Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. janúar 2009
Orðrómur hefur verið í gangi
síðustu vikur um að loka eigi
skurðstofum St. Jósefsspítala
Sól vangi í Hafnarfirði. Óvissan
er mikil og veldur óþarfa spennu
hjá starfsmönnum og skjól stæð -
ingum okkar.
Heilbrigðisráðherra
hefur ákvörðun ar vald -
ið. Hann hefur dregið
að halda fund með
starfs mönnum síðan
fyrir jól og enn dregur
hann ákvörðunina.
Hann og hans ráðu -
neyti gera sér senni -
lega ekki grein fyrir
því starfi sem er unnið
á þessari stofn un. Á árinu 2007
voru gerð ar 3464 aðgerðir á
skurð deild inni og árið 2008 voru
þær 3925.
Hvar ætlar Heilbrigðisráðherra
að láta framkvæma þessar
aðgerðir?
Hver er ávinningur við að loka
skurðdeild St. Jósefsspítala -
Sólvangs? Fyrir 3 árum var
tekin ákvörðun af Heil brigðis -
ráðu neytinu um að sameina St.
Jósefspítala við Sólvang. Sú
ákvörð un var tilkynnt með stutt -
um fyrirvara og markmiðin með
henni voru óljós. Á þeim tíma
var óskað eftir svörum um
hverju sú sameining ætti að skila
en lítið var um skýr svör.
Hvað kostar að sundra góðri
og afkastamikilli skurðdeild?
Öll sú kunnátta og reynsla sem
er meðal lækna, hjúkrunar fræð -
inga og annars starfsfólks á
skurð- og svæfingadeild St.
Jósefs spítala er dýrmæt. Það er
kennt í allri stjórnun að það kosti
9-12 mánaða laun að þjálfa
nýjan starfsmann.
Á skurðdeildinni er mikil
starf semi sem öll er unnin á
dagvinnutíma. Það eru mikil
afköst á þessari deild, einnig er
óhætt að fullyrða að á þessari
stofnun eru framkvæmdar
ákveðn ar aðgerðir fyrir minni
kostnað en á öðrum stofnunum,
sem má rekja til eftirfarandi
aðstæðna:
• Lítil yfirbygging
• Stuttar boðleiðir innanhúss
sem skilar sér í auknum
afköstum
• Mikil reynsla, samhæfing og
metnaður fagfólks sem skilar
sér í auknum afköstum og
betri árangri á aðgerðum.
• Mikil og náin samvinna
sérþjálfaðs starfsfólks leiðir
til færri mistaka.
• Mikil kostnaðarvitund meðal
starfsmanna, betri nýting á
aðföngum og tækjum
stofnunarinnar.
Á skurð- og svæfingadeild
starfa 24 sérfræðingar sem allir
eru framarlega í sinni sérgrein.
Hjá okkur eru gerðar aðgerðir á
sjúklingum sem ekki þarfnast
gjörgæslu eftir aðgerðir.
Taflan neðst sýnir þær sér -
greinar og þann fjölda aðgerða
sem framkvæmdar hafa verið
síðastliðin 2 ár.
Ef af þesssari
ákvörð un verður er
það aðför að hags -
mun um kvenna. Hvar
á að framkvæma þann
fjölda aðgerða sem
fram kvæmdar eru í
kvensjúkdómum á St.
Jósefsspítala? Í dag er
biðlistinn eftir aðgerð
hjá kvensjúk dóma -
læknum um 400 konur.
Á St. Jósefsspítala hefur verið
starfrækt öflugt grindarbotns -
teymi síðastliðin 13 ár. 70%
kvenna á aldrinum 25 til 65 ára
hafa vandamál í grindarbotni.
Með aldrinum slaknar á band -
vef um líkamans, vandamál
koma upp við þvagleka, hægðar -
losun og samlíf. Hlutverk teym -
isins er að ákveða meðferð á því
vandamáli sem viðkomandi ein -
staklingur hefur í grindarbotni. Í
teyminu eru 2 kvensjúk dóma -
læknar, meltingalæknar og ristil-
og endaþarmsskurðlæknar. Það
starfa 4 kvenskurðlæknar á
skurð deildinni með mikla fag -
lega reynslu og mikinn metnað
fyrir hönd stofnunarinnar.
Mikil ánægja og aukin lífs -
gæði er meðal þeirra sjúklinga
sem fá þessa þjónustu.
Þetta er eðlilega hópur sem
ekki kemur fram og tjáir sig um
árangur aðgerðar. Reynslan
hefur verið sú að vandamál
tengd grindarbotni eru bæði
feimnismál hjá viðkomandi
einstaklingum og skerða veru -
lega lífsgæði þeirra.
Fjölgun aðgerða án yfirvinnu
Árið 2008 voru gerðar 877
aðgerðir vegna skýs á augasteini,
árið 2007 610 aðgerðir.
Við þessa aukningu var aldrei
unnin yfirvinna, einungis mark -
vissara skipulag á starfsseminni
sem má heimfæra á mikla
starfsreynslu og fagmennsku
þeirra sem koma að þessum
aðgerðum.
