Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 2
„Keltar“ á dansleik á Fjörukránni Á föstudagskvöldið kemur í fyrsta sinn fram nýstofnaða hljómsveitin Keltar en uppistaðan í henni eru félagar úr Pöp um. Í hljómsveitinni eru Hilmar Sverr is son, Vignir Ólafsson, Hlöðver Guðna son, Georg Ólafsson og Her mann Ingi Hermannsson. Hljómsveitin leikur í Fjörukránni á föstudagskvöld en Rúnar Þór og hljómsveit leikur fyrir dansi á laugardagskvöldið. Fróðleiksmolar á Byggðasafninu Á morgun, föstudag kl. 20 flytur Sverri Þór Sævarsson, sagnfræðingur fyrirlestur sem hann nefnir, Sjónarhóll - saga kvikmyndasýninga í Hafnarfirði. Fjallað verður um kvikmyndasýningar á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu ald ar þegar Reykvíkingar og aðrir lands menn flykktust til Hafnarfjarðar til að fara í bíó. Fór það orð af kvik - myndahúsum Hafnarfjarðar að þar mætti nálgast fjölbreytt úrval af góð - um kvikmyndum, oft af listrænum toga. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands Fávitann eftir samnefndri skáldsögu Fyodor Dosto - evskys. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safn Íslands tékkneska kvik - myndina Ástir ljóshærðrar stúlku (Lásky jedné plavovlásky) frá árinu 1965 í leikstjórn Milos Forman. Táningsstúlkan Andula vinnur í skó - verk smiðju í tékkneskum smábæ, Zurc, þar sem meirihluti íbúanna eru konur. Í landi þar sem framleiðsla í þágu ríkisins skiptir meira máli en velfarnaður manneskjunnar, hyggjast stjórnvöldin bæta kynjahlutfallið með því að koma fyrir flokki hermanna í bænum. Stúlkunum bregður í brún þegar hermennirnir reynast vera miðaldra karlmenn, sem stefnt er til móts við þær á grátbroslegum dans - leik í bænum. Sagnakvöld í Straumi Í kvöld, fimmtudag kl. 20-22 verður sagnakvöld í Straumi við Straumsvík. Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur segir frá Hrauninu og Hraunafólkinu, Aðalheiður Guðmundsdóttir, íslensku - fræð ingur segir frá æsku sinni í Straumi og Haukur Halldórsson, Reykja nesgoði fjallar um dísir, álfa, rost unga og jólasveina á Reykjanesi og verður sýning á Edduheimum opin. 9. Þytur flugmódelfélag, flugvallarsvæði Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingar - sviðs frá 30.janúar sl. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarsviði að leggja fram tillögu að hentugtu svæði í samráði við félagið hið fyrsta. 12. Samtök aldraðra bsf., lóðaumsókn fyrir fjölbýlishús Lagt fram erindi Samtaka aldraðra bsf. dags. 24.janúar 2008 þar sem óskað er eftir lóð fyrir fjölbýlishús, 40-60 íbúðir. Bæjarráð vekur athygli á að þegar hefur verið samþykkt að auglýsa lóð sem hentar íbúðum af þessari tegund. 13. Flatahraun 13, lóðar stækk - un Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingar - sviðs. Bæjarráð samþykkir erindið en tekur jafnframt undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og leggur til við bæjarstjórn: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam - þykkir að úthluta Grjóthálsi ehf lóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála sem skipulags- og byggingarsvið setur. 14. Atlantsolía, lóðaumsókn Völlum 7 Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn skipulags- og bygg - ingarsviðs. Bæjarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir enda ekki gert ráð fyrir bensínstöð á deili skipu - lagi svæðisins. 15. Manning ehf, umsókn um lóð á Völlum fyrir Pylsubarinn Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn skipulags- og bygg - ingarsviðs. Bæjarráð vísar því fram - kvæmda ráðs að skoða möguleika á stæði fyrir pylusölu á lóð við sundmiðstöðina á Völlum. 22. Saga FEBH í 40 ár, útgáfustyrkur Lagt fram erindi Félags eldri borgara í Hafnarfirði dags. 28. janúar 2008 þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu bókar um 40 ára sögu félagsins. Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 750.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga. 2. Framtíðarhafnarsvæði. Tekin til umræðu framhald þró - unar framtíðar hafnarsvæðis Hafn arfjarðar. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdanefndinni, sem annaðist frumkönnun á fram - tíðarhafnarsvæði hafnarinnar, að vinna áfram að málinu í samræmi við ákvarðanir hafnarstjórnar. Í henni eru Eyjólfur Sæ munds - son, formaður, Ingvar Viktorsson og Ólafur Ingi Tómasson. 4. Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl. Lögð fram 21. fundargerð verk - fundar um flutning flotkvíar frá Háabakka. Hafnarstjóri gerði grein fyrir verk fundi fyrr um morgun 6. febrúar. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Er íslenska efnahagskerfið að hrynja? Danir eru duglegir að spá því en íslenskir sérfræðingar vísa því á bug og benda á góðar afkomutölur íslenskra fyrirtækja og á þá staðreynd að hlutabréfaverð hafi aðeins fallið um þá miklu hækkun sem varð á þeim sl. tvö ár. Aðeins? Hafnarfjarðarbær kemur illa út úr léttri könnun Vísbendingar sem þó ber að taka alvarlega enda er könnunin unnin upp úr uppgjöri bæjarins fyrir árið 2006 þar sem kemur fram að við erum gríðarlega skuldseig, skuldum 1,8 sinnum tekjur þess árs og rekstrar - niðurstaðan var neikvæð. Í ár á að framkvæma fyrir 6,7 milljónir kr. sem ekki verður tekið upp úr vasanum og kallar á lántökur. Það er glæsilegt að framkvæma mikið en hættulegt þegar farið er hraðar en efnahagurinn leyfir og verður sennilega til þess að veikja fjár - hagslega stöðu bæjarins. Það vekur athygli í einkunnagjöf Vísbendingar að á meðan Hafnarfjörður er í næst neðsta sæti sveitarfélaganna 38 er Kópavogur í 6. sæti en ekki eru mörg ár síðan Kópavogur var kominn á válista hjá Félagsmálaráðuneytinu en sveitarfélagið hefur rétt verulega úr kútnum síðan á meðan Hafnar - fjörður situr í frekar vondum málum. En Hafnfirðingar greiða ekki fyrir breikkun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi og suður fyrir Hellnahraun, það gerir ríkissjóður og við fögnum vegabótunum. Brautin verður lækkuð um allt að 3 metra ofan Hvamma til að bæta hljóðvist og mislæg gatnamót verða sett við Krýsuvíkurveg þaðan sem tenging verður sett við Hvaleyrarholtið sem margir hafa eflaust beðið lengi eftir. Umferðarteppur á annatímum í gegnum Garðabæinn hamla okkur en á því verður vonandi ráðin bót í nánustu framtíð - með stokki! Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 17. febrúar Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Samvera með fermingarbörnum og foreldrum Í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 17. febrúar Messudagur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kór: A Capella Kvenfélagskonur lesa ritningarorð, leiða bænir og gegna kirkjuþjónustu. Léttur hádegisverður í boði Kvenfélagsins í Strandbergi eftir Guðsþjónustuna. Sunnudagaskóli í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Fermingarfræðsla laugardag 16. febrúar Börn úr Lækjarskóla kl. 10-11 Börn úr Hvaleyrarskóla kl. 11-12

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.