Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2008 Verslum í Hafnarfirði! . . það e r svo s tu t t að fa ra! Í apríl 1910 birtust eftirfarandi hugmyndir Sigurgeirs Gísla - sonar, verkstjóra, í Skuggsjá, frétta- og sögublaði, sem gefið var út í Hafnarfirði og gerðu blaðmenn sér vonir að fólk gæti eftir 100 ár séð hugsjónir forfeðr anna í veruleika eða þá hitt. „Búið að byggja bæinn suður að Hvaleyri og vestur að Bala - kletti, inn að Hraunsholtslæk og upp að Setbergi. Búið að setja aflvaka í Hraunsholtslæk til raf - lýsingar og upphitunar. Allir Víðistaðir með nærliggjandi hraun krikum orðnir skógi vaxn ir. Búið að rífa Linnets fjósið og tæma safngryfjuna við Ásbúð, og gera Þorlákstún að renni sléttri flöt. Byggja hafskipa bryggju fram af Gestshúsa klöpp inni, og dýpka höfnina. Enginn kúttari til með handfæri, allt ein tóm gufu- og rafurmagnsskip. Menn verða mikið til hættir að ganga, en fljúga í þess stað í loftinu í flugvélum. Þá geta menn talað bæja milli með þráðlausu áhaldi, er knýja má með aflinu í hand - leggnum. Konur mestmegnis í bæjar - stjórn, en karlmennirnir elda graut inn. Búið að byggja stein - kirkju í undirhamarstúninu og ef til vill aðra í Víðistöðum. Slétta mikið til út hraunið og gera um það beinni vegi en nú eru. - Þá verð ur líka Sigurgeir dauður!- Búið að veita Kaldá niður í Hafnar fjörð. Þá þarf ekki að senda menn til þess að gæta að því, hvað um Kaldá verður! Húsið sem við nú erum í verður orðið það stórt, að búið verður að lengja það vestur undir verk - smiðjuna, sem nú er. Rafur - magns vagnar ganga daglega milli Hafnarfjarðar og Reykja - víkur, og verður þá oft í flutn - ingnum Rafurmagn á þar til gerð um ílátum, en því hefir verið safn að í ljósastöðinni hér. Brennivín og aðrir áfengir drykk ir þekkjast ekki nema af sögunni. Andleg menning hefir auk ist svo mikið, að menn selja ekki sannfæringu sína fyrir einn málsverð.“ Gufu- og rafurmagnsskip Hugmyndir Sigurgeirs Gíslasonar, verkstjóra árið 1910 Frá hafnarvinnu um miðja síðustu öld. L j ó s m . : L j ó s m y n d a s t o f a H e r d í s a r o g G u ð b j a r t s . Íbúar við Staðarhvamm mót - mæla harðlega hugmyndum um bráðabirgðastækkun leikskólans Hvamms og telja stækkunina valda aukningu á bílaumferð um götuna sem er botnlangi. Þá séu aðeins 38 bílasætði til almennra nota við Staðarhvamm en nú séu starfsmenn leikskólans Hvamms 30 og muni fjölga við stækk - unina. Segja íbúarnir að bæjaryfir - völd um hafi verið ljóst hversu erfitt aðgengið er en segja engar raun hæfar lausnir hafi verið lagð ar fram. Krefjast þeir að öll - um framkvæmdum verði hætt þar til lausn hafi fundist. Mótmæla stækkun leikskóla Íbúar við Staðarhvamm vilja frestun á bráða - birgðastækkun þar til aðgengi hefur verið bætt. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bakaríið Kornið hefur opnað nýtt bakarí í Hafnarfirði, að Reykjavíkurvegi 62 þar sem Oddur bakari var fyrir en Oddur rekur áfram bakarí við Grensás - veg. Dagbjartur Hilmarsson, mark - aðs stjóri Kornsins segist mjög ánægður með móttökurnar í bakaríi Kornsins á Völlum sem opnað var í janúar 2006 og því sé bakaríum Kornsins nú fjölgað í Hafnarfirði. Greinilegt sé að bæjarbúar séu ánægðir með vöruúrvalið og hið lága vöruverð og ekki síst gæðin, enda ekkert slegið af gæða kröfum að sögn Dagbjartar. Dagbjartur býður bæjarbúa velkomna á Reykjavíkurveginn og segist hann búast við góðum viðtökum, þetta sé mjög góður staður, rétt við Norðurbæinn og við stórt og vaxandi iðnaðar- og þjónustusvæði. Opið er virka daga í báðum bakaríunum í Hafn arfirði kl. 7.30 - 18, laugar - daga kl. 8-17 og á sunnudögum kl. 9-17. Með þessu nýja bakaríi eru bakarí Kornsins orðin 11 talsins. Kornið opnar bakarí að Reykjavíkurvegi Keypti af Oddi bakara L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Smurstöðin á Reykjavíkurvegi 54 er einn af þeim stöðum sem Hafnfirskir bíleigendur senni - lega þekkja best í gegnum tíðina. Þar hafa verið svo til sömu andlitin í áratugi og sonur hefur tekið við af föður. Þeir Magnús Jóhannsson og Gunnar Sveinbjörnsson sem rekið hafa smur stöð ina á Reykja - víkurvegi 54 hafa nú opnað í björtu og rúm góðu húsnæði að Bæjarhrauni 6, baklóð. Þar eru nú þegar 3 lyftur og þeim mun fjölga og öll tæki ný og bjóða þeir félagar við skipta vinum sínum enn betri þjón ustu en fyrr. Þeir opnuðu á nýja staðnum 1. júlí sl. og segja þeir viðbrögðin hafa verið afar góð og brjálað að gera. Allar olíur eru nú frá Shell og er allur dælubúnaður nýr og af fullkomnustu gerð. Smurstöðin er opin mánudaga til þriðjudaga kl. 8-18 og föstu - daga kl. 8-17. Ekki þarf að panta tíma en Magnús og Gunnar gefa nánari upplýsingar í síma 5550330. Smurstöðin á Reykja víkurvegi flutt á Bæjarhraunið Gamla „Esso smurstöðin“ heitir nú Smur 54 og er á nýjum björtum stað Magnús og Gunnar í nýju smurstöðinni að Bæjarhrauni 6. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Í heyskap í Setberginu Nýja bakarí Kornsins þar sem Oddur bakari var áður. . . bæjarb lað Hafn f i rð inga í 25 á r

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.