Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2008 sími 555 0330 — opið kl. 8-18 og 8-17 föstudaga Bæjarhrauni 6, bakhús Við höfum einnig opnað að... Smurstöðin Smur 54 Aukin þjónusta í nýju glæsilegu húsnæði. Ekki bara smurþjónusta! S m u r s t ö ð i n S m u r 5 4 B æ j a r h r a u n i 6 o g R e y k j a v í k u r v e g i 5 4 Magnús Gunnar F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 6 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Bæjarhraun 22 | Sími: 565 2292 FIRÐI | HAFNARFIRÐI SÍMI 565 2592 HURRICANE nr 7227 KR 10.990 með 30% afslætti 7.693 REBEL nr 7080 | KR 8.990 með 30% afslætti 6.293 GLITTER nr 7144 | KR 10.990 með 30% afslætti 7.693 CYCLONE nr 7221| KR 10.990 með 30% afslætti 7.693 NINJA nr 7319 | KR 11.990 með 30% afslætti 8.330 ...hjólaskórnir fást hjá okkur Ofsaakstur endaði á Ásbrautinni Lögregla á mótorhjóli elti bifreið sem mælst hafði á ofsahraða á Arnarneshæð á níunda tímanum á þriðjudag. Hundsaði ökumaður stöðv - unar merki lögreglu. Ók ökumaður bifreiðarinnar, ung kona, áleiðis til Hafnarfjarðar og er bifreiðinni var ekið á ofsahraða inn í Áslandshverfið ók lögreglan bíl inn í hliðina á bíl stúlkunnar á Ásbraut til að stöðva akstur hennar. Stúlkan var sett í handjárn og ungur karlmaður var færður út úr bílnum og handjárnaður og haldið niðri af lögreglumanni. Bílarnir skemmdust lítið og var stúlkan flutt á slysadeild til blóðsýnatöku. Nokkuð hefur verið um hraðakstur og voru tveir öku - menn stöðvaðir eftir að hafa ekið á ofsahraða á Hafnar - fjarðarveginum og á Reykja - nesbraut aðfararnótt miðviku - dags. Enn einn áreksturinn Brýn þörf á úrbótum Enn einn áreksturinn varð á gatnamótum Fjarðarhrauns og Hólshrauns á þriðjudag. Var áreksturinn harður og einhver slys á fólki. Þarna hafa orðið fjölmargir harðir árekstrar og eru þessi gatnamót nokkuð örugglega hættulegustu gatna mót í Hafn - arfirði og brýn þörf á úrbótum. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að minnka umfang jarðvegstipps við Hamranes á meðan endurskoðun á umfangi og fyrir - komulagi jarðvegs tipps ins/land mótun - arstaðarins fer fram. Nú er heimilt að losa þar uppgrafinn ómengaðan jarðveg, steypubrot, hellur, múrbrot og fl. þó ekk stærri brot en 0,5 m³. Þá má losa garðaúrgang en ekki stórar greinar og heil tré né stærri farma af grasi og farmar af matjurta- og blómaleifum. Ékki má losa steypuslam úr steypu - bílum, úrgang vegna niðurrifs húsa, málma, gler, flísar og postulín. Heldur má ekki losa nýtt asfalt og malbik né dýra - úrgang, úrgang úr rot þróm, fitu gildrum eða úr matvæla vinnslu. Hafnarfjarðarbær og Heil brigð iseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur þar að auki ákveðið að auka eftirlit á staðn um og verður eftir litsmaður á svæðinu á meðan opið verður. Umræða um þennan losunarstað er ekki ný af nálinni eins og sjá má á þessu svari sem birtist í Fjarðarpóstinum fyrir 2 árum. Á Gvendarselshæð í kvöldsólinni. Ber í Helgafellið í skugganum. L j ó s m . : Ó m a r S m á r i Á r m a n n s s o n Nýjar reglur settar um losun á jarðvegstipp við Hamranes Eftirlit verður sett á eftir gagnrýni íbúa Í Fjarðarpóstinum 29. júní var þeirri spurningu varpað fram hvort jarðvegstippir og hljóð - manir þurfi að fara í umhverfismat. Svarið við því er það að mat á umhverfisáhrifum er lögboðið ferli, og má m.a. finna lögin á vef - síðu Skipu lags stofn - unar www.skipulag.is . Dæmi um fram - kvæmd ir sem alltaf eru háðar mati eru virkj - anir, stofnbrautir í þéttbýli og efnistaka sem raskar 50.000 m² svæði eða meira. Framkvæmdir þar sem mats - skylda er háð ákvörðun Skipu - lagsstofnunar hverju sinni eru m.a. skolphreinsistöðvar, snjó - flóða varnargarðar og þjónustu - miðstöðvar á verndarsvæðum. Jarðvegstippir og hljóðmanir eru ekki talin matsskyld, en um - hverfis áhrif þeirra eru metin af kjörn um fulltrúum og em bæt t i smönnum bæj ar ins. Einnig er spurt hvers vegna ekki megi nota yfirgefnar malar námur fyrir sorp tippi. Það mál hef ur verið skoðað, en flestar þessar námur eru annað hvort innan vatns verndarsvæða eða fyrirhugaðra bygg ing ar svæða og henta því ekki. Áfram verður þó hugað að hentugum námum. Höfundur er skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarð - ar, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs. Mat á umhverfisáhrifum Bjarki Jóhannesson Úr Fjarðarpóstinum 13. júlí 2006

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.