Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 10. júlí 2008 Competo – Jafningjafræðsla Hafn arfjarðar er verkefni á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem hóf sitt fjórða starfsár í sumar. Í jafningjafræðslunni starfa 7 ungmenni á aldrinum 16- 18 ára við að fræða starfsmenn Vinnu skólans um fordóma og ein elti. Markmið fræðslunnar er að vinna gegn hvers kyns for - dómum í samfélaginu, en lögð hefur verið sérstök áhersla á kynþáttafordóma, útlendinga - hatur og fordóma gagnvart sam - kynhneigðum. Fjallað er um staðal myndir ýmissa hópa og hvern ig þær móti hugmyndir okk ar um annað fólk áður en við kynnumst því – ef við þá kynn - umst því á annað borð. Eins og fyrr segir fjallar Jafn - ingja fræðslan einnig um ein elti og mikilvægi þess að allir skilji hve alvarlegt það er. Lögð er áhersla á að aldrei eigi að umbera einelti og að allir eigi rétt á að geta liðið vel innan um jafnaldra sína, hvort sem það er í skól - anum eða annars staðar. Á heildina litið er markmið Competo að stuðla að jákvæðum og fordómalausum samskiptum þar sem fólk kemur fram við hvert annað af virðingu og skilningi. Þannig líður fólki betur með sjálft sig og samfélagið í kring um sig. Olga Eir Þórarinsdóttir og Þorsteinn Kristinsson eru verkefna stjórar Competo. Fordómalaus samskipti Competo – Jafningjafræðsla Hafnarfjarðar Sænskur leiklistahópur er kominn í Fjörukrána og verður fram í ágúst. Hann leysir af ólmi víkingasveit staðarins á meðan hún er í sumarfríi. Það verður því ferskur blær yfir víkinga veisl - unum en hópurinn mun einnig flytja leikrit klukkan 18.30 til 19.30 á víkingasýningunum „Vikingshow“, sem að sögn Jóhannesar Viðars Bjarnason hafa fengið mjög góðar viðtökur en þær eru sérstaklega ætlaðar erlendum gestum. Þá byrja hinar eiginlegu vík - ingaveislur og þar leikur hópur - inn og syngur fyrir matar gesti. Sænskur leiklistahópur og víkingaveislur Á 35 ára afmæli Fjarðarkaupa gefur fyrirtækið, í samstarfi við Plastprent, nýja umhverfisvæna plastpoka sem framleiddir eru úr efninu Mater-Bi sem er úr maís og kartöflusterkju. Pokarnir eru mjög sterkir og bera auð veld - lega 12-15 kg þó þeir séu þynnri en hefðbundnir pokar. Plast - prent framleiðir pokana í sömu vélum og hefðbundna plastpoka en pokarnir brotna niður á 10-45 dögum við jarðgerð og pokar unnir úr þessu efni eru því tilvaldir undir matarleifar frá heim ilum því þeir uppfylla kröf - ur Evrópusambandsins um urðun lífræns úrgangs. Mater-Bi er mun dýrara en hefðbundið plast en vinnslan er alveg eins og segir Sigurður Þor valdsson, sölustjóri Plast - prents, að við fram leiðsluna angi verksmiðjan af popplykt í stað hefðbundinnar plastlyktar. Í ljós hefur komið í rann - sóknum að sterkur „fjöl nota - poki“ úr plasti sé raunhæft ráð til umhverfisverndar því sann að sé, ólíkt því sem margir hafa ef - laust talið til þessa, að orku notk - unin við plast poka framleiðslu er mun minni en við pappírs - pokaframleiðslu. Níðsterkir burðarpokar úr maís og kartöflum Fjarðarkaup og Plastprent gefa umhverfisvæna poka á afmæli Fjarðarkaupa Jón Ernst Ingólfsson frá Plast - prenti og Gísli Sigur bergsson frá Fjarðarkaupum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Kerra í óskilum Blá kerra með rauðri sessu er í óskilum á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Kerran er fyrir fatl - að an einstakling. Upplýsingar um kerruna gefur Arnbjörn á lögreglustöðinni og í s. 444 1140. Eyrún Sif Helgadóttir, Hjördís Hera Hauksdóttir, Arnór Ingi Sigurðsson og Ahd Abu Libdeh. Horft yfir í Hlíð ar og Ásland í þokunni L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Frá námskeið í Gamla bókasafninu. Listahópur Vinnuskólans er í samstarfi við Leikfélag Hafnar - fjarðar en í hópnum eru áhuga - samir og efnilegir krakkar á aldrinum 15-16 ára. Flokkstjórar hópsins eru Hrefna Lind og Klara Ósk. Krakkarnir fá tækifæri til að vinna við það að læra leiklist, fram sögn og tjáningu og unnið er meðal annars með spuna, karakt er sköpun, rými og sam - vinnu. Listahópurinn var fyrrihluta sumarsins í samvinnu við eldri listahópinn og var með honum í uppsetningu á barnaleikritinu Töfraholunni sem sýnt var í Gúttó fyrir leikskóla og leikja - námskeið Hafnarfjarðar. Einnig var hópurinn með atriði sem hann vann upp úr sögunni Draum ur á Jónsmessunótt eftir William Shake speare og sýndi í Hellis gerði á Jónsmessunni. Eins og stendur er lista hóp - urinn að vinna að lokaverkefni sem heitir „Rúv – the musical“ sem verður frumsýnt í Hafnar - fjarðarleikhúsinu þann 15. júlí kl. 20. Sýningin er opin öllum bæjarbúum og er frítt inn. Listahópurinn býður bæjarbúum á sýningu 15. júlí Listahópurinn í fullum skrúða við æfingu á „Rúv - The musical“.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.