Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Síða 3
Eldri borgarar eru þeir nefndir
sem eru 60 ára og eldri. Í Hafnar -
firði eru til samtök eldri borgara,
Félag eldri borgara í Hafn arfirði
og nýlega tók þar við for mennsku
Jón Kr. Óskarsson sem hefur látið
sig málefni eldri borg ara varða og
það er sagt að það gusti af Jóni í
hópi eldri borgara. Í Félagi eldri
borgara (FebH) eru nú um 770
manns en alls voru um síðustu
ára mót 3230 manns, 60 ára og
eldri í Hafnarfirði, 1514 karlar og
1716 konur.
Í viðtali við Fjarðarpóstinn seg -
ist Jón Kr. Óskarsson vilja fjölga
félögum verulega. „Við viljum
fjölga félögum í tvö þúsund,“
seg ir Jón og segir mikil vægt að
félagið fái aukið húsnæði. „Við
höfum enga sérað stöðu fyrir
félag ið en í dag deilum við að -
stöðu með starfs mönnum Hafnar -
fjarðar bæjar í Hraunseli.“ Segir
Jón að þegar hafi verið skipuð
samstarfsnefnd Hafnar fjarðar -
bæj ar og félagsins til að skoða
húsnæðismálin í Hraunseli.
En Jón segist vilja sjá starf á
fleiri stöðum í bænum en í
könnun sem Hafnarfjarðarbær lét
gera í mars og apríl á þessu ári
kem ur fram eindreginn skoðun
meðal eldri borgara að þörf væri á
nýrri félagsmiðstöð en um 56%
þátttakenda voru á þeirri skoðun
þrátt fyrir að könnunin væri gerð
meðal fólks í Hraunseli og í
húsnæði aldraðra að Hjallabraut
33 og í Höfn.
„Við viljum bjóða upp á aukna
dagskrá. Um þessar mundir erum
við að setja saman dagskrá næsta
starfsárs og ég hvet eindregið þá
sem vilja koma ábendingum á
framfæri um námskeið og aðra
dagskrárliði að hafa samband við
mig í síma 895 6158 eða í
tölvupóst á etrade@simnet.is og
einnig ef menn vilja skrá sig í
félagið.“ Ítrek ar Jón að allir 60 ára
og eldri Hafnfirðingar eru
hjartanlega velkomnir í félagið.
Fjölbreytt starf
Nefndir Félags eldri borgara
bera ábyrgð á fjölbreyttu starfi
félagsins. Af nefndum má nefna
ferðanefnd, dansnefnd, spila -
nefnd, göngunefnd, íþróttanefnd,
menningarmálanefnd, púttnefnd,
þorrablótsnefnd og kórstarf en
öflugur kór Félags eldri borgara
er starfandi og þar eru nýjar
söng raddir ávallt velkomnar, sér -
staklega karlaraddir.
Boðið er upp á glerskurð, tré -
skurð, myndmennt, boccia, félags -
vist, bridge, leikfimi, línu dans,
pílukast, sauma og fl. og hug -
myndir eru uppi um fleiri nefndir,
s.s. skáknefnd og djass nefnd en
Jón er mikill djass aðdáandi.
Í fyrrgreindri könnun kom
einn ig fram vilji fyrir aðgangi að
heit um mat í hádeginu, hár -
greiðslu- og fótstnyrtingu en
einn ig kallaði fólk eftir fjöl -
breyttara félagsstarfi og viku -
legum viðtalstíma við hjúkrunar -
fræðing
Sumarfrí
Jón segir stjórnina vilja skoða
hvort ekki eigi að auka starfið á
sumrin en húsið er lokað frá
júlíbyrjun og til 11. ágúst.
Göngu hópurinn er þó í fullu
starfi, sömuleiðis ferðanefndin
og stendur hún t.d. fyrir ferð á
Njálu slóðir sem verður farin
áður en þetta birtist og ferð í Við -
ey 13. ágúst.
Félagið þarf aðstöðu
„Það þarf að útvega aðstöðu
svo fólk geti komið alla daga,
fengið sér kaffisopa, lesið blöð
og spjallað saman,“ segir Jón og
bendir á að erfitt sé að samnýta
rými í Hraunseli. Segir Jón
aðspurður að skoða þurfi verka -
skiptingu á milli félagsins og
Hafnarfjarðarbæjar. Félagið hafi
að stöðu í Hraunseli en hafi
hvergi sér rými og starfsfólkið sé
starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar,
ekki félagsins. Segir Jón nauð -
synlegt að félagið hafi eigin
skrifstofu og að stjórn og nefndir
geti fundað þar. Fjölmörg mál -
efni bíði og leggur Jón áherslu á
að félagið eigi að vera sýnilegra
í baráttu fyrir bættum kjörum
aldraðra, slíkt eigi ekki bara að
eftirláta Landssambandi eldri
borgara.
