Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Fríkirkjan Sunnudagurinn 17. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Altarisganga. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Verið velkomin www.frikirkja.is Nú á dögum eru sálræn og félags leg vandamál ásamt reyk ingum, áfengis- og fíkni efna neyslu, kyn - sjúkdómum og ótíma bær - um þungunum helsta heil - brigðistengda ógnin sem ungu fólki á vesturlöndum stafar af. Í ljósi þess, má fullyrða að ungl ingar þarfn ist sérstakrar þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra og hjálpar þeim að takast á við vanda málin. Sam kvæmt rannsókn Sól eyjar Bender (1999) fara ungl ingar á Íslandi að stunda kynlíf að jafn aði fyrr en jafnaldrar þeirra í hin um ýmsu nágranna - löndum. Samfara því verða fleiri unglings stúlkur ófrísk ar hér á landi en á hinum Norð ur lönd - unum. Þá sýndi einnig rann sókn sem Lýðheilsu stöð gerði í sam - starfi við Há skólann á Akur eyri (2005-2006), að aðeins 66% þeirra sem höfðu stundað kynlíf not uðu smokkinn við síðustu kynmök. Unglingamóttaka stofnuð Árið 2000 var stofnuð svo köll - uð unglingamóttaka við Heilsu - gæsluna Sólvang í Hafnarfirði þar sem störfuðu hjúkrunarfræðingur og læknir. Markmið móttökunnar var að unglingar á aldrinum 14 – 20 ára, búsettir í Hafnarfirði og á Álftanesi, hefðu aðgang að þeim úr ræðum sem voru í boði. Stefnt var að því að ungt fólk gæti stuðl - að að kynheilbrigði, komið í veg fyrir ótímabærar þunganir, kyn - sjúkdóma og afleiðingar þeirra. Þá var einnig markmið að hvetja til heil brigðra lifnaðarhátta ungs fólks með því að greina og hafa áhrif á áhættuhegðun þeirra, að greina tilfinningalegan vanda og bregðast við honum. Fyrsta árið sem móttakan var starfrækt voru komur um 100 talsins og fjölgaði þeim jafnt og þétt. Árið 2005 voru þær komnar upp í 274. Unglingamóttökunni lokað Sumarið 2007 var unglinga - móttökunni lokað vegna fjár - skorts. Lokunin var afar óæskileg því samkvæmt mati þeirra sem til þekkja er brýn þörf á úrræðinu. Til þess að athuga þessa meintu þörf gerðu greinarhöfundar óformlega könn un á notkun móttökunnar og hvort forsenda væri fyrir að opna hana á ný. Farið var í grunn- og framhaldsskóla Hafnarfjarðar og spurn ingarlisti lagður fyrir nem - endur. Í ljós kom að mikill meiri - hluti, eða 92% svarenda, töldu þörf á móttöku í Hafnarfirði. Þá kom einnig í ljós að sú þjónusta sem flestir vilja fá hjá slíkri mót - töku er fræðsla tengd kyn heil - brigði en jafnframt vilja margir þjón ustu vegna andlegrar van - líðunar eða geðrænna vandamála. Brýn þörf á að opna á ný Samkvæmt niðurstöðum þess - arar könnunar er brýn þörf á því að opna unglingamóttökuna á ný og er okkar tillaga sú að það verði gert hið fyrsta. Það eru ekki hjúkr - unarfræðingar starfandi í fram - halds skólum Hafnar fjarð ar og þar fer ekki fram skipu lögð kyn - fræðsla né þjónusta fyrir ungt fólk hvað varðar kyn heil brigðismál. Eina kyn fræðslan sem hafnfirskir ungl ingar fá fer fram í ungl inga - deild grunn skólans. Ungl inga - mót takan er mikilvægur þáttur í for varnarstarfi sem felst í fræðlu og ráðgjöf um kynheil brigðis mál og fleira. Þær mörgu komur á ungl inga - mót tökuna, meðan hún var starf - rækt, og sú staðreynd að ungl - ingarnir telja hana eins mikil væga og raun ber vitni, gefur til kynna að nýt ingin réttlæti kostn aðinn. Að sama skapi er for varnar gildi unglinga móttökunnar, eitt og sér, réttlætanlegt til endur opnunar. Síðast en ekki síst, er hægt að full - yrða að hlutverk móttökunnar, sem er að stuðla að aukinni lýð - heilsu og auknum lífsgæðum hjá unglingum, réttlæti fullkomlega starf semi hennar. Samkvæmt stefnuskrá Sam - fylk ingar innar er stóraukin áhersla lögð á forvarnir og eflingu heilsu - gæslu með áherslu á fjölbreytni í þjónustu, ráðgjöf og upplýsinga - miðlun. Í samræmi við niður stöð - ur könnunarinnar og stefnu skrá Samfylkingarinnar, skorum við á núverandi bæjarstjórn í Hafnarfirði að opna unglinga - móttök una á ný. Höfundar eru útskriftarnemar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hvers virði er heilsa unglinganna okkar? Sigrún Katrín Kristjánsdóttir Ragnheiður Hera Sigurðardóttir w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s ER HÚSIÐ ÞITT GULLMOLI? STYRKIR TIL HÚSVERNDAR - HÚSEIGENDUR HVATTIR TIL AÐ SÆKJA UM Hafnarfjarðarbær veitir árlega húsverndarstyrki til mannvirkja í elstu hverfum bæjarins sem sér stakt varðveislugildi hafa af menningar sögu legum eða list - rænum ástæðum. Áhersla er lögð á að styrkja framkvæmdir sem færa ytra byrði húsa s.s. glugga og klæðningu til upprunalegs horfs og því er hér ekki um að ræða styrki til venjubundins viðhalds t.d. vegna máln ingar. Umsækjendum er bent á að afla sér nánari upplýsinga og kynna sér samþykktir um styrkina, sjá: www.hafnarfjordur.is/husvernd Samþykktir um styrkina og þar tilgerð eyðublöð, fást einnig í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strand götu 6. Styrkumsókn skulu fylgja greinargóðar upp lýsingar um áætlaðar framkvæmdir, kostnaðar áætlun og ljós - mynd. Umsókn skal berast eigi síðar en 19. febrúar 2008, merkt „Umsókn um húsverndarstyrk 2008“. ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS Gerður Hannesdóttir • 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is NÝR LÍFSSTÍLL — þyngdarstjórnun • ráðgjöf Fríar prufur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.