Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Blaðsíða 2
Árshátíð sveitarfélags
Þorrablót
á Álftanesi
Hefðbundið þorrablót Álft -
nesinga verður laugardaginn
24. janúar. Afar löng hefð er
fyrir þessu blóti sem árum
sam an hefur verið aðal -
samkoma sveitarfélagsins og
eins konar árshátíð íbúanna.
Það er Kvenfélagið og
Lionsklúbburinn sem að venju
standa sameiginlega að þorra -
blótinu. Reynt er að viðhalda
öllum gömlum og góðum
hefðum á þessari samkomu og
vanda allan undirbúning sem
frekast má. Undirbúningur
hefur staðið frá því í október
og allt senn til reiðu að taka á
móti hundruðum prúðbúinna
Álftnesinga og annara gesta en
blótið er öllum opið.
Íþróttasalnum verður gjör -
breytt í veislu- og skemmtistað
eina kvöldstund með ómældri
fyrirhöfn vaskra karla og
kvenna. Mikil stemning er
ætíð á meðal veislugesta og
gleði og vinskapur ræður
ríkjum. Þorramatur er auðvitað
í öndvegi en þeir sem hafa
annan smekk geta einnig
fengið sinn veislumat.
Skemmti atriði eru heima -
smíðuð eins og alltaf og flutt af
innfæddum og má reikna með
því að þar fái hver maður sinn
skammt.
Á eftir verður dansinn
stiginn fram eftir nóttu við
undir leik Íslands einu vonar
með Eyva og Stebba Hilmars í
broddi fylkingar. Miðar á
blótið verða til sölu í Íþrótta -
miðstöð Álftaness á laugar -
daginn kl. 12-15. Gest unum
gefst kostur á að velja sér við -
eigandi borð og sæti í salnum.
Þá er nýtt ár gengið í garð, ársins sem engin
ástæða er önnur en að líta björtum augum til.
Flestir þurfa að aðlaga sig að „kreppunni“,
sumir læra af henni, einhverjir skaðast en
mikilvægt er að líta björtum augum á lífið og
horfa til mögulegra tækifæra. Þess vegna óska
ég gleðilegs árs.
Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðar lauk
árinu með arfavitlausasta jafnréttisútspili sem ég
hef lengi séð. Bætti við „Íþróttakonu Hafnarfjarðar“. Fyrir þetta
var jafnræði, valið var óháð kyni. Skyldi jafnréttisnefnd hafa metið
málið? Nær hefði verið að auka jafnræðið og heiðra líka leiðtoga í
öðru félagsstarfi, ungt fólk sem við getum verið stolt af og keppa
á öðrum forsendum en í íþróttum. Önnur sveitarfélag hafa tekið
þetta upp en Hafnarfjarðarbær hefur hundsað slíkar tillögur. En
nýtt ár gefur ný tækifæri til jafnréttis og jafnræðis.
Það er alltaf gaman að fara á brennu og þrettándabrennur eru
hluti af langri hefð hér í bæ. Haukarnir sáu um fjörugt jólaball, álfa,
púka og jólasveina og skemmti fólk sér vel. Bálið var þó allt of stór
ruslabrenna en vonandi var ekki verið að brenna rústir veggjatítlu -
húss en ýmislegt annað en timbur var í haugnum. Neistaflugið
sveif yfir bílastæðin. Ekkert eftirlit var virtist vera við bálið og börn
voru alveg upp við bálið auk þess sem fullorðnir kveiktu í blysum
og rakettum innan um fólksfjöldann. Svona langar mig ekki að sjá
aftur á skemmtilegri hátíð.
Jól og áramót liðu nokkuð friðsamlega hér í bæ og vonandi
verður árið friðsamlegt þó nauðsynlegt sé að fólk tjái skoðanir
sínar - friðsam lega.
Guðni Gíslason
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. janúar 2009
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Víðistaðakirkja
Sunnudagurinn 11. janúar
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00
Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.
Guðsþjónusta kl. 13.00
fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn,
Garðasókn og Bessastaðasókn.
Prestur: Sr. Friðrik J. Hjartar. Djáknar:
Nanna Guðrún Zoëga og Gréta Konráðsdóttir
Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar.