Baráttumál aldraðra
Jón segist vonast eftir því að
skrifað verði undir samning um
byggingu hjúkrunarheimilis fyrir
aldraða á Völlum en hjúkruna -
rrýmum hefur fækkað í Hafnar -
firði á undanförnum árum. „Einn
ráðherrann, Ingibjörg Sólrún
Gísla dóttir, sagðist í byrjun
kjörtímabils ætla að byggja þau
400 hjúkrunarrými sem upp á
vantaði í landinu, á 18 mán -
uðum, en lítið hefur gerst,“ segir
Jón og er greinilega ekki ánægð -
ur með sinn flokksmann í þess -
um málum.
Tryggja þarf öldruðum lág -
markslífeyri.
Endurskoða þarf skattlagningu
lífeyristekna og ósanngjarnt að
greiða skulu á ný skatta af lífeyri
og fullan skatt af fjármagns -
tekjum sem lagst hafa á lífeyri.
Eldri borgarar eiga að geta
hald ið heimili sem lengst með
góðri heimaþjónustu og heima -
hjúkrun sem þyrfti að vera undir
sama hatti en er nú undir forystu
sveitarfélaga annars vegar og
ríkis hins vegar.
Virðisaukaskattur af lyfjum
verði lækkaður eða felldur niður.
Það er greinilegt að það er
mikill hugur í Jóni enda segist
hann vera kominn til þess að efla
félagið, félagslega og til hags -
muna fyrir eldri borgara.
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 17. júlí 2008
Hafnfirðingar
athugið!
Strandgötu 37 • sími 565 4040
• Gerum við skartgripi.
• Gyllum og hreinsum.
• Rafhlöðuskipti á staðnum.
• Gerum göt í eyru á meðan beðið er.
www.lovedsign.is • www.nonnigull.is
F
j
a
r
ð
a
r
p
ó
s
t
u
r
i
n
n
0
8
0
4
Verslum í heimabyggð!
Kominn til þess að breyta
Jón Kr. Óskarsson, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði
Fótboltaáhugamönnum gefst
kjörið tækifæri á að sjá skemmti -
legan fótbolta því FH tekur á
móti CS Grevenmacher frá
Lúxemborg í kvöld á Kapla -
krikavelli kl. 19.15.
Grevenmacher varð Lúxem -
borgarmeistari árið 2003 og
bikarmeistari 2008 og búast má
við skemmtilegum leik þar sem
FH á að eiga þokkalega mögu -
leika á sigri en þá þarf liðið að ná
fram töfrum fyrri umferða
Íslands mótsins.
FH-ingar hafa njósnað um
liðið en á heimasíðu Greven -
macher kemur fram að aðstoðar -
þjálfari FH hafi mætt á leik í
Consorf til að fá mynd af leik
strákanna frá Mósel.
Fjörugt á pöllunum
FH-ingum veitir ekkert af
góðum stuðningi og hafnfirskir
boltaáhugamenn eru hvattir til að
mæta í Kaplakrika til að hvetja
FH til sigurs. FH-búðin verður
opin frá kl. 16 þar sem hægt er að
kaupa ýmsan FH-varning og
miða á leikinn. Frítt er fyrir yngri
en 16 ára.
Aðgengi að gömlu stúkunni
hefur verið erfitt vegna bygg -
ingaframkvæmda en gengið er
að henni fá aðkomunni við Flata -
hraun, meðfram nýju stúkunni
og vestur fyrir völlinn. Ný að -
koma hefur verið gerð að svæð -
inu á móts við Skútahraun.
Evrópuleikur á
Kaplakrikavelli í kvöld
FH tekur á móti CS Grevenmacher frá Lúxemborg
Jón Kr. Óskarsson, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Frá Evrópuleik gegn KB í fyrra.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Sigurður Magnússon bæjar -
stjóri á Álftanesi tók fyrstu
skóflu stungu að nýrri við -
byggingu við Álftanesskóla sl.
fimmtudag. Viðbyggingin, sem
verður byggð í þremur til fjórum
áföngum, mun stækka skólann til
muna og bæta aðstöðu fyrir
nemendur og starfsmenn. Síðasta
skólaár voru u.þ.b. 450 nem -
endur í skólanum og þurfti að
notast við sex lausar bráða -
birgðastofur. Með hinni nýju
við byggingu er gert ráð fyrir að
skólinn geti rúmað 600 nem -
endur.
Í fyrsta áfanga viðbyggingar -
innar, sem nú er verið að hefjast
handa við, verða byggðar ellefu
skólastofur fyrir bóknám og sér -
greinar norðan við skólann. Á
milli kennslueininga verða úti -
garðar þar sem hægt verður að
útfæra umhverfisfræðslu utan -
dyra. Áætlað er að taka hluta af
skólastofunum í notkun í árslok
2009. Í öðrum áfanga verður
byggt mötuneyti, bókasafn og
fjö lnota salur en framkvæmdir
við þann áfanga eru fyrirhugaðar
á árinu 2010. Í þriðja og fjórða
áfanga, þar sem hönnun er í
undir búningi, er svo gert ráð
fyrir endur nýjun stjórnsýslu -
rýmis og bygg ingu fyrir Tón -
lista skóla Álfta ness.
Álftanesskóli
stækkaður
Útigarður fyrir umhverfisfræðslu
Sigurður Magnússon bæjarstjóri ávarpar viðstadda þegar
framkvæmdir hófust við viðbyggingu Álftanesskóla.