Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Qupperneq 24
24 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. desember 2006
Þökkum árið
sem er að líða
Gleðileg jól
Við kunnum
að meta
eignina þína!
Senn er aðventan á enda og nú
styttist í jólin. Á jólunum tökum
við á móti jólaljósinu, Jesú
Kristi, sem fæddist fátækt barn í
Betlehem. Jólahátíðin er helguð
fæðingu hans um víða veröld.
Þannig heitir jólahátíðin t.d.
„Christ-mass“ á ensku, eða
Krists-messa. Á Krists-messu
sláum við upp veislu til að fagna
ljósinu sem Guð sendi í myrkur
heimsins. Um leið fögnum við
því eins og forfeður okkar að hið
mikla himinljós, sólin sem Guð
skapaði, fer aftur hækkandi á
himinhvolfinu og nú er í vænd-
um bjartari tíð þegar myrkrið
mun víkja.
Á aðventunni undirbúum við
jólin sem eru í vændum. Og þess
vegna er aðventan full af gleði,
tillhlökkun, eftirvæntingu og
spennu sem fer sífellt vaxandi
þegar nær dregur. Á aðventunni
ætti okkur líka gjarnan að gefast
tækifæri til þess að undirbúa
okkur andlega undir hátíðina.
Það er auðvitað margt sem þarf
að gera á aðventunni. Það þarf
að baka og taka til og kaupa
jólagjafir, skrifa og senda jóla-
kort og huga að jólamatnum.
Svo þarf að kaupa jólafötin og
kannski eitthvað jólaskraut og
þannig mætti lengi telja. Allur
þessi undirbúningur getur verið
skemmtilegur, ef við látum hann
ekki fara út í öfgar. Með hóf-
stillingu verður undirbúningur-
inn undir komu jólanna ánægju-
legur og gefandi.
Á Spáni er frægur staður sem
heitir Santíago eftir einum
helgasta dýrlingi Spánverja,
heilögum Jakob, eða St. Jakob.
Á miðöldum var Santíago einna
mest heimsótti pílagrímastaður
hins kristna heims, næst á eftir
sjálfri Rómarborg. Til þess að
komast til Santíago urðu píla-
grímar oft að leggja á sig langt
og strangt og hættulegt ferðalag.
Santíagó liggur í 10 daga göngu-
fjarlægð frá landamærum
Frakklands og Spánar. Allir
pílagrímarnir urðu að fara yfir
þessi landamæri, því aðrar leiðir
lágu þá ekki á hinn helga stað.
Þegar komið var að landa-
mærunum var það siður píla-
gríma að búa til litla krossa áður
en síðasti hluti göngunnar hæf-
ist. Hver pílagrími bjó til einn
kross fyrir sig. Krossinn skyldi
gerður úr einhverju sem píla-
gríminnn hafði með sér frá
heimalandi sínu. Á landamær-
unum fyrrnefndu átti hann að
skilja krossinn sinn eftir. Kross-
inn táknaði allt það er píla-
gríminn sá eftir að hafa gert í
lífinu, allar áhyggjur hans og
annað er gerði honum þungt um
hjartaræturnar. Þetta átti hann
sem sagt að skilja eftir og halda
síðan léttur í bragði og glaður í
lundu til fagnaðarins sem beið
pílagrímana í Santíago.
Á vissan hátt er aðventan eins
og þessi pílagrímsganga píla-
grímana sem héldu til Santíagó.
Það eru margar áhyggjur, sorgir,
og mistök sem við hvert og eitt
berum eins og krossa með okkur
í gegnum lífið.
Aðventan gefur okkur tækifæri
til að skilja þessa krossa okkar
eftir og ganga léttari í bragði í átt
að hinu bjarta ljósi jólanna. Í því
felst undirbúningur aðventunnar
umfram allt annað. En það er
okkar sjálfra að grípa tækifærið
til að hreinsa til í sálarkytrunni.
Og þá munum við með léttu
hjarta eignast heilög jól.
Guð gefi þér gleðileg jól.
Jólahugvekja
Sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju:
Með ljós
í hjarta
Með hófstillingu verður
undirbúningurinn
undir komu jólanna
ánægjulegur og gefandi.
Lj
ós
m
.:
S
ig
ur
jó
n
P
ét
ur
ss
on
Bæjarbúar hafa margir tekið
eftir spjöldum með myndum af
íslensku jólasveinunum á Strand-
götunni.
Það er listamaðurinn Jean
Antoine Posocco sem hefur gert
þessar myndir en persónurnar eru
teknar úr myndasögubókinni
Rakkarapakk sem kom út um
síðustu jól. Má sjá nokkrar mynd-
anna úr bókinni á sýningu í Hafn-
arborg.
„Ég fór í sumar á fund Marínar
menningarfulltrúa með þessa
hugmynd til að lífga upp á mið-
bæinn og var henni vel tekin og
þetta er afraksturinn,“ segir Jean
sem er með vinnustofu á Strand-
götu 11 og hefur starfað sem
myndlistarmaður síðan 1989.
Jólasveinar á ljósastaurum
Fjölmörg heimili landsmanna
munu ilma af kæstri skötu á
Þorláksmessu og fisksalar bæjar-
ins eru tilbúnir með mikið magn
af úrvals skötu við allra hæfi
ásamt hamsatólg.
Skatan tilbúin
Ágúst Tómasson, fisksali sagði
skötuna í ár mjög góða.
Lj
ós
m
.:
S
m
ár
i G
uð
na
so
n