Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 1
Enn á ný sýndu FH-ingar mikla breidd í frjálsíþróttaliði sínu er þeir sigruðu í 43. bikarkeppni FRÍ sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Liðið sigraði bæði í karla og kvenna - flokki, í karlaflokki nokkuð örugglega en í kvenna flokki með aðeins 1,5 stigs mun. Þórey Edda Elísdóttir setti mótsmet er hún stökk 4,3 m í stangarstökki og Bergur Ingi Pétursson bætti mótsmetið í sleggjukasti er hann kastaði 70,87 m og bætti metið um 3,91 m. Árangur Þóreyja Eddu og Bergs Inga var sá besti á mótinu skv. stigatöflu IAAF. Þá var Silja Úlfarsdóttir sigur - sælust kvenna, sigraði í fjórum grein um auk þess sem hún tryggði boðhlaupssveit FH sigur í báðum boðhlaupsgreinunum. Þá sigraði Björgvin Víkingsson í þremur greinum og tryggði FH sigur í 100 m boðhlaupinu. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 28. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 10. júlí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 Bacon Club Chalupa Stökk Taco með nautahakki Bauna Burrito Cinnamon Twists Stór drykkur Taco Bell Hjallahrauni 15 Sími: 565 2811 www.tacobell.is Opið frá 11:00 22:00 Sigurlið FH að bikarmeistaramóti loknu. Næsta blað er síðasta tbl. fyrir sumarfrí Fjarðarpósturinn kemur út í næstu viku en fer svo í sumar - frí. Næsta blað eftir sumarfrí kemur svo út 14. ágúst. Áfram verður tekið á móti efni á ritstjorn@fjardarposturinn.is og auglýsingafyrirspurnum verð ur svarað við fyrsta tæki - færi. Njótið sumarsins! FH bikarmeistari í frjálsum íþróttum 15. árið í röð! Hefur sigrað 18 sinnum – oftar en nokkurt annað íþróttafélag L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n Bergur Ingi kastar sleggjunni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.