Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. febrúar 2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS AFGREIÐSLA BÆJARSTJÓRNAR HAFNARFJARÐAR Á AUGLÝSTRI TILLÖGU AÐ DEILISKIPULAGI Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg ingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., er hér auglýst afgreiðsla bæjar - stjórnar Hafnar fjarðar á eftir farandi deiliskipulagstillögu: Hafnarfjörður – miðbær, Strandgata 26-30 Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.s.br. hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt þann 11. desember 2007 tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjörður – miðbær, Strandgata 26-30. Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan greind lög mæla fyrir um. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. febrúar 2008. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úrskurðaði 24. janúar sl. að samþykkt deili - skipulag fyrir lóðina Hamars - braut 17, sem bæjarstjórn Hafn - ar fjarðar samþykkti 27. júní 2006 væri fellt úr gildi. Í febrúar 2005 hélt skipulags- og bygingarráð forstigss kynn - ingu á tillögu sem gerði ráð fyrir að lóðinni, sem er 1.478 m², yrði skipt í tvennt, byggt yrði við núverandi hús sem er 169 m² og reist parhús. Andmæltu 32 íbúar við Suðurgötu og Hamarsbraut en töldu sig geta sætt sig við einbýlishús í stíl sem einkenndi hverfið. Var leitað umsagnar Fronleifaverndar ríkisins vegna steinrústa bæjarins Steina eða Steinsstaða. Í framhaldi af þessu var ákveðið að laga skipu lagstil - löguna og gera ráð fyrir einu ein - b ýlishúsi til viðbótar nú verandi húsi. Ný og breytt tillaga var svo kynnt og komu athuga semdir og var tillögunni hafnað á fundi skipulags- og bygg ingar ráðs 4. október 2005 og var skipu - lagsstjóra falið að vinna for sögn að deili skipu lagstillögu sem gerði ráð fyrir einni nýbyggingu á lóðinni og skyldi mótun húss taka mið af viðkvæmu umhverfi í fastmótaðri byggð. Var sam - þykkt að auglýsa þessa tillögu og var gert ráð fyrir að lóðinni yrði skipt upp í 407 m² lóð með núverandi húsi með stækk - unarmöguleikum og nýtingar - hlutfalli 0,58 og 708 m² lóð með 311,5 m² tveggja hæða steinhúsi með bílskúr. Jafn framt var gert ráð fyrir fram lengingu Ham ars - brautar og skyldi gatan vera á bæjarlandi. Eftir auglýsingu þar sem tillagan var kynnt sem breyting á deiliskipulagi vegna nýs skipulags á lóðinni, komu athuga semdir fram, m.a. frá kæranda og var athuga semd um svarað 30. maí og 6. júní 2006. Bæjarstjórn sam þykkti svo til - löguna eins og áður segir 27. júní sama ár. Vísuðu íbúar að Suðurgötu 45 og 47 málinu til úrskurðar - nefndar innar. Málsrök kæraenda var að ekki hafi verið tekið tillit til ábendinga þeirra og töldu þeir að útsýni yrði skert sem ekki ætti að gera ráð fyrir í gróinni byggð.Hafnarfjarðarbær hafnaði rökum kærenda. Úrskurðarnefndin taldi að ljóst væri að við gerð umrædds deili - skipulags hafi ekki verið tekið tillit til þeirra grundvallar sjónar - miða sem líta ber til við skipu - lagsgerð, þ.e. að deili skipulag skuli að jafnaði taka til svæða sem myndi heildstæða einingu og skuli að jafnaði ekki taka til minna svæðis en götu reits. Ekki var til deiliskipulag að svæðinu fyrir og þótti ákærunefndinni ágallar á hinni kærðu ákvörðun það miklir að leiða ætti til ógild - ingar og úrskurðaði að sam - þykktin væri úr gildi fallin. Úrskurðarnefnd ógilti sam þykkt deili skipulag á Hamarsbraut Ekki lagastoð fyrir skipulagi á einni lóð á ódeiliskipulögðu svæði Búið er að lengja Hamarsbrautina samkvæmt nú ógildu skipulagi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hamar dró línuskipið Tómas Þorvaldsson inn til hafnar á sunnudaginn og lagðist skipið að bryggju um kl. 14 eftir um 12 tíma drátt af Jökuldjúpi, vestur af Faxaflóa þaðan sem Hrafn GK hafði dregið skipið en Þorbjörn í Grindavík gerir bæði skipin út. Tómas er 334 brúttórúmlesta, tæplega 50 m skip var að veiðum þegar gírinn gaf sig en að sögn skipverja var veiðin dræm. Dregið til hafnar með bilaðan gír Tómas Þorvaldsson GK 10 dregið frá Jökuldjúpi Hamar dregur en Þróttur er til aðstoðar utan við Langeyri. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þau voru glæsilega búin, krakkarnir sem tóku þátt í Grímutölti hestamannafélagsins Sörla á laugardaginn og margir hestanna voru einnig skreyttir. Fjölmargir komu til að horfa á enda stórskemmtilegt að fylgjast með krökkunum í búningum sínum á hestunum. Þátttakendur voru fjölmargir og var keppt í 6 flokkum og voru yngstu keppendurnir ekki háir í loftinu en þeir elstu voru komnir aðeins yfir unglingsárin svo þarna voru ekki bara börn. Komu knaparnir inn á hestum sínum í litlum hópum og var knapi, hestur og búningur kynntur. Verðlaun voru veitt fyrir besta töltið í hverjum flokki auk þess sem búningaverðlaun voru veitt. Úrslitin má sjá á heimasíðu Sörla, www.sorli.is Glæsilegir krakkar á hestum Árlegt grímutölt var haldið á Sörlastöðum um helgina Jólasveinninn kom á ný til byggða. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Glæsileikinn leyndi sér ekki. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á útsendum fasteignagjalda - seðlum frá Hafnarfjarðarbæ urðu þau mistök að gjalddaginn er sagður vera sá fyrsti af ellefu. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, heldur er þetta fyrsti gjalddagi af sex og hefur Hafnarfjarðarbær sent frá sér tilkynningu þar sem þessi mistök eru hörmuð. Ekki 11 gjalddagar Villa á útsendum fasteignagjaldaseðlum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.