Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Page 7

Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Page 7
Félagar í Lionsklúbbnum Ásbirni komu færandi hendi á Sólvang um daginn er þeir færðu hjúkrunarheimilinu 2 ný og fullkomin rúm ásamt hliðar borð - um. Mjög aðkallandi er að fá ný rúm fyrir vistfólk og eru þessu rúm með fyrstu rúmunum í átaki að bæta aðbúnað vistfólksins. Vistmaður sem blaðamaður ræddi við hafði fengið rúmið til reynslu og sagði hann allt annað og betra að sofa í því og ekki síst að umgangast það enda rafstýrt. Lionsklúbburinn Ásbjörn er 35 ára í ár og að sögn lions mann - anna er öflugt starf í klúbbnum. Klúbburinn hefur áður styrkt Sólvang með höfðinglegum gjöfum í kapellu staðarins en klúbburinn styrkir árlega verðug verkefni hér í bæ. Verðmæti rúmanna tveggja er tæp ein milljón kr. og með stærstu styrkjum Lionsklúbbsins. FH liðið hefur fengið til liðs við sig öflugt teymi til að annast þjálf un annars- og meistara - flokks kvenna, á keppnis tíma - bilinu sem nú er ný hafið. Aðal - þjálfari er Jón Þór Brands son en honum til full tyngis eru tveir aðstoðarþjálfarar, þau Arna Stein sen og Orri Þórðarson. Að auki hafa Silja Úlfarsdóttir frjáls - íþróttaþjálfari og Eiríkur Þor - varðarson markmannsþjálfari séð um séræfingar. Jón Þór, Arna og Orri eru öll reyndir þjálfarar sem hafa þjálf - að yngri flokka og meistara - flokka um árabil, ýmist hjá FH eða öðrum liðum, með mjög góðum árangri. Iðkendafjöldi stúlkna og kvenna í knattspyrnu hjá FH er um 300. Metnaður og áhugi þeirra hefur verið mikill og árangurinn eftir því jafnt heima sem heiman, og margir titlar bæst í safnið á síðustu árum. Að sögn Helgu Friðriksdóttur form. meist ararflokksráðs kvenna legg ur knattspyrnudeild FH mikla áherslu á að skapa þeim umgjörð og aðbúnað til knatt - spyrnuiðkunar sem er til fyrir - myndar og eins og best verður á kosið hér á landi. Hún segir stefnu félagsins að ráða ætíð hæfustu þjálfara til verksins, og er mikill fengur fyrir FH að hafa fengið þau Jón Þór, Örnu og Orra til liðs við félagið til að taka þátt í því öfluga starfi sem þar fer fram og áframhaldandi upp - bygg ingu meist araflokks kvenna. Fimmtudagur 12. júní 2008 www.fjardarposturinn.is 7 Nýr heilsuleikskóli HAMRAVELLIR Kæru nágrannar! Nýji leikskólinn, Hamravellir verður vígður núna í júní. Okkur vantar fleiri kennara, fagstjóra listgreina, fagstjóra íþrótta, leiðbeinendur og matráð í þann efnilega og skemmti lega starfs - mannahóp sem nú þegar er kominn. Nú er tækifæri fyrir fólk á Völlunum og aðra Hafnfirðinga til að taka þátt í að þróa heilsu - stefnu í nýjum leikskóla frá upphafi. Þá er e.t.v. hægt að spara bens ín, efla heilsuna og hjóla eða ganga í vinnuna. Leikskólinn er fjögurra deilda skóli með frábærri aðstöðu bæði fyrir börn og starfs - fólk. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veitir Salvör Jóhannesdóttir í síma 617-8991. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn hjá www.skólar.is 17. júní nálgast og óhætt er að segja að við Hafnfirðingar höfum þjófstartað hátíðar höld - un um með glæsilegri afmælis - hátíð. En gleðin heldur áfram og þjóð hátíðardagur okk - ar Íslendinga mun ekki svíkja Hafnfirðinga í ár frekar en árin á undan. Boðið verður uppá fjölbreytta dag - skrá og allir eiga að geta fundið eitthvað sér til skemmtunar þenn an dag. Grunn - dagskráin verður með hefðbundnu sniði með helgistund í Hellisgerði og skrúð göngu á Víðistaðatún, þar sem skemmtun verður fyrir alla