Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Side 2

Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Side 2
Síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg Árni Gunnlaugsson hæstaréttar lög - maður hefur verið ötull í að mynda Hafn firðinga en um 50 ár eru síðan hann fór að taka myndir af eldra fólki á förn um vegi í Hafnarfirði, aðallega af þeim Hafnfirðingum sem lengi höfðu átt þar heima. Hvatinn að þessum ljósmynd um voru ljósmyndir eftir Gunnar Rúnar frá árunum 1940-50 en þær er að finna í tveimur bókum Magnúsar Jónssonar kennara. Á sýningunni eru um 400 ljósmyndir af um 500 eldri Hafnfirðingum, sem teknar voru á árunum 1960-92 og eru allar svart hvítar. Myndirnar eru úr safni 612 ljósmynda úr þremur bind - um bókar Árna, ,,Fólkið í Firðinum”. Síðasta sýningarhelgi. Sýning Byggðasafnsins í Hafnarfirði Hundrað þar sem eru til sýnis ljósmyndir sem spanna hundr að ára sögu Hafnarfjarðar kaup staðar ásamt örsögum lýkur um helgina. Sýning í Syrpu Í Galleríinu Syrpu á 2. hæð Strandgötu 39 stendur yfir sýning á verkum þeirra Bjarna Þ. Þórarinsson og Guðmundar Odds Magnússonar. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og eru gestir hvattir til að hringja dyrabjöllunni. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. júlí 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Eru fornminjar ekki í hávegum hafðar í Hafnarfirði? Mér varð hugsað til Hafnarfjarðar þegar ég sá frétt um safnaverðlaunin og reyndi að ímynda mér hvað Hafnarfjarðarbær gæti fengið rós í hnappinn fyrir. Ég er ekki viss um að bærinn hafi yfir höfuð komist inn á listann. Hafnarfjörður á sér merka sögu, sögu atvinnulífs og búskapar við erfiðar aðstæður. Allt í kringum okkur eru minjar búskapar og útræðis en sjaldgæft er að sjá merktar fornminjar í bæjarlandinu eða minjar sem vert er að varðveita. Mikil saga er eflaust farin forgörðum í miðbæ og þar sem þegar hefur verið byggt. Lengi var lítið hugsað um að varðveita söguna og margt var rifið á sjöunda og áttunda áratugnum, hús sem vel hefði mátt varðveita en ekki var talin ástæða til þess. Suðurtraðir heim að Ófriðarstöðum/Jófríðarstöðum hafa verið skemmdar algjörlega að nauðsynjalausu og aðallega vegna þess að bæjaryfirvöld hafa verið að sniðganga byggingarreglugerð og koma sér hjá að fara eftir öllum leikreglum. Ber ekki einhver ábyrgð í svona máli? Í hverju felst ábyrgðin? Halda menn bara áfram eins og ekkert hafi ískorist? Er ekki mál að linni að framkvæmdir verði undirbúnar með meiri forsjá en hingað til? Það er eitthvað að stjórnsýslunni. Það segir einn bæjarfulltrúi sem finnst brotið á sér við niðurrif trjáa. Þá er bara tvennt í stöðunni: Krefjast úrbóta strax eða fella meirihlutann í næstu kostningum því hann ber ábyrgðina. Hvort vilja fulltrúar meiri - hlutans? Eflaust fyrri kostinn en þá verða menn líka að bretta upp ermarnar. Við viljum dugmikla bæjarfulltrúa sem þora að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Erum við með svonleiðis bæjarfulltrúa? Kannski þeir sýni okkur það núna? Guðni Gíslason www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagurinn 20. júlí Morgunsöngur kl. 10.30 Prestur: sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur Morgunkaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 20. júlí kl. 20:00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson Einsöngur: Eyjólfur Eyjólfsson Organisti: Arngerður María Árnadóttir Helgihald fellur niður vegna sumarleyfa frá 27. júlí – 31. ágúst. www.vidistadakirkja.is Ökumanni vörubifreiðar hefur líklega brugðið illilega er krani sem festur var aftan við pall bílsins rakst á brú á Reykjanes - braut, yfir Strandgötu. Köstuðust gangstéttarhellur út á götuna og festingar kranans gáfu eftir og hékk kraninn aftur úr vöru - bifreið inni. Umferð raskaðist ekki mikið og fljótlega bar lögreglu að sem aðstoðaði við að hreinsa götuna og tók svo skýrslu af ökumann - inum. Lítið tjón varð á brúnni. Vörubílstjóri gleymdi krananum uppi Ók undir brú með kranann uppi L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Virðingar - leysi og aðgerðar - leysi Íbúi á Vesturgötu kvartar sáran undan aðgerðarleysi Hafn arfjarðarbæjar og lög - reglu sem ekki bregst við kvört unum hans við að lagt er upp á tún við Bungalowið, alveg upp að girðingu hjá íbúanum. Þarna sé alls ekki ætlast til þess að bílar séu og íbúinn undrast svör lögreglu sem segir fólk þurfi að vera þolin mótt á meðan bygg ingar - fram kvæmdir á Norður bakka standi yfir. Ógirt bygg - ingar svæði við Kirkjuvelli Íbúar við Kirkjuvelli kvarta sáran yfir gegnumakstri og hraðakstri í götunni. Við götuna er einnig verið að byggja og þar er verið að gera djúpa grunna en ekkert hindrar börn í að fara inn á svæðið en svæðið er algerlega ógirt þrátt fyrir kvartanir íbúa. Lækur snyrtur og göngustígur gerður Unnið er að gerð nýs göngu - stígs meðfram læknum sem liggur neðan við gamla Set - bergshverfið. Jafnframt er verið að lagfæra sjálfan lækjar - farveginn, til að gera hann snyrti legan. Verður gönguleiðin með - fram læknum mjög skemmti - leg og hlýtur að gleðja margan bæjarbúann. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.