Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 2
Jaðarleikhúsið sýnir Superhero Superhero er dramatískur gamanleikur um ungan mann sem býr við stöðugt ofríki foreldra sinna. Þegar foreldrar hans falla skyndilega frá verður hann að læra að taka eigin ákvarðanir, áskorun sem í hans augum er nánast óyfirstíganleg. Hann leitar því leiðsagnar hjá ofurhetjunum sem hann kynntist í barnæsku. Verkið er samið af leikstjóranum, Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, en það var sérstaklega samið fyrir leikarann sem flytur það, Erik Hakansson. Persóna verksins byggir að sumu leyti á Erik sjálfum, en Erik og Peter eru báðir afar sérstakir menn sem upplifa heiminn á annan hátt en við eigum flest að venjast og tjá sig á einstakan hátt. Verkið tekur þátt í einleikjahátíðinni Act alone á Ísafirði en fjórar sýningar á verkinu fara fram í Jaðarleikhúsinu, Miðvangi 41, 9.-12. júlí kl. 20 og er verkið flutt á ensku. Árni Gunnlaugsson sýnir í Hafnarborg Árni Gunnlaugsson hæstaréttar lög - maður hefur verið ötull í að mynda Hafn firðinga en um 50 ár eru síðan hann fór að taka myndir af eldra fólki á förn um vegi í Hafnarfirði, aðallega af þeim Hafnfirðingum sem lengi höfðu átt þar heima. Hvatinn að þessum ljósmynd um voru ljósmyndir eftir Gunnar Rúnar frá árunum 1940-50 en þær er að finna í tveimur bókum Magnúsar Jónssonar kennara. Á sýningunni eru um 400 ljósmyndir af um 500 eldri Hafnfirðingum, sem teknar voru á árunum 1960-92 og eru allar svart hvítar. Myndirnar eru úr safni 612 ljósmynda úr þremur bind - um bókar Árna, ,,Fólkið í Firðinum”. Sýningin stendur til 21. júlí. „Hundrað“ í Hafnarborg Byggðasafnið í Hafnarfirði hefur sett upp sýninguna Hundrað en á henni eru til sýnis ljósmyndir sem spanna hundr að ára sögu Hafnarfjarðar kaup - staðar ásamt örsögum. Sýningin stendur til 21. júlí. Sýning í Syrpu Í Galleríinu Syrpu á 2. hæð Strandgötu 39 stendur yfir sýning á verkum þeirra Bjarna Þ. Þórarinsson og Guðmundar Odds Magnússonar. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og eru gestir hvattir til að hringja dyrabjöllunni. Kristbergur sýnir hjá SÍM Kristbergur Ó. Pétursson sýnir málverk í húsakynnum SÍM, Hafnar - stræti 16 í Reykjavík. Verk hans standa út mánuðinn, en opið er frá kl. 10-16 alla virka daga. Kristbergur útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1985 og úr Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam árið 1988. Hann er meðlimur í SÍM, Íslenskri grafík og Félagi Nýlistasafnsins. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hér í bæ er til nokkuð sem heitir Vinnuskóli Hafnarfjarðar. Skv. heimasíðu skólans er ekki að finna neinn skólastjóra heldur aðeins rekstrar - stjóra, yfirmann skólagarða og einn yfir flokks - stjóra. Á hverju sumri starfa hundruð barna við skólann og vinna ýmis nytsamleg störf, sér - staklega til fegrunar bæjarins og er þar af nógu að taka. Þarna var ég strax búinn að segja „vinna“ en ég hef alltaf verið skeptískur á að kalla þetta skóla og gamla góða heitið „unglingavinnan“ er kannski réttara. Ég hef áður tjáð mig um vinnuskólann og þar hafa menn tekið gagnrýni af mikilli viðkvæmni. Það verður bara að vera svo ef slíkt gerist nú. Mér varð hugsað til allra þeirra mynda í huga mér af unglingum sitjandi á rassinum, með tónlist í eyrunum, reitandi arfa eða skafandi gras á milli gangstéttarhellna, þegar ég ók um hverfið mitt um daginn. Hópur unglinga sat flötum beinum í götukantinum og skóf upp gras á milli kantsteins og gangstéttar. Verkfærin voru stutt og margir voru nánast á sama stað. Síðar sá ég afraksturinn og eflaust verður