Skemmtidagskrá og kaffiveitingar á eftir
í boði Víðistaðakirkju.
Gaflarakórinn syngur
undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur.
Boðið verður upp á rútuferð frá Hjallabraut
33 kl. 12.40 og frá Hrafnistu kl. 12.50.
Kyrrðarstundir
á miðvikudögum kl. 12.00
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Opið hús fyrir eldri borgara
á miðvikudögum kl. 13.00
Spil, spjall og kaffiveitingar
Foreldrastundir
á fimmtudögum kl. 13.00
Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra.
www.vidistadakirkja.is
Allir velkomnir!
Bragi J. Ingibergsson,
sóknarprestur
Sunnudagurinn 11. janúar
Fjölskylduhátíð kl. 11
í umsjá sr. Gunnþórs Þ. Ingasonar og
leiðtoga sunnudagaskólans.
Félagar i Gleðigjöfum leika og syngja.
Góðgæti í Strandbergi.
www.hafnarfjardarkirkja.is
Nýjar sýningar í Hafnarborg
Sýningarnar Íslenskir listamenn -
ljósmyndir eftir Jónatan Grétarsson og
Þættir verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur
verða opnaðar í Hafnarborg, á laug -
ar daginn kl. 15. Jónatan Grétarsson
er ungur ljósmyndari sem leitast við að
skrásetja íslenska listamenn og hefur í
aðdraganda sýningarinnar tekið fjölda
ljósmynda af meira en hundrað
listamönnum úr öllum listgreinum og á
ýmsum aldri. Björg Þorsteinsdóttir
sýnir málverk og teikningar þar sem
hún teflir saman efnum og tækni á
nýstárlegan hátt.
Sýningar í Bæjarbíói
Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik -
myndasafn Íslands fyrri hluta kvik -
myndarinnar Once upon a time in
America í leikstjórn Sergio Leone. Epísk
og ævintýraleg saga lítils glæpagengis í
New York, sem nær yfir 40 ára tímabil.
Orkupunktajöfnun á fundi
Næsti fundur hjá Sálarrannsóknarfélaginu í
Hafnarfirði verður fimmtudaginn 15.
janúar. Þá munu félagar úr Sálar rann -
sóknarfélaginu Liljunni kynna og gefa fólki
kost á að þiggja OPJ meðferð sem er orku -
punktajöfnun sem stuðlar að bættri og betri
líðan.
Hátíðartónleikar Rótarý
Jónas Ingimundarson, sem undirbýr
tónleikana hefur fengið til liðs við sig
óperusöngkonuna Þóru Einarsdóttur, og
saman flytja þau franskar söngperlur eftir
Bizet, Fauré, Poulenc o.fl., íslensk sönglög
eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð eftir
Þórarin Eldjárn, og loks ljúfsár lög og
glæsilegar aríur eftir Rachmaninoff, Ibert,
Bellini og Gounod. Á tónleikunum kemur
einnig fram Melkorka Ólafsdóttir flautu -
leikari. Hægt er að fá miða á tónleika kl. 16
á laugardaginn á www.midi.is
Ónæðisútköll
Mikill erill var hjá lögreglunni
í bænum um áramótin. Talsvert
var um hávaða og ónæðisútköll í
heimahús. Í iðnaðarhúsi við
Hvaleyrarbraut voru höfð
afskipti af tveimur mönnum en
annar þeirra var með talsvert
magn af fíkniefnum í fórum
sínum, E töflur og amfetamín. þá
fannst í húsnæðinu talvert magn
verkfæra sem talið er vera þýfi.
Þá lokaði lögreglan partíhaldi í
iðnaðarhúsnæði við Kaplahraun
en þar inni voru um 150 manns
en ekkert leyfi hafði verið gefið
út fyrir samkomunni.Tilkynnt
var um rúðubrot í söluturni í
Setbergshverfi og við Hellu -
hraun, í verslun við Dalshraun og
leikskólanum Smáralundi.
Alls var tilkynnt um 38 innbrot
í Hafnarfirði í desember, þar af
aðeins eitt innbrot í heimili og 17
í nóvember. 13 innbrot voru
tilkynnt í desember 2007.