Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Qupperneq 10

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Qupperneq 10
Stofnfundur sjálfseignar stofn - unarinnar Starfsendurhæfing Hafn arfjarðar var haldinn 2. septem ber sl. Að stofnuninni standa Hafnarfjarðarbær, Starfs - mannafélag Hafnarfjarðar, Verka lýðsfélagið Hlíf og Sjúkra - þjálfarinn. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Anna Guðný Eiríksdóttir, sem staðið hefur að undirbúningi stofnunarinnar, að mikið hafi verið rætt um þörfina á endur - hæfingarúrræðum en öryrkjum hefur fjölgað hér á landi meira en í nágrannalöndum okkar og atvinnuþátttaka þeirra hefur verið lítil. Það sé mjög slæmt því fólk einangrist og eftir því sem fólk sé lengur frá vinnu sé erfiðara að hefja störf á ný. Starfsendurhæfingin er ætluð fólki sem vill komast á ný inn á vinnumarkaðinn t.d. í kjölfar veikinda, slysa eða félagslegra erfiðleika. Þetta getur verið fólk sem er á örorku eða endur - hæfingarlífeyri, fólk sem notið hefur réttinda úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, fólk sem er á bótum hjá svæðisvinnumiðlun eða sveitarfélagi eða ungt fólk með litla menntun og án starfs. Starfsemin verður í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar, Flensborgarskóla og fleiri aðila. Úrslit: Fótbolti Karlar: FH - Fram: (miðv.dag) Magni - ÍH: 2-4 FH - Valur: 3-0 Þór - Haukar: 1-1 Handbolti Karlar: Haukar - Valur: 25-21 Næstu leikir Fótbolti 20. sept. kl. 14, Grenivík ÍH - Tindastóll (2. deild karla) 20. sept. kl. 16, Ásvellir Haukar - Stjarnan (1. deild karla) 21. sept. kl. 16, Kaplakriki FH - Keflavík (úrvalsdeild karla) 24. sept. kl. 16.30, Kaplakriki FH - Breiðablik (úrvalsdeild karla) Handbolti 18. sept. kl. 19.30, Akureyri Akureyri - FH (úrvalsdeild karla) 20. sept. kl. 14, Ásvellir Haukar - Stjarnan (úrvalsdeild kvenna) 20. sept. kl. 16, Ásvellir Haukar - Stjarnan (úrvalsdeild karla) 20. sept. kl. 16, Seltjarnarnes Grótta - FH (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Til leigu 3ja herbergja íbúð á Vallarbraut (Hvaleyraholti). íbúðin er 85 m² og er laus 1. nóvember. Verð 145. þús pr. mánuð. Uppl. gefur Björn s. 896 2591, buknavellir@hive.is Til leigu 3ja herb. íbúð við Álfaskeið frá 1. nóv 2008 til 1. mars 2009. Íbúðin leigist með öllum húsbúnaði. Rafmagn, hússjóður og hiti innifalið í leigunni. Uppl. í s. 565 0843 eða 893 1746 Herbergi til leigu á góðum stað í Hafnarfirði. Í Hraunbyrgi, heimili skátafélagsins, er laust herbergi til áramóta, jafnvel lengur. Herbergið er með handlaug, sameiginlegar sturtur, wc, eldhús, borðsalur og setustofa með sjónvarpi. Aðeins reyklausir og reglusamir einstaklingar koma til greina. Uppl. hraunbuar@hraunbuar.is eða hjá Ingu Maríu í s. 690 3566. 32 ára reyklaus og stundvís maður óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Getur byrjað strax. Uppl. í s. 896 4434, Magnús. Ég er 13 ára stelpa og er búin að fara á námskeið hjá RKÍ. Ég tek að mér að passa börn flest kvöld vikunnar og um helgar. Anna, sími 898 8439. Svæðameðferð – Ert þú í líkamlegu og/eða andlegu ójafnvægi? Svæðameðferð gæti hjálpað þér. Er með svæða- og þrýstipunktanudd. Er í Haukahúsinu, Ásvöllum. Ásta svæðanuddari, 848 3667. Einkakennsla í bókhaldi. Ég óska eftir einkakennslu í bókhaldi, 1-2 klst. á viku. Uppl. í s. 820 5244, Sara. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Kennsla Atvinna Heilsa Húsnæði í boði Barnapössun Eldsneytisverð 17. september 2008 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 163,1 177,9 Atlantsolía, Suðurhö. 163,1 177,9 Orkan, Óseyrarbraut 163,0 177,8 ÓB, Fjarðarkaup 163,1 177,9 ÓB, Melabraut 163,1 177,9 Skeljungur, Rvk.vegi 165,7 179,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Fimmtudagur 18. september 200810 www.fjardarposturinn.is 1983-2008 Fáðu þér orkuríkan hristing í fyrramálið Elma: 846 6447 – 555 4750 SÖLUSTÖRF Frjáls vinnutími, árangurstengdar tekjur. Hentar fólki um allt land sem auka- eða aðalstarf Uppl. 565 1045 l 865 4052 l 898 7725 Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is  ÞVOTTUR OG BÓN Sápuþvottur, bón, alþrif, mössun, djúphreinsun, vélarþvottur. Sæki og sendi bílinn. Góð efni og vönduð vinnubrögð. Uppl. veitir Magnús í s. 896 4434. Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu ca. 20 m² hornskrifstofa á 2. hæð að Bæjarhrauni 2. Glæsileg aðstaða, m.a. aðgangur að kaffistofu og geymslu. Uppl. í síma 696 5310. Evrópska samgönguvikan stend - ur nú sem hæst. Þetta er í 5. sinn sem Hafnarfjarðarbær er þátt tak - andi í samgönguvikunni. Yfirskrift vikunnar þetta árið er „Hreint loft fyrir alla“ og er svo sann ar lega ekki vanþörf á að við förum að hugsa um hvernig við getum hvert og eitt lagt eitt - hvað að mörkum til að minnka mengun. Í grein sem ég skrifaði í blaðið í síðustu viku vék ég m.a. að nagladekkjum og þeirri mengun sem verð - ur af notkun þeirra. Nú langar mig að víkja að almennings - samgöngum. Það er alveg kristaltært í mínum huga að við verðum að efla al - menn ingssamgöngur og reyna eftir fremsta megni að gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fólk. Af hverju geta Íslendingar ekki lært að spara einkabílinn og nota strætó? Mín tilfinning er að það þarf að gera strætóferðir aðgengilegri og skemmti legri, já og jákvæðara við - horf þarf að skapast gagnvart strætó. Ég get sagt eina skondna sögu af kunningja mínum sem tók alltaf strætó í vinnuna. Hann var oft spurður að því hvort hann færi nú ekki að fá prófið aftur. Svona geta nú viðhorfin verið gagnvart því að heiðvirt fólk noti strætó. Það að nota strætó sparar ekki bara pening í buddu notandans heldur verður af leiddi gróðinn sá að við minnk - um kostnað í sam göngu mann - virkjum s.s bílastæðum og fleiri mislægum gatnamótum til að auka umferðar flæð ið. Því er spáð að bíla - floti landsmanna eigi eftir að aukast um þriðj - ung á næstu 15 árum. Það er einfaldlega of mikið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta ekki, án aðkomu ríkisins, rekið almenn ings sam - göngur svo vel sé. Það kostar ein - faldlega of mikið. Ríkið styrkir ekki almenningsamgöngur hér á landi. Engar íviljanir eru að hálfu ríkis ins til srætó. Það er umhugs un - ar vert að ef þú kaupir þér fólks - flutningabíl til að aka ferða mönn - um um landið þá færð þú 75% af virðisauka greiddan til baka en ef þú ætlar að nota hann í akstur farþega stætó færðu ekki virðis - aukann til baka. Aðflutings gjöld eru engin af rútum. En ef bíllinn heitir Strætó þá borgar maður að - flutingsgjöld. Skrýtin la tína það. Hjólreiðar eru líka valkostur sem ætti að vera í boði, hjól sem sam - göngutæki er fínt en það þarf að vera pláss fyrir það á vegunum. Það er í raun alveg stórskrýtið að ekki skuli vera lagðar hjólabrautir með fram nýjum vegum hér á höfuð borgarsvæðinu og er ábyrgð sveita félagana ekkert síðri en Vega gerðarinnar. Við höfum verið of lin í að krefja Vegagerðina um hjóla braut meðfram vegum þannig að hægt sé að nota hjólið sem sam - göngutæki. Sportstígarnir eru af hinu góða og vel til þess fallnir að fara í hjólatúra sér til skemmtunar og yndis auka en við þurfum að gera hjólinu hærra undir höfði og veð urfarið er orðið þannig að hægt er að hjóla allan ársins hring. Hafnar fjarðarbær, í samvinnu við Mosfellsbæ og Reykjavík, stend ur fyrir málþingi í Iðnó í kvöld kl 20. Yfirskrift máþingsins er hreint loft fyrir alla. Dagskráin er auglýst hér í blaðinu. Á laugar dag - inn munum við hjóla til Reykja - víkur með viðkomu í Garða bæ og Kópavogi. Farið er í þriðja sinn frá Hafn arfirði og hefur ávallt tölu - verð ur fjöldi fólks hjólað með, farar stjórar eru meðlimir Íslenska fjalla hjóla klúbbs ins. Mark mið ferð arinnar, fyrir utan að gleðjast saman á hjóli, er að vekja at hygli á að hjólið er líka sam göngutæki. Komdu með! Höfundur er bæjarfulltrúi og form. umhverfisnefndar Sd21. Samgönguvika 16.-22. september Guðfinna Guðmundsdóttir Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar stofnuð Sameiginlegir hagsmunir allra að að fólk komist í starfsendurhæfingu Anna Guðný Eiríksdóttir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.