Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 8. janúar 2009
www.fjardarposturinn.is
Fríkirkjan
Sunnudagurinn 11. janúar
Sunnudagaskóli kl. 11
Guðsþjónusta kl. 13
Fundur með fermingarbörnum og foreldrum
að lokinni guðsþjónustu
Verið velkomin
í Fríkirkjuna!
www.frikirkja.is
Opið hús í
Straumi
Kynning á nýjum
bókum Goðafræða -
miðstöðvarinnar
Goðafræðamiðstöðin í
Straumi við Straumsvík býður
til opins húss um helgina. Þar
verður kynning á starfi mið -
stöðvarinnar, m.a. á Sagna -
garðinum og fjórum nýjum
bókum eftir Hauk Hall dórsson.
Tilvaðið er að ganga um
Hraun in í kring, kíkja á myn -
listina, stytturnar og minja -
gripina.
Heitt verður á könnunni og
þeir Haukar Halldórsson,
Sverr ir Sigurjónsson og Fririk
Á. Brekkan taka á móti
gestum.
Opið er laugardag og sunnu -
dag kl. 12-18. (Næsti afleggj -
ari eftir álverið.)
Fjárhagsvandi Hafnar fjarðar -
bæjar var ærinn fyrir, fyrir hrun
bankanna. Samfylkingin var
löngu búin að eyða langt um efni
fram, búin að inn -
heimta gjöld vegna
ný bygginga, Norður -
bakkinn sorgleg stað -
reynd og ekkert selst,
einungis var eftir að
endur greiða lóða út -
hlut anir til baka til
þeirra sem ekki hafa
lengur efni á að byggja
á Völlunum né í
Ásland inu.
Knatt spyrnu félag ið Haukar
enn og aftur búið að eyða langt
um efni fram, for ystu menn þess
búnir að skuld setja það í botn
tóku erlend lán, myntkörfulán,
ætlast nú til þess að við Hafn -
firðingar greiðum það. Er ekki
kominn tími til þess að forystu -
menn íþrótta hreyf ing ar innar,
sem veðsetja félögin upp í topp,
til að ná fram topp árangri, beri
ábyrgð á gjörð um sín um? Er
ekki tími til kominn til
þess að þeir beri
ábyrgð?
Ég ætla að neita því
að útsvarið mitt fari í
að greiða niður skuldir
íþróttafélaganna. Ég
ætla að neita því að út -
svarið mitt fari í að
leið rétta van hugsaða
fjárfestingu sem ein -
ungis var ætluð til að ná ár angri í
íþróttum. Ég vil að út svarið mitt
fari í að gera Hafnar fjörð að betri
bæ en hann er í dag, bæ fyrir alla
Hafnfirðinga þar sem fjöl -
skyldan öll er í fyrirrúmi
Höfundur er
hjúkrunarfræðingur.
Hafnarfjörður fyrir
alla Hafnfirðinga
Guðrún Jónsdóttir
kynnir:
FIT-KID® SPORTERÓBIK –
fyrir 8-17 ára!
BESTA LEIÐIN TIL HEILBRIGÐRA LÍFSHÁTTA ÁN ÖFGA!
Dans-Fimleikar-Þolfimi og Tjáning brætt saman í stór-
skemmtilega grein þar sem hver þáttakandi fær að njóta sín á
eigin forsendum. Allir geta náð árangri, óháð líkamsbyggingu
eða fyrri íþróttaiðkun.
NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST ÞANN
12. JANÚAR 2009.
HRESS Hafnarfirði – S: 565 2212
Nánari upplýsingar á vefsíðunni
www.HRESS.is
www.FITKID. is
Vetrarstarfið hefst
Vetrarstarf Stagaveiðifélags Hafnarfjarðar
hefst fimmtudaginn 15. janúar kl. 20 með
opnu húsi í sal félagsins að Flatahrauni 29.
Viljum einnig minna á að salurinn er til útleigu fyrir
afmælis og fermingaveislur.
Heitt á könnunni – Allir velomnir
www.svh.is
Dyr ehf. er nýtt hafnfirskt fyrir -
tæki sem stofnað var vegna hinna
undarlegu og erfiðu tíma sem
Íslendingar hafa siglt inn í. Allt
mat á eignum og skuldum er
meira eða minna brostið og erfitt
er að áætla tekjur og útgjöld, segir
Ingvar Guðmundsson, stofn andi
fyrirtækisins. Mjög óljóst er
hvernig úr því vinnst á komandi
misserum. Einstakl ingar og fyrir -
tæki þurfa því á traustri aðstoð að
halda til að taka á sínum málum.
Fyrirtækið byggir á þremur
stoðum sem þó eru mjög tengdar
fasteignamiðlun, ráðgjöf og
sprota kynningum.
Þessir þættir er tengdir að sögn
Ingvars, góð fjármálaráðgjöf er
gríðarlega mikilvæg til að ná
áttum og vönduð fasteigna miðl un
nauðsynleg þótt markaðurinn sé
erfiður. Ingvar segir að hluti af
rekstr inum verði kynningar á
sprota fyrirtækjum fyrir þeim sem
hafa áhuga á að taka þátt í upp -
byggingarverkefnum og hafi
mögu leika á að leggja þeim lið.
Mikilsvert er að vinna traust
fólks á nýjan leik með vönd uðum
vinnu brögðum og þarna gefist
kost ur á að tengja saman fólk með
hugmyndir og fólk með peninga
svo úr verði arðvæn legur rekstur.
Verðlagning þjónustunnar verð ur
með hefðbundnum hætti og í
samræmi við þá hagsmuni sem í
húfi eru. Alltaf verði samið um
kostnað fyrirfram að sögn Ingvars
sem hefur góða og langa reynslu
af fasteignasölu og fjár málum.
Dyr er til húsa að Lækjargötu
34d, jarðhæð, en þar er góð
aðstaða fyrir kynningar, nám skeið
og aðra starfsemi hins nýja
fyrirtækis.
Nýtt fyrirtæki gegn kreppunni
Dyr ehf. veitir ráðgjöf og styður við sprotafyrirtæki
Starfsmennirnir Brynjar Björn Ingvarsson og Ingvar Guðmundsson.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n