grasið komið í sama far eftir nokkrar vikur. Ekki ætla ég að hneykslast út í krakkana, þeir vita ekki betur en hvaða vinnubrögð eru það að sitja flötum beinum og dingla með hendinni lengi á sama stað? Þau eru nú einu sinni í vinnuskóla og hefði maður ætlað að þar læri maður réttu handbrögðin. Svo ég minnist ekki á að þau læri að vinna hlutina á hagkvæman hátt og nota aðferðir til að losna við þetta gras. Fá krakkarnir réttu verkfærin í hendurnar? Eru sett markmið um árangur sem mældur er í tíma og gæðum? Auðvitað er ég að fjalla um málið út frá nokkrum myndum sem hafa birst mér og ætla ég rétt að vona að þær gefi ekki góða mynd af raunveruleikanum í Vinnuskólanum. Ég man mína stuttu tíð í unglinga vinnunni, í málaraflokki þar sem eldri maður kenndi okkur handbrögðin, ég man eftir að hafa fylgst með garðyrkjuflokkum fyrir aldar fjórðungi, annar var marga daga að vinna verk sem hinn flokk - urinn vann á einum degi og langtum betur. Þar munaði sennilega bara flokksstjóranum, annað var ekki að sjá. Guðni Gíslason 1. Bæjarráð, kosning varaformanns júlí 2008 Á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. var kosið í bæjarráð. Kosningu hlutu sem aðalmenn: Guðmundur Rúnar Árnason sem jafnframt var kosinn for - maður. Ellý Erlingsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir Haraldur Þór Ólason Rósa Guðbjartsdóttir Áheyrnarfulltrúi Jón Páll Hall - gríms son. Sem varamenn voru kosnir: Gunnar Svavarsson Margrét Gauja Magnúsdóttir Gísli Ó. Valdimarsson Almar Grímsson María Kristín Gylfadóttir. Formaður bar fram tillögu um Ellý Erlingsdóttur sem vara - formann. Fleiri tillögur komu ekki fram og var Ellý Erlingsdóttir kosinn varaformaður með 5 atkvæðum. 7. Glacier World ehf, vatnskaup Bæjarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins. Anna Jörgensdóttir staðgengill bæjarlögmanns, Dagur Jónsson vatnsveitustjóri og Már Svein - björnsson hafnarstjóri mættu til fundarins vegna þessa máls. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. 9. Hamarsbraut 17, makaskipti á lóðum Lagt fram erindi Pálmars Harð - arsonar sent í tölvupósti 26. júní sl. varðandi makaskipti á hluta af lóðinni Hamarsbraut 17 og lóðum á Völlum 7. Bæjarráð synjar erindinu. 12. Hafnarborg, erindisbréf stjórnar Tekið fyrir erindisbréf fyrir stjórn Hafnarborgar en stjórnin sam - þykkti það fyrir sitt leyti á fundi 1. júli sl. Bæjarráð í umboði bæjar stjórn - ar Hafnarfjarðar staðfestir framlagt erindisbréf. Bæjarráð óskar jafnframt eftir skoðun á stjórnskipulegri stöðu Hafnarborgar gaganvart sam - þykktum og stjórnsýslu Hafnar - fjarðarbæjar með tilliti til gjafabréfs dags. 1. jú´ní 1993. 26. Hitaveita Suðurnesja, fyrirspurn vegna eignarhluta Nú er eitt ár síðan gengið var frá samkomulagi milli Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar bæj - ar um hugsanleg kaup OR á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja, að söluverðmæti um 8 milljarða króna. Á bæjarstjórnarfundi 18. des. sl var ákveðið að ganga að tilboði OR og selja hlut Hafnar - fjarðarbæjar í HS. Bæjarráðs - fulltrúar Sjálf stæðis flokksins óska eftir skriflegum upplýsingum fyrir næsta bæjar ráðsfund, um stöðu málsins nú í júlí 2008. www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagurinn 13. júlí Morgunsöngur kl. 10.30 Prestur: sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur Morgunkaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 13. júlí kl. 20:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Balursbrá eða túttublóm eins og börnin kalla oft blómið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.