Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 14.02.2008, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fyrir tæpum fjórum árum síðan ákváðum við skötuhjúin að flytjast til Hafnarfjarðar, ein af mörg um ástæðum þess var sú einstaka fjöl skyldu - stefna sem Sam fylk ingin „hafði“ að leiðar ljósi. M.a. góð ir leik skólar/ skól ar, frí íþrótta þátt taka barna fram til 12 ára aldurs o.s.frv. Á þessum árum sem við höfum búið í Hafn arfirði höfum við eign ast annað barnið okk ar sem fæddist fatl að og er hún 2½ árs. Hún fæðist með Williams heil kenni og fannst okkur við hafa himin höndum tekið sumarið 2006 þegar skólaskrifstofa Hafn arfjarðar hringdi og bauð henni pláss á glæsilegum leikskóla, Stekkj - ar ási sem forgangsbarni. Í byrjun sept ember 2006 byrjar hún skóla - göngu sína þar, búið var að ráða 100% stuðn ing fyrir hana eins og Grein - ingarstöð ríkis ins hafði fyrir lagt og var hún í vistun frá kl. 8-16 á daginn. Allt gekk þetta vel fyrstu mán uðina, en þegar hún var búin að vera 4 mán - uði á leikskólanum þá missir hún stuðn ingsaðilann og jafn framt var skertur viðverutími hennar á leik - skólanum vegna mann eklu um 2 klst á dag, þannig að hún var frá kl. 8-14 jan.-feb. árið 2007 með nýjum stuðningi. Við ákváðum að sýna leik - skól anum þolin mæði en að sjálfsögðu bitnaði þetta á mínum vinnu veit anda. Það kórónaði allt saman þegar boðað var til lokana á deild um í febrúar 2007 hvern áttunda virkan dag, þá runnu á mig tvær grímur, átti nú eldri dóttir okkar sem var á sama leikskóla að líða fyrir mann ekl una líka, en þar fengum við undanþágu þar sem sú yngri leið fyrir „mikla“ skerðingu þá þegar. 1. mars 2007 byrjar loks þroska - þjálfi, manneskja sem kunni sitt fag, þá fór daman okk ar að taka við sér í líkamlegri getu og byrjar að labba rétt fyrir tveggja ára afmælið sitt. Það var stór munur á barninu okkar í líkam - legum burðum og vorum við afar sátt, hún þarf daglegar æf ingar sem fara fram á leik skólanum á virkum dögum en heima um helgar. Þegar líður und - ir lok ársins 2007 er mér til kynnt að þroska þjálf inn sé að hætta störfum á Stekkj ar ási en það sé þegar byrjað að aug lýsa stöðu henn ar. Þeg ar þarna var komið við sögu var barnið búið að ganga á milli þriggja stuðn ingsaðila á rétt rúmu ári og sá um við frammá að hún fengi fjórða aðil ann sem stuðn - ing. Í lögum kveð ur sterkt á að fatlaðir ein staklingar eiga rétt á fullri þjón ustu á við heilbrigðan ein stakl ing. Búið var í rauninni að brjóta á henni á fyrsta árinu hennar í leikskólanum bara með því að skerða hennar viðverutíma og hennar réttur til fagaðila sem stuðn - ing. Núna er hún annað árið í leik - skólanum Stekkjarási og búið er að brjóta á henni í annað skiptið með því að hún hefur engan stuðning haft frá áramótum. Starfs fólk leikskólans gerir sitt besta en vegna manneklu fær hún ekki þær æfingar í leik skól anum sem hún þarf daglega til að þroskast og dafna líkt og fagaðilar leggja fyrir. Núna frá og með 4. febrúar eru byrjaðar lokanir á leikskólanum Stekkjar ási vegna manneklu, börnin skulu vera heima 1 dag í viku sem gera rúma 4 daga á mán uði. Þar sem ég gegni starfi innan foreldrafélags leikskólans og er formaður þess fór ég ásamt öðrum stjórnarmeðlimi á fund bæjarstjórans, fræðslu - stjór ans, þró unarstjórans og formans fræðslu ráðs til að ræða yfir vof andi lokanir, það kom bók staf - lega ekkert út úr þeim fundi annað en að fundir yrðu haldnir á hverri deild leikskólans fyrir sig sem var gert. Okkur var bent á að Hafnar fjarðarbær hefði gert ýmislegt á síðasta ári til að laða að fólk til starfa, bjóða starfs mönn um frítt í sund, námskeið og bætt auka álög um ofan á laun kenn ara/ leikskólakennara, leið - bein anda, styrkur til íþróttaiðk un ar o.s.frv. Ábyrgðinni var velt yfir á foreldra á þessum fundum fannst mér með þá skýringu að það sækti enginn um þegar auglýst væri. Ég í raun skil ekki hvar bæj ar - yfirvöld eru í þessum heimi, Hafn ar - fjarðarbær er ekki að gera neitt nýtt sem einkageirinn er ekki að gera og hef ur gert til fjölda ára. Bæjaryfirvöld hafa ber sýnilega engan vilja til að halda í starfsmenn svo ekki þurfi að koma til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Þau sultarlaun sem hið opinbera er að bjóða fólki dug ir ekki til hnífs og skeiðar fyr ir 4 manna fjölskyldu. Ég hóf sjálf störf við einn grunnskóla Hafnar fjarðar í byrjun janúar mán aðar þessa árs sem matráður, en ég er með 6 ára iðnnám á bak inu og menntuð sem matreiðslu - meist ari og eru 19 ár síðan ég útskrifast. Eftir heilan mánuð í 80% starfi fæ ég útborgað 116 þús und krónur, ég er að fara ykk ur til fróðleiks 18 ár aftur í laun um. Svo eru bæjar - yfirvöld hissa yfir því af hverju þeim helst ekki á starfsfólki? Þetta starf kalla ég sjálf boðavinnu og má hið opin bera vera heppið að þó svo marg - ir vinna í sjálfboðavinnu í leik- og grunnskólum bæjarins og eiga kannski maka sem heldur þeim uppi. Vissulega má líka kenna verka - lýðsfélögum um, en það er önnur saga. En mér þætti fróð legt að sjá hvort bæjar stjórnin, bæjarstjórinn, fræðslu stjórinn og þróunarstjóri bæjar ins gætu lifað af þessum laun - um. Hafnarfjörður er ekki bær sem er fýsilegur kostur fyrir barna fjölskyldur, þar sem foreldrar geta ekki treyst bæjaryfirvöldum fyrir að halda uppi lág marks þjónustu við þær svo fólk geti unnið úti til að hafa ofan í sig. Fólk umber lokanir kannski einu sinni, en ekki tvisvar líkt og er að gerast núna. Höfundur er formaður foreldrafélags leikskólans Stekkj ar áss. Mannekla í leikskólum Hafnarfjarðar Margrét Össurardóttir Strandgata 55 220 Hafnarfjörður Iceland Tel: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjorukrain.is Ny hljomsveit a Fjorukranni Hilmar Sverrisson, Vignir Ólafsson, Hlöðver Guðnason, Georg Ólafsson, Hermann Ingi Hermannsson. Föstudagskvöld: hin magnaða nýstofnaða hljómsveit Keltar (uppistaðan gömlu Paparnir, með sinn fyrsta dansleik). Laugardagskvöld: Rúnar Þór og hljómsveit, eins og honum er einum lagið Fimmtudagur 14. febrúar 2008

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.