Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 10.07.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ - SUMARLEYFI Vegna sumarleyfa starfsmanna á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar geta orðið tafir á afgreiðslu erinda, en reynt verður að flýta afgreiðslu eftir föngum. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 16. júlí fellur niður og næsti fundur skipulags- og byggingarráðs verður 22. júlí. Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Allar tertur á 950 kr. föstudag - laugardag - sunnudag © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 80 7 Allar tertur á 1090 kr. föstudaga - laugard aga - sunnudaga Opið mán.-fös tud. kl. 7.30-1 8 laugardaga kl. 8-17 sunnudaga kl. 9-17 Nú líka á Reykjavíkurvegi 62 Tjarnarvöllum 15 og Reykjavíkurvegi 62 Opið mán. - föstud. kl. 7.30-18, laugardaga kl. 8-17, sunnudaga kl. 9-17 Allar helgar .. .. eru tertuhelgar! Það var fróðlegt að heyra við - brögð fólks sem var við - mælendur fjölmiðla um drápið á ísbjörnunum sem komu á land í Skagafirði á dögunum. Þarna er um að ræða stærsta rándýr jarðar - innar sem er stór - hættulegt bæði mönn - um og búfénaði. Sér - fróðir aðilar í ná - granna löndum, eins og Grænlandi og á Sval - barða, sem eru vanir að fást við svona dýr töldu að viðbrögð okk - ar hefðu verið hárrétt. Sama fólkið og fárast yfir kostnaði ráð herra ríkisstjórnar - innar við að fljúga á fundi í útlöndum, finnst það allt í lagi að eyða tvö- eða þríföldum ferða - kostnaði þeirra við að bjarga einu rándýri og flytja það á heima slóðir, þaðan sem það kynni væntanlega að koma aftur að ári liðnu til þess að ógna lands mönnum. Hvað hefðu þess - ir „dýravinir“ sagt ef dýrið hefði drepið einn eða fleiri landsmenn og étið þá vegna þess að við - brögð okkar hefðu verið of væg? Það kom nefnilega í ljós eftirá að á sömu slóðum og fyrra rándýrið hafðist við voru menn á ferli sem vissu ekkert af dýrinu og hefðu ekki getað varist árás þess ef til hefði komið. Sem betur fer, af veðurfarsástæðum, vissi dýrið heldur ekkert af þeim. Þetta leiðir hugan að ýmsum kröfum sem fólk gerir til sam - félagsins án þess að hugsa um hvað það kostar. Við sem erum fámenn þjóð í stóru landi þurfum að bera hærri kostnað af sam - félagslegri þjónustu en þjóðir sem eru miklu stærri en við. Oft er kvartað yfir íslenska vegakerfinu, en sannleikurinn er sá að það er stórkostlegt afrek af hálfu fá - mennr ar þjóðar að eiga slíkt vegakerfi. Það kostar tíu sinnum meira á hvern íbúa á Íslandi að gera einn kílómetra af vegi með bundnu slitlagi heldur en það kostar t.d. íbúa Þýska - lands. Við kvörtum yfir heilbrigðis - kerfinu okkar sem er reyndar mjög gott, en gæti verið betra, en líður fyrir fjárskort og fámenni. Þetta eru dæmi um ósanngjarna gagnrýni. Hins vegar mætti gagnrýni á skattkerfi okkar verið háværari og harðari. Sem dæmi skal nefnt að lífeyrisþegi sem hefur um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði í tekjur (100.000) greiðir 36% af þessum tekjum sínum í skatta. Á meðan greiðir fjármagns tekju - þegi, sem ekki hefur launatekjur en e.t.v. milljónir á mánuði í arð, að eins 10% af sínum tekjum í skatt og það eru reyndar aðeins 10% af vöxtum en ekki þeim upp hæðum sem hann á í banka. Reynd ar greiðir lífeyrisþeginn einn ig fjármagnstekjuskatt ef hann er svo lánsamur að hafa getað aurað saman á lífsleiðinni til að eiga fyrir útförinni sinni. Þetta er réttlætt með því að ef fjármagnstekjuskattur væri hærri myndu þessir aðilar flytja til útlanda þar sem hagur þeirra væri betri. Heyr á endemi! Fjár - magnstekjuskattur í löndum t.d. Evrópusambandsins og í BNA er frá 15 til 25%! Ég segi nú bara leyfum þeim þá að fara. „Far vel Frans“ og „good riddance“. Þetta útleggst á vorri tungu: Góða ferð, gott að að vera laus við ykkur. Enn eitt dæmið um vitleysuna í okkar stjórnsýslu er hvernig fá - mennum hópi leyfist að einoka lífeyrissjóði landsmanna og stjórna þeim nánast eftir eigin geðþótta og án þess að ráðgast við eigendurna sem eru þeir sem greiða gjöld í sjóðina. Hvernig væri að eigendur lífeyris sjóð - anna færu að vakna til lífsins og taka málin í eigin hendur. Ég segi einnig við þá sem sífellt eru að kvarta yfir ranglæti yfirvalda, hvort sem er í héraði eða á landsvísu, þið getið sjálfum ykkur um kennt. Þið eigið að veita þessum yfirvöldum aðhald og það gerið þið í kosningum, ekki í skoðanakönnunum. Síðan er það spurning hvor sé betri , brúnn eða rauður, grænn eða blár. Því verðið þið sjálf að svara. En því miður eru allt of margir litblindir. Höfundur er fv. flugumf.stjóri. Ísbjarnarblús Hermann Þórðarson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Opið mán.-fös tud. kl. 7.30-1 8 laugardaga kl. 8-17 sunnudaga kl. 9-17

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.