Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 6
Skrifstofuhúsnæði til leigu á Strandgötu í Hafnarfirði, ca. 80 fm, skiptist í fjögur herbergi. Uppl. í s. 899 8121 Leiguíbúð í Áslandi óskast. Hjón með tvö börn óska eftir 3-4 herbergja leigubúð í Áslandi frá 1. apríl eða 1. maí. Erum reyklaus og reglusöm. Uppl. í síma 694 5517,Kristín. Heimasmíðaður tréskjöldur með sporðdreka framan á tapaðist framan við Fjörukrána. Eigandinn, ungur drengur saknar hans mjög. Finnandi hringi vinsamlegast í s. 555 3285 eða 867 5294. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Húsnæði óskast Tapað - fundið Húsnæði í boði 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Eldsneytisverð 13. febrúar 2008 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 134,2 137,8 Atlantsolía, Suðurhö. 134,2 137,8 Orkan, Óseyrarbraut 134,1 137,7 ÓB, Fjarðarkaup 134,1 137,7 ÓB, Melabraut 134,2 137,8 Skeljungur, Rvk.vegi 137,9 142,4 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Yvonne Tix ÞAÐ ER TIL LAUSN! AA fundur • Kaplahrauni 1 miðvikudaga kl. 19.45 Snotur staður í hjarta Hafnarfjarðar er til útleigu fyrir hvers kyns viðburði. Salurinn tekur um 65 manns sitjandi en um 100 manns standandi. Upplýsingar hjá Lindu í síma 898 6412 Salur til leigu Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Gasfélagið ehf Straumsvík óskar eftir að ráða starfsmann í almenn störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-16 daglega. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur og stundvís. Umsóknir sendast á Gasfélagið, Straumsvík, 230 Hafnarfjörður eða gasfelagid@simnet.is Starfsmaður óskast Skv. upplýsingum Hagstof - unnar fluttu 2870 einstaklingar inn an Hafnarfjarðar á síðasta ári eða tæp 12% íbúanna. Fjölgar þeim um 27% á milli ára. Til bæjar félagsins fluttu 3.151 en frá því 2.286 og aðfluttir umfram brott flutta eru því 865 talsins en var 988 árið 2006 en ekki nema 279 árið 2005. Af þessum 865 voru þeir sem fluttu milli landa 395 en 834 fluttu til bæjarins frá út löndum og 439 fluttu til út - landa. Í Garðabæ voru 308 fleiri aðflutt ir en brottfluttir, 1.294 fluttu til sveitarfélagsins en 986 fluttu frá því. Fjölgar aðfluttum umfram brottflutta um 259 frá árinu á undan. 554 fluttu innan sveitarfélagsins eða tæp 6% íbúanna en þeim fjölgaði um 32% á milli ára. Á Álftanesi voru 54 fleiri aðfluttir en brottfluttir, 304 fluttu til sveitarfélagsins en 250 fluttu frá því. Hins vegar fluttu 97 innan sveitarfélagsins sem er fjölgun um 62% á milli ára. Ríkisfang íbúanna Til fróðleiks má geta að 5,8% íbúa Hafnarfjarðar voru með erlent ríkisfang 1. desember sl., 3,9% íbúa Garðabæjar og 2,4% íbúa Álftaness. Pólverjar eru flestir þeirra sem bera erlent ríkisfang í Hafnarfirði alls 676, 64 í Garðabæ og 13 á Álftanesi, næst flestir eru Litháar í Hafn - arfiði 97 og þá Danir sem eru 64. Hafði Pólverjum fjölgað um 125% frá árinu 2006. Tæp 12% íbúanna skiptu um íbúð á síðasta ári Aðeins tæp 6% íbúa Garðabæjar skiptu um íbúð á sama tíma Í kvöld, fimmtudag, kl. 20-22 verður sagnakvöld í Straumi við Straumsvík í boði Hafnar - fjarðarbæjar, Viking Circle og sjf. Menningarmiðlunar. Hraunin og Hraunafólkið. Hraunin vestur af Straumsvík má flokka sem menningarlandslag því þar má rekja búsetu allt frá land námstíð fram á miðja síðustu öld. Fjöldi rústa er í Hraununum sem tengjast bæði landbúnaði og sjósókn fyrri tíma, auk þess sem landið er ríkt af örnefnum, gömlum götum og sögnum. Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræð - ingur mun segja frá örnefnum í Hraun unum, fornum bæjar hús - um og síðustu ábúendum á Óttarsstöðum eystri og í Eyðikoti sem voru forfeður hennar. Bernskuminningar. Aðal heið - ur Guðmundsdóttir, íslensku - fræðingur og aðjunkt við Há - skóla Íslands, segir frá æsku sinni í Straumi. Fjölskylda Aðal - heiðar fluttist að Straumi árið 1971, um það leyti sem hún átti að hefja skólagöngu. Hún segir frá leigubílaferðum sínum til og frá skóla, könnunarferðum um hraunið og nánasta umhverfi, dýralífi í kringum bæinn, óvæntu hlutverki í heimildarmynd, bú - rekstri foreldra sinna og ýmsu fleiru. Reykjanesgoði. Haukur Hall - dórsson, Reykjanesgoði og ábú - andi í Straumi, fer vítt og breitt um Reykjanes, þar sem hann fjallar um dísir, álfa, rostunga og jólasveina. Haukur hefur ásamt Sverri Sigurjónssyni, listamanni komið upp magnaðri sýningu Edduheima í Straumi og verður sýningin opin gestum á sagnakvöldinu. Fjöldasöngur og heitt á könnunni Á milli atriða verður fjölda - söng ur og heitt á könnunni. Til - valið að taka með sér vinkonur og vini og skella sér á sagna - kvöld, njóta menningararfleiðar og veitinga. Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður seld á sérstöku tilboðsverði. Hraunfólk og rostungar á sagnakvöld í Straumi ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS SLÁTTUR Á OPNUM SVÆÐUM Í HAFNARFIRÐI Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í grasslátt á opnum svæðum í Hafnarfirði. Verkið felur í sér slátt á opnum svæðum bæjarins sam - kvæmt nánari tilvísun verkkaupa, alls 46,3 hektarar (463.000 m²). Um er að ræða manir með mismiklum halla og slétt svæði. Útboðsgögn verða seld í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá og með mánudeginum 18. febrúar 2008. Verð kr. 2.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 5. mars 2008, kl. 10.00. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Minningabókin Hægt er að nálgast minningar - bókina, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmæli Hafnarfjarðar, í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar. Þessar tvær ungu stúlkur stóðu og spjölluðu við spegil. Spegilmynd í Hafnarfjarðarkirkju L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.