - UMFG (úrvalsdeild kvenna) 29. des. kl. 19.15, Hveragerði Hamar/Selfoss - Haukar (úrvalsdeild karla) Íþróttir www.vaxtarvorur.com Spjallvefur um líkamsrækt www.gaflarinn.net Gefðu heilsu í jólagjöf Heilsuklúbbur Rakelar og Sindra 869 7090, 861 7080 www.kolbrunrakel.is GEYMDU AUGLÝSINGUNA Kæst Þorláksmessuskata mild – sterk – söltuð „Það er alltaf svo rosalega gaman um áramótin, þau eru miklu skemmtilegri en jólin,“ sagði lítill drengur við mig um daginn. Marg- ir taka undir þetta og þá ekki hvað síst karl- menn og skiptir þá litlu máli á hvaða aldri þeir eru. Flugeldar eiga hug þeirra allan á þessum tíma og því stærri sem þeir eru því betra. Ákveðin lög gilda um flugelda og þau eru ekki sett að ástæðulausu. Bannað er að selja þeim sem eru yngri en 16 ára vörur sem hætta getur stafað af ef staðið er í minna en eins metra fjarlægð frá þeim. Þumal- fingursreglan er sú að ekki má selja krökkum yngri en 16 ára neitt sem hefur kveikiþráð. Hið sama á við um rokeldspýtur. Aldursleiðbeiningar er að finna á öllum vörum sem seldar eru á flugeldamörkuðum björgunar- sveitanna, þ.e. hvaða aldurs- hópur má meðhöndla vöruna, og jafnframt hvernig bera eigi sig að við meðhöndlun hennar. Ef farið er eftir þessum leiðbeiningum í einu og öllu stafar lítil hætta af flugeldunum. Því miður stunda mörg börn, og þá sérstaklega strákar, þann hættu- lega leik að breyta eiginleikum flugelda á einn eða annan hátt. Þeir eru teknir í sund- ur, púðri safnað saman eða annað gert sem e.t.v. gefur þeim auk- inn sprengikraft. Verða alvarlegustu slysin oft á tíðum við þessa iðju þeirra. Á bak við hverja flugeldategund liggja ákveðnar prófanir sem tryggja eiga að flugeldurinn sé sem öruggastur. Ef búið er að breyta þeim eiginleikum er engan veg- inn hægt að vita hvernig flug- eldurinn springur, hversu hratt það gerist eða hver krafturinn verður. Flestir áverkar sem hljót- ast af svona fikti verða á höndum og andliti þeirra sem ekki hafa náð að koma sér í örugga fjarlægð þegar flugeldurinn springur. Miklu máli skiptir að foreldrar fylgist vel með börnum sínum á þessum árstíma og vita hvað þau eru að fást við. Foreldrum ber að gæta þess að börn séu ekki að sýsla með flugeldavörur án eftirlits fullorðinna. Flest flug- eldatengd slys á börnum verða dagana fyrir og eftir áramótin en ekki á sjálfu gamlárskvöldinu. Þá eru flest börnin með for- eldrum sínum að skjóta upp og því undir virku eftirliti. Full- orðnir karlmenn eru hins vegar í meirihluta þeirra sem slasast á gamlárskvöld og nýársnótt. Aldrei er of varlega farið í umgengni við flugelda. For- eldrar verða að sýna gott for- dæmi með því að umgangast flugeldana á réttan hátt og fara í hvívetna eftir þeim leið- beiningum sem fylgja vörunni. Allir ættu að nota flugeldagler- augu, líka þeir sem aðeins eru að fylgjast með. Skinn- eða ullar- hanskar verja hendur og auð- vitað á enginn sem er undir áhrif- um áfengis að meðhöndla flug- elda. Sé farið eftir þessum ein- földu varúðarreglum ættu allir að eiga ánægjuleg og slysalaus áramót. Höfundur er sviðstjóri slysa- varnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hvað eru krakkarnir að gera? Aldrei er of varlega farið í umgengni við flugelda Sigrún A. Þorsteinsdóttir Brunaskaði á ungu barni eftir flugeldaslys. Mikilvægt er að allir noti hlífð- argleraugu hjá flugeldum. Ráðsmaður/kirkjuþjónn/meðhjálpari Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju auglýsir hér með laust til umsóknar starf ráðsmanns/kirkjuþjóns/meðhjálpara við Hafnarfjarðarkirkju. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2007. Í umsókn sinni skal umsækjandi gera grein fyrir menntun, fyrri störfum og meðmælendum. Umsóknarfrestur er til 8. janúar nk. og skal skriflegum umsóknum merktar: „Ráðsmaður/kirkjuþjónn/meðhjálpari“ skilað til sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju v. Strandgötu, pósthólf 395, 220 Hafnarfjörður. Stemmning í jólaþorpinu Að sögn Örnu Kristínar, verk- efnisstjóra jólaþorpsins hefur þátttaka verið góð, ekki síst á jólaballinu sl. sunnudag. Býst hún við fjölmenni á Þorláksmessu en þá verður opið til kl. 10 um kvöldið og fjölbreytt dagskrá. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.