Einnig eru gerðar gláku að -
gerðir og aðgerðir vegna augn -
skekkju. Augnaðgerðir hafa ver -
ið gerðar í 20 ár á stofnuninni
fyrir mun minni kostanað en
samskonar aðgerð á Lands -
spítala.
Í ágúst 2007 kom beiðni frá
Heilbrigðisráðuneytinu um að
vinna á biðlista vegna tann við -
gerða barna í svæfingu. Stofn -
unin tók þessari beiðni mjög vel
og vann hratt að undir búningi
þess ara aðgerða. Síðan er búið
að framkvæma 128 tann við -
gerðir í svæfingu. Ég leyfi mér
að efast um að þessi fram kvæmd
hafi fengið slíka af greiðslu á
mörgum stofnunum.
Öll aðstaða er til að gera að -
gerðir vegna mjaðmar- og
hnjáliðaskipta. Þar má minnka
biðlista verulega.
Umönnun og eftirfylgni skjól -
stæðinga okkar á hand lækninga -
deild eftir aðgerðir hefur verið
mjög rómuð af öllum sem þar
hafa notið þjónustu.
Hagstæð og afkastamikil
eining
St. Jósefsspítali er miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu, þetta er
góð stærð á sjúkrahúsi til rekst -
urs, einnig til að ná sem bestri
teng ingu við skjólstæðinga
okkar og til starfsfólks.
Það kostar að framkvæma
þess ar aðgerðir sem við gerum
árlega. Er það hugmyndin að
spara á einum stað og eyða því á
öðrum stað og þar með rústa
þessari einingu og þeirri fram -
leiðni sem er á skurðdeild St.
Jósefsspítala? Eða á ekki að
framkvæma þessar aðgerðir? Á
að flytja þessa reynslu eitthvað
annað án þess að hafa starfsfólk
með í undirbúningi eða miðla
upplýsingum til okkar, mikil
leynd hefur hvílt yfir þessu öllu.
Af hverju eru niðurstöður ekki
kynntar?
Hver er niðurstaða svo kallaðr -
ar Guðjónsnefndar, sem sett var
á stofn til að fara yfir störf
Kragasjúkrahúsa, hvernig kom
St. Jósefsspítali út úr þeirri
vinnu? Getur heilbrigðis ráð herra
ekki staðið frammi fyrir
ákvörðun sinni og haldið fund
með ráðamönnum og starfs -
mönnum?
Hver er hagræðingin?
Óstaðfestur orðrómur er að til
standi að flytja starfsemi skurð -
deildar til Keflavíkur. Eigum við
að gjalda fyrir þau mistök sem
gerð voru þegar 2 nýjar skurð -
stofur voru byggðar í Keflavík?
Þar er húsnæðið en vantar sjúkl -
inga og sérhæft starfsfólk.
Hver er sparnaðurinn við að
rústa starfsemi afkastamikillar
skurðdeildar, sem staðsett er á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem
mikill meirihluti sjúklinga,
aðstandenda og starfsfólks býr,
og flytja til Keflavíkur?
Hvað segja Hafnfirðingar um
þá ákvörðun að skerða verulega
starfsemi spítalans sem hefur
verið í hjarta Hafnarfjaðar í 82
ár. Spítalinn var reistur af St.
Jósefssystrum, sem skiluðu
gríðarlega óeigingjörnu starfi,
Hafnfirðingum og öðrum lands -
mönnum til heilla áratugum
saman. Vilja bæjarbúar að þessi
starfsemi hverfi úr bænum? Hvar
eru ráðherrar og þingmenn sem
Hafnfirðingar eiga?
Höfundur er deildarstjóri
skurð deildar St. Jósefsspítala
Sólvangs
Sundæfingar vor 2008
styrkir barna- og unglingastarf SH
Sundæfingar fyrir 6 ára og eldri
eru hafnar á vorönn, en við getum bætt við nýjum sundmönnum
(á öllum aldri) í flest alla hópa.
Námskeið fyrir 5 ára byrja 14. janúar (f. 2003)
Námskeið 1 er á miðvikudögum og föstudögum kl. 18.20 í
Suðurbæjarlaug.
Námskeið 2 er á mánudögum og fimmtudögum kl. 18.20 í
Suðurbæjarlaug.
Námskeið fyrir 4 ára byrja 14 janúar (f. 2004)
Námskeið 3 er á miðvikudögum kl. 19 í Suðurbæjarlaug.
Námskeið 4 er á föstudögum kl. 19 í Suðurbæjarlaug.
Sundknattleikur
Æfingar eru í Ásvallalaug á
mánudögum og miðvikudögum kl. 20
Allar frekari upplýsingar og skráning
er á skrifstofu SH í Ásvallalaug,
sími 555 6830.
Sundfélag Hafnarfjarðrar • www.sh.is • Ásvöllum 2 • sími 555 6830
Hvað er Heilbrigðisráðherra að hugsa?
Sérgreinar eru : Fjöldi aðgerða 2007 Árið 2008
Almennar skurðlækningar 227 198
Augnlækningar 791 1013
Bæklunarlækningar 539 549
Háls nef og eyrnalækningar 410 428
Kvenlækningar 1211 1289
Lýtalækningar 253 258
Tannlækningar 33 97
Ragnhildur
Jóhannsdóttir
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n