fjölskylduna og leiktæki út um allt. Birgitta og Magni mæta ásamt leikskólabörnum frá Stekkjar ási og skemmta með söng og leik. Um morguninn verð ur frjálsíþrótta- og knatt - spyrnu mót í Kaplakrika og Byggða safn Hafnarfjarðar verð - ur með sýningar. Ég vil sér - staklega benda bæjarbúum á endur opnaða Beggubúð og ný - upp gerða Bungalowið. Þegar húmar að, tekur við kvöld - dagskráin á Thorsplani þar sem eng in annar en Páll Óskar stígur á stokk og Ný Dönsk „hjálpar okkur upp“ og kóngurinn Bubbi mætir svo fátt eitt sé nefnt. Þó verður eitt og annað nýtt af nálinni þetta árið og ber að nefna tónleika í list- og veitingastöðum bæjarins. Í Hafnarborg spilar Kári Árnason djassgeggjari og mun Kristjana Stef - áns dóttir söngkona leggja honum lið. Á Til verunni verður Rún ar Georgsson saxó fónleikari staddur ásamt undirleikara. Strengja kvartettinn Reg in spilar fyrir gesti Súfistans og hljóm - sveitin Mojito tekur lagið fyrir gesti Aroma. Í Gamla Vínhúsinu verður svo að finna Hammond - kvart ettinn Jón Sigurðsson. Það verð ur líf og fjör á hverju horni mið bæjarins og ég vil hvetja alla til að taka þátt í þeirri frábæru stemmn ingu sem er að myndast í okkar fallega miðbæ. Dagskráin verður send í öll hús og einnig verður hægt að nálgast hana á www.hafnarfjordur.is. Hér hefur eingöngu verið stiklað á stóru þannig að ég hvet bæjarbúa til að kynna sér hina veg legu dagskrá vel. Við sjáumst galvösk og glöð á 17. júní! Höfundur er formaður íþrótta- og tómstumdanefndar og þjóðhátíðarnefndar Hafnarfjarðarbæjar. 17. júní nálgast Margrét Gauja Magnúsdóttir Öflugt þjálfarateymi meistara- og 2. flokks kvenna í knattspyrnudeild FH Þjálfararnir Orri Þórðarson, Arna Steinsen og Jón Þór Brandsson. Erla M Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, Hallgrímur Guðmundsson, Brandur Sigurðsson, Einar Ágústs son, Friðrik Ólafur Guðjónsson, Óli Rafn Sumarliðason frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og Árni Sverrisson forstóri Sólvangs. Á myndina vantar Birnu Flygenring framkvæmdastjóra hjúkrunar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Lionsklúbburinn Ásbjörn gaf rúm Vistmenn hæstánægðir með nýju rúmin Á 11 ára afmæli Rótarý klúbbs - ins Straums í Hafnarfirði afhenti klúbburinn í fyrsta sinn hvatn - ingar verðlaun sem verður fram - vegis árlegur viðburður. Í ár var ákveðið að Geir Bjarnason, for - varnarfulltrúi fengi verðlaunin og tók hann við verðlaununum á morgunfundi klúbbsins sl. fimmtudag. Fær hann verðlaunin fyrir gott starf sitt í forvarna - málum í Hafnarfirði Á liðnum vetri ákváðu klúbb - félagar að efna til hvatningar - verð launa og samþykkt var að hvatn ingarverðlaunin skyldu af - hent þeim aðila eða aðilum, sem klúbbfélögum þættu hafa gegnið skrefi framar en aðrir í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða í Hafnarfirði og vera öðrum fyrir - mynd og hvatning. Mark mið hvatningarverðlaunanna er þann ig bæði að benda á það sem mikils er virði og eins hitt, að hvetja aðra til dáða, hvern á sínu svið eða sínum stað í mannlífinu. Hvatn ingar verðlaunin endur - spegla þann ig hugsjón Rótarý sem felst í fjórprófinu. Verðlaunagripurinn er unnin af Fríðu Jónsdóttur, gullsmið, félaga í klúbbnum og byggir hún gripinn á merki og nafni klúbbs ins. Rótarýklúbburinn Straumur verðlaunar Geir Bjarnason fékk fyrstu hvatningarverðlaun klúbbsins fyrir forvarnarstarf Geir Bjarnasong og Þorhallur Heimisson, forseti Straums L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.