Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 7
Úrslit: Handbolti Konur: FH - Haukar: 21-32 Karlar: FH - Haukar 2: 26-24 Haukar - ÍBV: 32-28 Körfubolti Karlar: Þróttur Vogum - Haukar: 68-70 Konur: KR - Haukar: 89-75 Haukar - Hamar: (miðv.dag) Næstu leikir: Handbolti 15. feb. kl. 19.15, Höllin Þróttur - FH (1. deild karla) 16. feb. kl. 15, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 16. feb. kl. 16, Kaplakriki FH - Stjarnan (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti 16. feb. kl. 16, ÍM Grafarvogi Fjölnir - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 20. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Valur (úrvalsdeild kvenna) www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Íþróttirgjafir fríar prufur Elma s. 846 6447 – 555 4750 www.betralif.am Karlalið Hauka í handknattleik tók á móti Vestmanneyingum á sunnudaginn. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti en ÍBV í því neðsta, höfðu aðeins unnið einn leik en tapað 15. Eyjamenn byrjuðu betur en Haukar tóku fljótlega forystu og voru 5 mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Í seinni hálfleik náðu Haukar mest 8 marka forystu, 22-14 en þá lifnuðu Eyjamenn við og skoruðu 10 mörk á móti 5 mörkum Hauka og staðan orðin 27-24 og var þá farið að fara um Haukamenn á bekkjunum. En Haukarnir voru öruggir í lokin og leiknum lauk með sigri Hauka, 32-28. Gísli Guðmunds son varði stórvel í marki Hauka, varði 22 skot en Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var marka - hæstur Hauka með 7 mörk. Hjá ÍBV var Sigurður Bragason marka hæstur með 14 mörk. Haukar í basli með neðsta liðið Sigruðu þó með fjögurra marka mun Kári Kristján notaði ýmsar aðferðir til að skora. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n 364 einstakl - ingar sóttu um 151 lóð Einbýlishúsalóð á 9,2-11 milljónir kr. miðað við 220 m² hús Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu lausar lóðir á Völlum 7. Umsóknarfrestur rann út þann 29. janúar og þá höfðu 438 einstaklingar og fyrirtæki sótt um lóðir á svæðinu. Alls sóttu 364 einstaklingar um einbýlis- og parhús á Völlum 7 en í boði voru 151 íbúð 129 í einbýli, 22 í parhúsum. Þá sóttu 74 lögaðilar um bygg ingarrétt fyrir fjölbýli og raðhús, samtals 289 íbúðir á 33 lóðum. Lóðaverð miðað við bygg - ingar vísitölu nóvember 2007 sem er 376,7. Einbýlishúsalóðir kr. 9.200.000, einbýlishúsalóðir sérstakar kr. 11.040.000, raðhús kr. 6.300.000, parhús kr. 7.600.000, fjölbýli 4 - 8 íbúða pr. íbúð kr. 4.700.000, fjölbýli 9 íbúðir og fleiri pr. íbúð kr. 3.900.000. Verklok gatnaframkvæmda eru áætluð í septemer/október.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.